Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Mágur Alfreðs Erlings Þórðarsonar, sem grunaður er um að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar, segir Alfreð stundum hafa komið við hjá hjónunum og fengið hjá þeim kaffi eða að borða á kvöldin þegar hann var svangur. Hann grunaði Alfreð strax um græsku þegar hann sjá hvað hafði gerst. 10.2.2025 14:49
Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Menntaskólanemar sem bjuggu í íbúð sem deildi innvegg með hjónunum sem var ráðinn bani í Neskaupstað í ágúst í fyrra segjast hafa séð Alfreð Erling Þórðarson við hús hjónanna og heyrt þaðan hljóð og hvelli. 10.2.2025 14:32
Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Verslunareigandi í Neskaupstað segir Alfreð Erling Þórðarson sem ákærður er fyrir að ráða hjónum í bænum bana hafa verið svakalega duglegan, greindan og færan í höndunum. Undanfarin ár hafi greinilega farið að halla á ógæfuhliðina sem sjá mátti á arki hans um bæinn. 10.2.2025 11:42
Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Lögregluþjónn sem kom að handtöku Alfreðs Erlings Þórðarsonar á Snorrabraut í ágúst í fyrra segir Alfreð hafa verið mjög rólegan, samvinnuþýðan og rætt um dauðann, djöfulinn og guð. Upptökurnar eru til á búkmyndavél lögreglumannsins. 10.2.2025 10:41
Aðkoman vægast sagt ekki fögur Lögreglukona sem stóð vaktina í Neskaupstað þann 22. ágúst þegar útkall barst að Strandgötu í bænum segir litinn á blóðinu baðherbergisgólfinu hafa bent til þess að blóðið var ekki nýtt. Nokkur tími hefði liðið frá því atburðirnir hefðu átt sér stað. 10.2.2025 10:16
Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Alfreð Erling Þórðarson sem sakaður er um að hafa banað eldri hjónum í Neskaupstað í ágúst í fyrra óskaði eftir því að tjá sig ekkert við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann vísaði til fyrri skýrslugjafar sinnar hjá lögreglu. 10.2.2025 09:37
Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti oddvitum meirihlutans í borginni í gærkvöldi að hann ætlaði að sprengja samstarfið var fullkomlega óljóst hvort hann héldi velli sem borgarstjóri eða yrði dæmdur til starfa í minnihluta. Hann gaf flokknum sínum aftur á móti nauðsynlegt súrefni. 8.2.2025 18:24
Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur boðað til blaðamannafundar í Salnum í Kópavogi klukkan 14. Fastlega er gert ráð fyrir að hún tilkynni um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins. 8.2.2025 12:28
Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Tveir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins vildu ekki svara spurningu blaðamanns um hvort þeir hefðu vitað af plönum borgarstjóra að slíta meirihlutasamstarfinu í kvöld. Önnur áréttaði þó að oddviti þeirra hefði umboð til að gera það sem hann vildi gera. 7.2.2025 21:43
Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í borginni er hissa yfir tíðindum kvöldsins. Hún veltir fyrir sér hvort um sé að ræða ýkt viðbrögð borgarstjóra vegna fylgishruns í borginni. Hún sér tækifæri í myndun nýs meirihluta, alls ekki til hægri. 7.2.2025 21:15