Drake í fótspor tveggja risa Freyr Bjarnason skrifar 26. september 2013 08:00 Þriðja plata kanadíska rapparans Drake, Nothing Was The Same, er nýkomin út. Fylgir hún í kjölfar tveggja annarra platna sem komu út í sumar sem flestir rappáhugamenn biðu einnig spenntir eftir, Yeezus með Kanye West og Magna Carta Holy Grail með Jay Z. Nothing Was The Same kemur út á vegum Young Money Entertainment, Cash Money Records og Universal Republic. Við upptökurnar fékk Drake til liðs við sig hóp gestarappara, eða 2 Chainz, Big Sean, Jay Z, Jhené Aiko og Sampha. Einnig syngur Majid Jordan í smáskífulaginu Hold On, We"re Going Home. Tvö önnur lög hafa komið út á smáskífum, Started From the Bottom og All Me, þar sem 2 Chainz og Big Sean syngja. Drake er frá borginni Toronto og verður 27 ára í næsta mánuð. Hann varð fyrst þekktur fyrir hlutverk sitt sem Jimmy Brooks í kanadísku unglingaþáttunum Degrassi: The Next Generation. Árið 2006 steig hann fram á sjónarsviðið sem rappari og R&B-söngvari, fyrst með laginu Replacement Girl. Brátt var hann orðinn einn umtalaðasti listamaðurinn í hip hop-bransanum án útgáfusamnings. Ekki skemmdi fyrir að hann naut stuðnings risanna Kanye West, Jay Z og Lil Wayne. Sumarið 2009 komst smáskífulag Drake, Best I Ever Had, í annað sæti Billboard-listans í flokki R&B- og hip hop-tónlistar. Útgáfufyrirtækið Universal Motown tryggði sér krafta hans og gaf út EP-plötuna So Far Gone sem fékk mjög góðar viðtökur. Enn betri hlaut fyrsta stóra platan, Thank Me Later, þar sem Alicia Keys, Jay Z og Lil Wayne voru á meðal gesta. Hún fór beint á topp Billboard-listans í Bandaríkjunum. Sú næsta, Take Care, kom út 2011 og fór einnig á toppinn hjá Billboard og tryggði Drake að auki Grammy-verðlaunin. Sú plata festi hann í sessi sem einn vinsælasta tónlistarmann Kanada. Platan Nothing Was The Same hefur fengið mjög góða dóma bæði hjá Rolling Stone og Pitchfork. Fyrrnefnda tímaritið gefur henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum en síðarnefnda vefsíðan gefur henni 8,6 af 10. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Þriðja plata kanadíska rapparans Drake, Nothing Was The Same, er nýkomin út. Fylgir hún í kjölfar tveggja annarra platna sem komu út í sumar sem flestir rappáhugamenn biðu einnig spenntir eftir, Yeezus með Kanye West og Magna Carta Holy Grail með Jay Z. Nothing Was The Same kemur út á vegum Young Money Entertainment, Cash Money Records og Universal Republic. Við upptökurnar fékk Drake til liðs við sig hóp gestarappara, eða 2 Chainz, Big Sean, Jay Z, Jhené Aiko og Sampha. Einnig syngur Majid Jordan í smáskífulaginu Hold On, We"re Going Home. Tvö önnur lög hafa komið út á smáskífum, Started From the Bottom og All Me, þar sem 2 Chainz og Big Sean syngja. Drake er frá borginni Toronto og verður 27 ára í næsta mánuð. Hann varð fyrst þekktur fyrir hlutverk sitt sem Jimmy Brooks í kanadísku unglingaþáttunum Degrassi: The Next Generation. Árið 2006 steig hann fram á sjónarsviðið sem rappari og R&B-söngvari, fyrst með laginu Replacement Girl. Brátt var hann orðinn einn umtalaðasti listamaðurinn í hip hop-bransanum án útgáfusamnings. Ekki skemmdi fyrir að hann naut stuðnings risanna Kanye West, Jay Z og Lil Wayne. Sumarið 2009 komst smáskífulag Drake, Best I Ever Had, í annað sæti Billboard-listans í flokki R&B- og hip hop-tónlistar. Útgáfufyrirtækið Universal Motown tryggði sér krafta hans og gaf út EP-plötuna So Far Gone sem fékk mjög góðar viðtökur. Enn betri hlaut fyrsta stóra platan, Thank Me Later, þar sem Alicia Keys, Jay Z og Lil Wayne voru á meðal gesta. Hún fór beint á topp Billboard-listans í Bandaríkjunum. Sú næsta, Take Care, kom út 2011 og fór einnig á toppinn hjá Billboard og tryggði Drake að auki Grammy-verðlaunin. Sú plata festi hann í sessi sem einn vinsælasta tónlistarmann Kanada. Platan Nothing Was The Same hefur fengið mjög góða dóma bæði hjá Rolling Stone og Pitchfork. Fyrrnefnda tímaritið gefur henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum en síðarnefnda vefsíðan gefur henni 8,6 af 10.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira