Fréttamaður

Agnar Már Másson

Agnar Már er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Reyndi að flýja lög­reglu en endaði uppi á kanti

Lögregla veitti ökumanni bifreiðar eftirför í hverfi 105 í Reykjavík í nótt þar sem hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglubifreiðarinnar og endaði ökumaður bifreiðarinnar á því að aka upp á kant með þeim afleiðingum að bifreiðin skemmdist.

Þrír látnir í risaöldum á Tenerife

Þrír létu lífið og að minnsta kosti fimmtán slösuðust í risaöldum sem herjuðu á Tenerife í gær. Fjöldi ferðamanna hundsaði viðvörunarskilti vegna öldugangsins með þeim afleiðingum að sjógangurinn hreif þá með sér út í sjóinn.

Réðst á lög­reglu­mann í mið­bænum

Maður var í gærkvöldi handtekinn fyrir að ráðast á lögreglumann í miðbæ Reykjavíkur. Hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

„Mikið svaka­lega hlakka ég til að hreinsa til í ráð­húsinu“

Guðrún Hafsteinsdóttir gagnrýndi ríkisstjórnina og hjólaði í vinstri meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur á peppfundi flokksins á Grand Hotel í Reykjavík í dag. Sérstaklega gerði hún húsnæðismál, útlendingamál og menntamál að umfjöllunarefni sínu.

Í beinni: Skyndifundur Sjálf­stæðis­manna á Grand Hotel

Sjálfstæðismenn funda í dag á Grand Hotel í Reykjavík en flokksformaðurinn Guðrún Hafsteinsdóttir boðaði til fundarins með skömmum fyrirvara á mánudagskvöld undir þeim formerkjum að hún ætlaði að kynna „nýja ásýnd flokksins“ og ræða leiðina „í átt að stærra Íslandi.“

Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lög­reglu­mönnum

Lögreglu var í nótt tilkynnt um mann sem veittist að dyravörðum í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð en þegar hleypa átti manninum út réðst hann á lögreglumennina sem voru einmitt að fara að sleppa honum. Margt var um slagsmál í borginni í gær.

Fluttur á slysa­deild eftir hópárás

Lögregla var í nótt kölluð til vegna líkamsárásar á höfuðborgarsvæðinu en þar höfðu nokkrir menn ráðist á einn. Þolandi var fluttur á slysadeild.

Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum

Búast má við rigningu og slyddu á austanverðu landinu í dag en lítilli úrkomu vestan. Þá er gert ráð fyrir norðaustan og austanvindátt upp á 5 til 13 metra á sekúndu, sem gæti náð allt að 20 metrum á sekúndu norðvestantil og við suðausturströndina.

Grunaður um að aka undir á­hrifum með börnin aftur í

Ökumaður var í nótt stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna en hann reyndist vera með börn sín í bifreiðinni. Lögregla hafði samband við barnaverndaryfirvöld sem sendu sína fulltrúa á lögreglustöð.

Sjá meira