Veður

Veður


Fréttamynd

Bálhvasst í Eyjum og mikil ölduhæð í Landeyjum

Bálhvasst er á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, eða 28 metrar á sekúndu og ölduhæðin við Landeyjahöfn var 3,7 metrar klukkan fimm í morgun, þannig að ólíklegt er að farþegaskipið Víkingur geti siglt þangað fyrri ferðina, að minnstakosti.

Innlent
Fréttamynd

Óveður á Kjalarnesi

Hálka er á Hellisheiði en hálkublettir á Mosfellsheiði. Það er ófært og óveður á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og eins á Vopnafjarðarheiði, Fjarðarheiði og Oddsskarði og beðið með mokstur til morguns

Innlent
Fréttamynd

Mokar út mannbroddum

"Þessi vetur er búinn að slæmur ef horft er á veðrið...en góður fyrir kassann,“ segir Jónína Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Skóvinnustofu Sigurbjörns í Austurveri.

Innlent
Fréttamynd

Vindhviður fóru í fimmtíu metra á sekúndu á Stórhöfða

Björgunarsveitarmenn á höfuðborgarsvæðinu þurftu að sinna að minnsta kosti fimm útköllum vegna foks í gærkvöldi en hvergi hlaust verulegt tjón af. Þeir voru víðar að störfum og þurftu meðal annars að hefta fok á Hvolsvelli og koma ökumanni flutningabíls til aðstoðar eftir að bíllinn rann þversum á Steingrímsfjarðarheiði.

Innlent
Fréttamynd

Rok og drulla á Klaustri

„Þetta er það versta sem gerst hefur síðan í gosinu,“ segir íbúi á Kirkjubæjarklausti en sandmistur var yfir bænum fyrr í dag.

Innlent
Fréttamynd

Gífurlegt svifryk yfir borginni

Mikið svifryk er núna yfir Reykjavík og mælast loftgæði við Grensás mjög slæm þar sem 488,1 míkrógrömm af ryki í hverjum rúmmetra mælist.

Innlent
Fréttamynd

Snjókoma fyrir norðan

Það snjóaði um norðanvert landið í nótt, eða allt frá Ísafirði austur til Egilsstaða. Á Akureyri féll allt að tíu sentímetra djúpur snjór undir morgun, en færð hefur ekki spillst því hæglætisveður var í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Tugir á slysadeild á dag vegna hálkuslysa

Annríki hefur verið á ýmsum deildum Landspítalans þegar fólk hefur misst fótanna á svellbunkum. Átján þeirra sem komu á þriðjudaginn þurftu að fara í aðgerð eftir fall í hálku. Þeir sem detta eru á öllum aldri og af báðum kynjum.

Innlent
Fréttamynd

Hálka víða um land

Á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir á flestum vegum en snjóþekja er yst í Djúpinu og á Steingrímsfjarðarheiði.

Innlent
Fréttamynd

Hvetja hestamenn að fara varlega á ísnum

Ísinn sem hefur verið á vegum borgarinnar undanfarnar vikur hefur verið að gera útreiðarfólki lífið leitt. Búið er að reyna að merja ísinn og salta hann en þar sem tíðarfar er heldur rysjótt þá dugar það í skamman tíma og þar sem þetta er töluvert kostnaðarsamt. Frá þessu er greint á heimasíðu Fáks.

Innlent