Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Ríkisstjóri Utah segir að meintur banamaður Charlie Kirks hafi aðhyllst vinstri hugmyndafræði. Hinn 22 ára Tyler Robinson hafi verið „mjög venjulegur maður“ en síðan „radíkaliseraður“ á síðustu árum. Ríkisstjórinn segir að maki hans, sem er trans kona, sé afar samvinnuþýð lögreglunni. 14.9.2025 17:14
Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Aurskriða í Brimnesdal hefur gert það að verkum að neysluvatn er óhreint víða í Fjallabyggð. 14.9.2025 16:17
Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Tæplega fimmtíu manns sem ætluðu að fljúga með Icelandair frá Kaupmannahöfn til Íslands klukkan 14 í dag verður ekki hleypt um borð í vélina vegna öryggisráðstafanna þar sem neyðarrenna í vél Icelandair var óvart virkjuð við lendingu í Kaupmannahöfn fyrr í dag og því er ekki allur öryggisbúnaður virkur. 14.9.2025 14:28
Halla mun funda með Xi Jinping Forseti Íslands mun í október heimsækja Kína þar sem hún hyggst funda með Xi Jinping forseta. Hún þorir ekki að segja til um hvort Úkraínustríðið komi til tals en bendir á að Kínverjar telji sig hlutlausa í stríðinu. Hún segir enn fremur að Bandaríkin hafi gefið upp forystustöðu sína í alþjóðasamfélaginu. Hún kveðst ætla að vanda orð sín en einnig tala með hjartanu þegar hún hittir Xi. 14.9.2025 13:04
Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Trans sambýliskona Tylers Robinsons, sem grunaður er um að bana íhaldsama áhrifavaldinum Charlie Kirk, er gríðarlega samvinnuþýð að sögn lögreglu. Hún hafi verið „skelfingu lostin“ þegar hún heyrði fréttirnar. Áður en Robinson var handtekinn grínaðist hann með að maðurinn sem lögregla lýsti eftir væri „tvífari“ sinn í spjalli á Discord. 14.9.2025 11:20
Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist tilbúinn að ráðast í þungar refsiaðgerðir gegn Rússlandi ef öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hætta að kaupa olíu af Rússlandi. Tyrkland er eitt af stærstu kaupendum rússneskrar olíu. 13.9.2025 16:40
Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Að minnsta kosti 25 manns slösuðust í gassprengingu í Madríd, höfuðborg Spánar, í dag. 13.9.2025 15:59
Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Ríflega hundrað þúsund manns söfnuðust saman, að sögn lögreglu, í Lundúnum í dag til að mótmæla straumi hælisleitenda til Bretlands. Mótmælin nefnast „sameinum konungsríkið“ og eru skipulögð af þekktum pólitískum öfgamanni. Um fimm þúsund mótmælendur úr röðum andrasista mættu til að mótmæla mótmælunum. 13.9.2025 15:08
„Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Ungi maðurinn sem grunaður er um að bana íhaldssama áhrifavaldinum Charlie Kirk í Utah á miðvikudag ólst upp í hægrisinnaðri mormónafjölskyldu þar sem skotvopn virðast hafa verið í hávegum höfð. Þó foreldrar hans séu repúblikanar er hann sjálfur ekki skráður í flokk og hefur aldrei kosið. Kunningjar hans lýsa honum sem hlédrægu gáfnaljósi með mikinn áhuga á tölvuleikjum. Hann hafi alla tíð verið afbragðsnámsmaður, og jafnvel smá kennarasleikja. 13.9.2025 13:25
Stebbi í Lúdó látinn Stefán Jónsson söngvari er látinn, 82 ára að aldri. Stefán var einn af fyrstu rokksöngvurum Íslands og er þekktastur fyrir að syngja með hljómsveitinni Lúdó, sem hann var iðulega kenndur við. 13.9.2025 10:37