Gulli hafi loksins unnið formannsslag Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, segir eindregin stuðning Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og hans hóps við framboð Guðrúnar Hafsteinsdóttur hafa tryggt henni sigur á nýliðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Tap Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem hafi mislesið salinn í Laugardalshöll, sé um leið tap flokkseigendafélagsins og „hrútakofans“ á Mogganum. 3.3.2025 12:19
Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Jón Otti Ólafsson, prentari og einn öflugasti körfuboltadómari landsins um árabil, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 28. febrúar síðastliðinn, 83 ára að aldri. 3.3.2025 11:16
Aukatónleikar Bryan Adams Vegna mikillar eftirspurnar og fjölda áskorana hefur Sena ákveðið að halda aukatónleika með Bryan Adams í Eldborg, Hörpu. Aukatónleikarnir fara fram daginn eftir hina tónleika, þriðjudaginn 22. apríl. 3.3.2025 11:05
Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Skemmtikrafturinn Hjálmar Örn Jóhannsson er á batavegi eftir að hafa fengið hjartaáfall heima hjá sér á höfuðborgarsvæðinu í gær. Hann þakkar heilbrigðiskerfi á Íslandi fyrir fagmennsku á ögurstundu. 2.3.2025 16:19
Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ítrekaði þakklæti sitt til bandarísku þjóðarinnar í viðtali á Fox sjónvarpsstöðinni vestra í kvöld í framhaldi af því sem mætti kalla hitafund forsetans með forseta og varaforseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í kvöld. Í tæplega hálftíma viðtali talaði Selenskí aldrei illa um Bandaríkjaforseta, baðst ekki afsökunar og sagði mikilvægt að samskipti væri hreinskiptin. 1.3.2025 00:11
Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins skaut föstum skotum á ríkisstjórnarflokkana í setningarræðu sinni á landsfundi. Hann skoraði á flokksmenn að elta ekki andstæðinga sína á hættulegri braut popúlismans. 28.2.2025 17:47
Stefna á Coda stöð við Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. 28.2.2025 17:26
Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Góa hefur keypt allan tækjabúnað Omnom og mun hefja framleiðslu á Omnom súkkulaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækjunum. 28.2.2025 17:22
Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður settur klukkan 16:30 í dag og lýkur á sunnudag þegar í ljós kemur hver verður næsti formaður flokksins. Öllum ræðum á fundinum verður streymt í beinni útsendingu. 28.2.2025 15:32
Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Utanríkisráðuneytið og Fjarskiptastofa undirrituðu í dag samkomulag um flutning á starfsemi netöryggissveitarinnar CERT-IS í starfstöð ráðuneytisins. Á næstu vikum flyst því starfsemi netöryggissveitarinnar frá starfstöð Fjarskiptastofu við Suðurlandsbraut og í húsnæði utanríkisráðuneytisins við Austurhöfn í Reykjavík. 28.2.2025 14:32