Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Grun­sam­legt ferða­lag og fjar­stæðu­kenndar skýringar

Þrír karlmenn hafa verið dæmdir í tveggja og hálfs til þriggja ára fangelsi fyrir innflutning á um þremur kílóum af kókaíni. Einum grunuðu tókst að eyða sönnunargögnum úr síma sínum á sama tíma og hann var handjárnaður í lögreglubíl.

Há­grét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni

Eva Ruza Miljevic skemmtikraftur segist innilega þakklát fyrir að fá að vinna við að skemmta fólki. Eva segir það líklega hafa verið skrifað í skýin að hún myndi feta þessa braut í lífinu. Það hafi þó verið erfið ákvörðun að tilkynna móður sinni að hún tæki ekki við fjölskyldufyrirtækinu.

Kvart­milljón fyrir bólu­setningu eftir al­var­leg veikindi dóttur

Fyrrverandi heilbrigðisráðherra og kona hans greiddu 240 þúsund krónur til að láta bólusetja sig gegn ristli eftir að dóttir þeirra á sextugsaldri veiktist alvarlega af sjúkdómnum hér á landi. Norrænn hópur hefur til skoðunar hvort tilefni sé til að gera bólusetningu við ristli sem hluta af almenna bólusetningarkerfinu.

Sauð upp úr hjá förðunar­meistara og fegurðar­drottningu

Fegurðardrottningin Linda Pétursdóttir þarf ekki að greiða einum vinsælasta förðunarfræðingi landsins hundruð þúsundra króna vegna klippu sem birtist í hlaðvarpi Lindu. Förðunarfræðingurinn situr uppi með kostnað upp á aðra milljón og það sem virðist hafa verið góður vinskapur er úti um þúfur.

Eins og löglærður for­stjóri spítala væri að skera upp sjúk­linga

Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra og prófessor í viðskiptafræði segir stöðu Ríkisendurskoðunar óboðlega. Hann líkir því að ríkisendurskoðandi án löggildingar skrifi undir ársreikninga ríkisfyrirtækja og stofnana við það að lögfræðimenntaður forstjóri Landspítalans færi að skera upp sjúklinga. Lögregla hefur vísað málinu frá.

Ók á fimm til sex kyrr­stæða bíla

Fimm til sex kyrrstæðir bílar eru skemmdir eftir að ekið var á þá við bensínstöð Olís við Rauðavatn í morgun. Enginn er alvarlega slasaður.

Sjá meira