Högni spilar á Íslandi Færeyingurinn Högni Reistrup treður upp ásamt hljómsveit á þrennum tónleikum 1. til 3. mars. Þetta verða fyrstu tónleikar hans hér að landi. Hann fær til liðs við sig færeysku söngkonuna Guðrið Hansdóttur sem hefur verið búsett á Íslandi síðan í haust. Högni Reistrup sendi í byrjun árs frá sér sína þriðju plötu, Samröður við framtíðina, þar sem hann blandar saman poppi, raf- og rokktónlist. Gripurinn hefur fengið góða dóma í færeyskum og dönskum fjölmiðlum. Fyrstu tónleikarnir verða á Græna hattinum í kvöld, þeir næstu á Gauki á Stöng annað kvöld og þeir síðustu á Kex Hosteli á laugardagskvöld. Tónlist 1. mars 2012 10:00
Pólýfónía í nýrri útgáfu Platan Pólýfónía Remixes er komin út. Hún inniheldur endurhljóðblandanir af níu lögum plötu Apparats Organ Quartet, Pólýfóníu, eftir FM Belfast, Bloodgroup, Dreamtrak, Beta Satan, Reptilicus, Frederik Schikowski, Flemming Dalum, Thomas Troelsen og Robotaki. Pólýfónía kom út í lok ársins 2010 á vegum 12 Tóna en tæpu ári síðar kom hún út erlendis á vegum danska útgáfufyrirtækisins Crunchy Frog. Pólýfónía Remixes er fáanleg á öllum helstu tónlistarveitum á netinu, til dæmis á iTunes, Amazon og Gogoyoko. Tónlist 29. febrúar 2012 18:00
Fjórtán dómarar í Wacken Fjórtán dómarar verða í hljómsveitakeppninni Wacken Metal Battle á Nasa á laugardaginn. Níu þeirra eru erlendir. Tónlist 29. febrúar 2012 15:00
Hinn dularfulli Gabríel frumsýnir glænýtt myndband Vísir frumsýnir glænýtt myndband með dularfulla tónlistarmanninum Gabríel við lagið Stjörnuhröp. Rapparinn Opee og söngvarinn Valdimar fara á kostum í laginu sem hefur slegið í gegn síðan það var gefið út. Tónlist 29. febrúar 2012 11:15
Blur spilar í Gautaborg Enska hljómsveitin Blur spilar á tónlistarhátíðinni Way Out West sem verður haldin í Gautaborg í ágúst. Meðal annarra flytjenda verða The Black Keys, Bon Iver og Florence and the Machine. Tónlist 29. febrúar 2012 08:00
Blunderbluss frá White Fyrsta sólóplata Jacks White, fyrrum forsprakka The White Stripes, nefnist Blunderbluss og kemur út 24. apríl. Fyrsta smáskífulagið, Love Interruption, er komið út en þar syngur White dúett með söngkonunni Ruby Amanfu sem fæddist í Gana en býr í Nashville. Lagið er lágstemmt og undir áhrifum sveitatónlistar. Lífið 23. febrúar 2012 20:00
Þýsk Mercury-sveit til Íslands Þýska hljómsveitin MerQury, sem spilar vinsælustu lög Queen, stígur á svið í Laugardalshöll 7. apríl. Tónlist 21. febrúar 2012 07:00
Tónleikar til heiðurs Cash Minningartónleikar um tónlistarmanninn Johnny Cash verða haldnir í Lindakirkju 26. febrúar, sama dag og hann hefði orðið áttræður. Tónlist 18. febrúar 2012 16:30
Lætur ekkert stoppa sig þegar Kiss er annars vegar Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari Skálmaldar, er með sérstakt rokkherbergi heima hjá sér. Þar fær árátta hans tengd hljómsveitinni Kiss að njóta sín. Tónlist 18. febrúar 2012 12:30
Hæðir og lægðir Houston Söngkonan ástsæla Whitney Houston lést um síðustu helgi. Ferill hennar var frábær framan ef en dalaði mikið síðasta áratuginn í lífi hennar. Tónlist 14. febrúar 2012 10:45
Mest afslappandi lag allra tíma Hljómsveitin Marconi Union vann með hópi þerapista við að búa til afslappandi lag sem hægir á öndun og starfsemi heilans. Tónlist 11. febrúar 2012 10:00
Black Shore vekur athygli Nýverið sendi tónlistarmaðurinn Úlfur frá sér myndband við lagið Black Shore sem er að finna á plötu hans, White Mountain, sem kemur út hjá Kimi Records í lok mars. Áður kemur hún út hjá japanska útgáfufélaginu AfterHours. Tónlist 11. febrúar 2012 07:00
Heiðra Gunna Þórðar Hljómsveitin Bítladrengirnir blíðu sem spilar Bítlalögin á barnum Obla-di-obla-da ætlar að heiðra Gunnar Þórðarson á morgun. Lítið hliðarherbergi er á staðnum sem kallað er hvíta herbergið, og þar verður silfurplatti með nafni Gunnars hengt upp. Tónlist 9. febrúar 2012 20:00
Skálmöld í hljóðver föstudaginn þrettánda Björgvin Sigurðsson og félagar í Skálmöld virðast ekki vera hjátrúarfullir því þeir hafa bókað tíma í hljóðveri föstudaginn 13. apríl. Tilefnið er ný plata víkingarokkaranna sem áætlað er að komi út í haust. Tónlist 9. febrúar 2012 16:00
Spilar í Pompidou-listasafninu „Það verður mjög spennandi að spila þarna,“ segir tónlistarkonan Jarþrúður Karlsdóttir, Jara, sem hefur verið boðið að spila í Pompidou, nýlistasafni Frakklands og einu virtasta listasafni heims. „Þetta er mikill heiður. Það er ekkert auðvelt að komast þarna inn.“ Lífið 9. febrúar 2012 11:00
Ekki bara snjall lagasmiður Fyrsta plata skosku söngkonunnar Emeli Sandé kemur út í næstu viku. Áhrifavaldar hennar eru Nina Simone, Aretha Franklin og Joni Mitchell. Tónlist 9. febrúar 2012 07:30
Áhrifavaldurinn Nina Simone Hin bandaríska Nina Simone er einn helsti áhrifavaldur Emeli Sandé. Simone var söngkona, píanisti og lagahöfundur sem var þekktust fyrir djassstandarda sína. Auk þess barðist hún fyrir mannréttindum blökkumanna í Bandaríkjunum. Meðal þekktustu laga sem hún flutti á ferli sínum voru Don"t Let Me Be Misunderstood, Feeling Good, My Baby Just Cares For Me, I Put a Spell on You, Ne Me Quitte Pas og Wild is the Wind. Simone lést árið 2003, sjötug að aldri. Tónlist 9. febrúar 2012 02:30
Guðmundur Péturs á Faktorý Guðmundur Pétursson gítarleikari heldur tónleika á Faktorý á morgun, fimmtudag. Með honum leika Pétur Ben á gítar og selló, Styrmir Haukson á hljóðgerfla og slagverk, Valdi Kolli á bassa og Kristinn Snær Agnarsson á trommur. Tónlist 8. febrúar 2012 21:00
Magni syngur á plötu tileinkaðri Kiss Ég var einmitt að reyna rifja það upp áðan og fór og skoðaði e-mail-ana. Þetta var eiginlega ekki merkilegra en það að minn maður hjá plötufyrirtækinu mínu úti sendi mér: Hæ, viltu vera með á Kiss tribute-i?“ segir tónlistarmaðurinn Magni Ásgeirsson, sem flytur lagið Love It Loud með hljómsveitinni Kiss á tribute plötu sem kemur út í Bandaríkjunum eftir nokkrar vikur. Innlent 8. febrúar 2012 17:46
Sólstafir spila Svarta sanda í heild sinni Rokksveitin Sólstafir heldur útgáfutónleika í Gamla bíói á fimmtudag þar sem platan Svartir sandar verður leikin í heild sinni með aðstoð reynslubolta úr rokksenunni. Lífið 8. febrúar 2012 13:00
Hefur ekki drukkið í sjö ár Tónlistarkonan Lana Del Rey hefur ekki drukkið áfengi í sjö ár en þetta viðurkennir söngkonan í viðtali við bandaríska Vogue. Lífið 7. febrúar 2012 09:00
Ný plata Sigur Rósar kemur út í vor Hljómsveitin Sigur Rós hefur lokið upptökum á sinni sjöttu hljóðversplötu. Þetta staðfesti hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson þegar Fréttablaðið hafði samband við hann og bætti hann við að hún ætti að koma út í vor. Tónlist 7. febrúar 2012 08:30
Starfar með Aliciu Keys Tónlistarmaðurinn Justin Vernon, forsprakki Bon Iver, tók nýverið upp nokkur lög með Aliciu Keys. Hann er einnig að undirbúa nýja plötu með hljómsveitinni Volcano Choir og er að vinna með annarri sveit sem kallar sig The Shouting Matches. Tónlist 5. febrúar 2012 13:00
Nota borvél á nýrri plötu Platan Slaves með harðkjarnasveitinni Muck kemur út á þriðjudag. Hún hefur verið fáanleg í sérstakri forsölu á síðunni Gogoyoko að undanförnu. Á plötunni kennir ýmissa grasa. Til að mynda leikur borvél aðalhlutverkið í einu lagi plötunnar þar sem hún er notuð til að bora í heimasmíðaðan gítar yfir stöðugan takt. Tónlist 5. febrúar 2012 11:00
Hlustuðu á Dylan á kvöldin Hljómsveitin Blágresi hefur gefið út sína fyrstu plötu. Rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson samdi alla textana. Blágresi hefur gefið út plötuna Hvað ef himinninn brotnar… sem er samvinnuverkefni hljómsveitarinnar og rithöfundarins Einars Más Guðmundssonar. Tónlist 4. febrúar 2012 15:00
Chicane heillaðist af Vigri í frakklandi Hljómsveitin Vigri hefur nýlokið samstarfi við breska danstónlistaramanninn Chicane. Hann hefur unnið með Tom Jones, Cher og Bryan Adams á ferli sínum. Harmageddon 3. febrúar 2012 20:00
Ný plata hjá The Vaccines á þessu ári Hljómsveitin The Vaccines með Íslendinginn Árna Hjörvar á bassanum ætlar í hljóðver í Belgíu í mars til að taka upp sína aðra plötu og er hún væntanleg síðar á árinu. Harmageddon 3. febrúar 2012 14:00
Of monsters and men með nýtt myndband Nýtt tónlistarmyndband með hljómsveitinni Of Monsters and Men kom út í gær. Myndbandið er við lagið "Little Talks" og er aðgengilegt á vefsíðu sveitarinnar. Tveir tenglar eru á myndbandið á síðunni, einn fyrir notendur á Íslandi og annar fyrir notendur sem staddir eru erlendis. Tónlist 3. febrúar 2012 11:42
Gabríel með stjörnuhröp Lagið Stjörnuhröp er komið út. Það er hugarfóstur dularfulls tónlistarmanns sem vill ekki gefa upp sitt rétta nafn. Hann hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi um árin en fetar nú nýjar slóðir undir listamannsnafninu Gabríel. Harmageddon 3. febrúar 2012 09:00