Veður

Veður


Fréttamynd

Búist við ofsaveðri með morgninum

Búist er við stormi eða jafnvel ofsaveðri í Skagafirði og Eyjafirði með morgninum með allt að 40 metra á sekúndu meðalvindi og upp í 50 metra í hviðum.

Innlent
Fréttamynd

Varhugaverðar raflínur fyrir vestan

Orkubú Vestfjarða varar fjallafólk við því að víða er lágt undir háspennulínur til fjalla, vegna fannfergis. Verulega bætti í snjóinn í norðan áhlaupinu í síðustu viku þannig að snjórinn nær vel upp á rafmagnsstaurana og svo svigna línurnar niður á milli stauranna. Ekki er vitað til að nein slys eða óhöpp hafi orðið vegna þessa.

Innlent
Fréttamynd

Mikil snjóflóðahætta á Vestfjörðum

Miikil snjóflóðahætta er nú á norðanverðum Vestfjörðum. Óstöðugleiki hefur verið í snjóþekjunni og nokkru snjóflóð hafa fallilð fyrr í vikunni, en öll fjarri byggð. Spáð er töluverðri snjókomu í dag og á morgun og má búast við að snjóflóðahætta aukist hratt, segja sérfræðingar Veðurstofunnar.

Innlent