Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Landeldisfyrirtækið First Water hefur náð samkomulagi við Landsbankann og Arion banka um 80 milljón evra fjármögnun, sem samsvarar um 12 milljörðum íslenskra króna. 29.11.2024 13:16
Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Herkastalinn, eitt sögufrægasta hús Reykjavíkur, hefur verið skráð á sölu og tilboða er óskað. Húsið er í eigu félags í eigu Quangs Lé, athafnamanns sem grunaður er um fjölda afbrota. 29.11.2024 12:15
Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Lögreglan á Vestfjörðum var við valdbeitingaræfingar við Stjórnsýsluhús Ísafjarðar á miðvikudag, sama dag og fíkniefnamál kom upp í bænum. Misskilningur milli blaðamanns og lögreglustjóra varð til þess að sá síðarnefndi neitaði að tjá sig um æfinguna. 29.11.2024 10:33
Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur aldrei komið saman á sérstökum aukafundi til þess að hækka stýrivexti. Forseti ASÍ hélt hinu gagnstæða fram í dag. 28.11.2024 17:05
Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Landsréttur hefur staðfest sýknudóm í máli félagsins Lyfjablóms ehf. á hendur þeim Þórði Má Jóhannessyni og Sólveigu Guðrúnu Pétursdóttur. Lyfjablóm krafðist 2,3 milljarða króna skaðabóta vegna tjóns sem félagið taldi sig hafa orðið fyrir í viðskiptum með hlutafé í fjárfestingafélaginu Gnúpi í aðdraganda efnahagshrunsins. 28.11.2024 16:09
Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Greiningardeild Landsbankans hafði gert ráð fyrir því að vísitala neysluverðs lækkaði milli mánaða en hún hækkaði í staðinn. Deildin bjóst við því að verðbólga hjaðnaði í 4,5 prósent en hún mælist nú 4,8 prósent. Spá deildarinnar er nú svartsýnni en áður. 28.11.2024 15:16
Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Landsvirkjun hefur samið við þýska vindmylluframleiðandann Enercon um kaup, uppsetningu og rekstur á 28 vindmyllum sem settar verða upp í Búrfellslundi við Vaðöldu. Vindmyllurnar 28 kosta tuttugu milljarða króna. 28.11.2024 10:46
Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Fyrstu skóflustungurnar að nýju vinnsluhúsi landeldisfyrirtækisins First Water voru teknar á Laxabraut 19 í Þorlákshöfn í fyrradag. Þegar vinnsluhúsið rís verður það eitt stærsta vinnsluhús landsins, alls 30.500 fermetrar. 28.11.2024 10:27
Steyptu fyrsta gullmolann Íslenska námafyrirtækið Amaroq hefur tilkynnt að fyrsta framleiðsla og steypun á gulli hafi átt sér stað í Nalunaq gullnámu félagsins í Suður-Grænlandi. 28.11.2024 09:55
Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Vefur Morgunblaðsins, Mbl.is, hefur legið niðri í morgunsárið. Að sögn fréttastjóra er um tæknilega örðugleika að ræða en ekki aðra netárás. 28.11.2024 09:33