Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Mjöll Snæs­dóttir er látin

Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur lést á heimili sínu mánudaginn 28. apríl 2025 sl., sjötíu og fimm ára að aldri, í kjölfar skammvinnra veikinda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum.

Fjöl­miðla­nefnd tekur fyrir um­fjöllun Fréttarinnar

Fjölmiðlanefnd ætlar á fundi sínum þann 15. maí að taka til skoðunar umfjöllun vefmiðilsins Fréttarinnar um meinta hópnauðgun um páskana sem unnin var upp úr Facebook-færslu og lögregla kannast ekki við að hafa til rannsóknar.

Vestur­bæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun

Vesturbæjarlaug í Reykjavík verður lokað í fjórar vikur í maí og júní vegna viðhaldslokunar en meðal annars á að skipta um rennibraut. Viðhaldslokanir fara fram í borginni á sumrin þar sem ekki er hægt að sinna viðhaldi utanhúss á veturna að því er segir í tilkynningu frá borginni.

Mikill reykur vegna elds í bílatætara

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er með nokkurn viðbúnað á iðnaðarsvæðinu við Álhellu í Hafnarfirði þar sem kviknaði í bílatætara.

Ný stjórn Ríkis­út­varpsins kjörin

Ný stjórn Ríkisútvarpsins var kjörin á Alþingi um tvöleytið í dag. Meðal nýrra stjórnarmanna eru Heimir Már Pétursson, fyrrverandi fréttamaður Stöðvar 2 og upplýsingafulltrúi Flokks fólksins, og Stefán Jón Hafstein fyrrverandi fjölmiðlamaður.

Hraðbankinn enn ekki látinn í friði

Tveir karlmenn voru handteknir í nótt þegar þeir gerðu tilraun til að brjótast inn í hraðbanka Landsbankans við Fjarðargötu í Hafnarfirði. Um er að ræða þriðju tilraunina til að stela peningum úr bankanum á nokkrum mánuðum.

Fimm­tíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA

„Samferðamaður“ er yfirskrift sýningar sem opnuð verður á Ljósmyndasafni Reykjavíkur laugardaginn 3. maí kl. 15. Á sýningunni er farið yfir ríflega fimmtíu ára feril Gunnars V. Andréssonar fréttaljósmyndara – frá 1966 til 2017. Myndir hans voru í gegnum tíðina merktar GVA.

Saka Ingu um metnaðar­leysi eftir skipun flokks­manna í stjórn

Verkfræðingafélag Íslands hefur sent Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra bréf með áskorun um að endurskoða skipan í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til að tryggja að fagleg hæfni og sérmenntun á sviði mannvirkjagerðar fái raunverulegt vægi við ákvarðanatöku í þessum mikilvæga málaflokki.

Sjá meira