Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Benedikt Guðmunds: Einvígið er rétt að byrja

    "Við fórum mjög vel yfir það hvað gerðist hjá okkur í fjórða leikhlutanum í síðasta leik og við vorum einfaldlega ekki nógu beittir. Um leið og menn fara að einbeita sér og gera hlutina sem þeir eiga að vera að gera, gengur þetta allt miklu betur," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR í samtali við Arnar Björnsson á Sýn í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Seiglusigur KR á Njarðvík

    KR jafnaði metin í úrslitaeinvíginu við Njarðvík í Iceland Express deildinni í kvöld með 82-76 baráttusigri í öðrum leik liðanna. Njarðvík var yfir allan leikinn, en Jeremiah Sola skoraði 7 af 9 stigum KR í mikilli rispu á lokamínútunum og tryggði heimamönnum sigur. Staðan í einvíginu er því jöfn 1-1 og næsti leikur er í Njarðvík á laugardaginn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Njarðvík leiðir eftir þrjá leikhluta

    Njarðvíkingar eru fjórum stigum yfir 62-58 þegar einn leikhluti er eftir af leiknum við KR í DHL-Höllinni. KR náði að jafna strax í upphafi leikhlutans en vörn gestanna hefur verið mjög sterk. Stemmingin í vesturbænum er frábær og syngja stuðningsmenn fullum hálsi á pöllunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Njarðvík yfir í hálfleik

    Njarðvíkingar eru enn yfir 46-40 gegn KR þegar flautað hefur verið til hálfleiks í öðrum leik liðanna í úrslitum Iceland Express deildarinnar. Gestirnir hafa verið skrefinu á undan allan leikinn og er Jóhann Ólafsson þeirra atkvæðamestur með 15 stig og Jeb Ivey 10, en hjá KR er Tyson Patterson með 11 stig og Pálmi Sigurgeirsson með 10. Leikurinn er í beinni á Sýn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Njarðvík leiðir eftir fyrsta leikhluta

    Njarðvíkingar hafa yfir 30-26 gegn KR þegar einum leikhluta er lokið í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi Iceland Express deildarinnar. Leikurinn hefur verið sveiflukenndur og mjög fjörugur í byrjun en gestirnir verið skrefinu á undan. Leikurinn er sýndur beint á Sýn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Tröllatroðsla Baldurs Ólafssonar (myndband)

    Miðherjinn Baldur Ólafsson hjá KR átti eftirminnilega innkomu í leikinn gegn Njarðvík í úrslitum Iceland Express deildarinnar í gær. Baldur var þar að spila sínar fyrstu mínútur með liðinu á leiktíðinni og stimplaði sig inn með rosalegri troðslu yfir Igor Beljanski. Vísir náði tali af kappanum í dag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Frábær 4. leikhluti tryggði Njarðvík sigur

    Njarðvíkingar hófu titilvörnina í Iceland Express-deildinni með sigri á KR-ingum á heimavelli í kvöld, 99-78. Íslandsmeistararnir sýndu mátt sinn í fjórða og síðasta leikhlutanum með því að sigra KR-inga með 23 stiga mun, en staðan eftir þriðja leikhluta var 72-70, gestunum í vil. Njarðvík er því komið með 1-0 forystu í einvíginu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Allt í járnum í Ljónagryfjunni

    KR-ingar hafa síður en svo gefist upp í fyrstu viðureigninni við Njarðvíkinga í úrslitum Iceland Express-deildarinnar. Þeir hafa mætt gríðarlega ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og nú þegar þremur leikhlutum er lokið eru Vesturbæingar komnir tveimur stigum yfir, 72-70. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Njarðvíkingar með forystu í hálfleik

    Íslandsmeistarar Njarðvíkur hafa 14 stiga forystu, 58-44, þegar fyrsti leikur liðsins gegn KR-ingum í úrslitarimmu Iceland Express-deildarinnar er hálfnaður. Njarðvíkingar hafa verið með yfirhöndina nánast frá fyrstu mínútu en bæði lið eru að spila ágætan körfubolta og mörg fín tilþrif hafa litið dagsins ljós. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Úrslitin í körfunni hefjast í kvöld

    Úrslitaeinvígið í Iceland Express-deild karla í körfubolta hefst í kvöld þegar Njarðvíkingar taka á móti KR-ingum í ljónagryfjunni í Reykjanesbæ. Um er að ræða viðureign tveggja efstu liðanna í deildarkeppninni og mun það lið sem fyrr sigra þrjá leiki standa uppi sem sigurvegari. Viðureign kvöldsins hefst kl. 20 og verður sýnd í beinni útsendingu á Sýn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Einar Árni: Við Benni ætluðum að mætast í úrslitum

    Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með leik sinna manna í kvöld þegar þeir tryggðu sér sæti í úrslitum Iceland Express deildarinnar með sigri á Grindavík í oddaleik. Hann segir Njarðvík og KR bestu lið landsins í sínum huga og reiknar með spennandi einvígi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Benedikt Guðmunds: Ég er gjörsamlega búinn

    Benedikt Guðmundsson þjálfari KR var að vonum uppgefinn eftir rafmagnaðan spennuleik KR og Snæfells í kvöld þar sem vesturbæingar tryggðu sér sæti í úrslitum eftir framlengdan oddaleik. Benedikt sagði að hjarta leikmanna og karakter hafi tryggt liðinu sigur öðru fremur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sigurður Þorvaldsson: Ég er orðlaus

    "Þetta var alveg skelfilegt. Ég er bara orðlaus. Við áttum fullan séns í framlengingunni og skoruðum fyrstu körfuna, en við vorum að taka slæmar ákvarðanir í lokin. Menn voru bara ekkert að spila saman og við vorum ekki að gera það sem við áttum að vera að gera. Þetta eru gríðarleg vonbrigði og ég er bara orðlaus," sagði Sigurður Þorvaldsson, leikmaður Snæfells í viðtali á Sýn eftir leikinn í kvöld

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Brynjar Björnsson: Losers go home

    Brynjar Björnsson var hetja KR-inga í kvöld þegar hann tryggði sínum mönnum framlengingu gegn Snæfelli í oddaleik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Brynjar spilaði meiddur í kvöld og var því mjög ánægður með niðurstöðuna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Njarðvíkingar mæta KR í úrslitum

    Það verða Njarðvík og KR sem leika til úrslita í Iceland Express deild karla í körfubolta. Njarðvíkingar unnu í dag sannfærandi sigur á grönnum sínum í Grindavík 93-70 í oddaleik liðanna í Njarðvík.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR-ingar í úrslit

    KR-ingar tryggðu sér sæti í úrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta í kvöld með ævintýralegum sigri á Snæfelli 76-74 í framlengdum oddaleik í vesturbænum. Darri Hilmarsson skoraði sigurkörfu KR þegar nokkrar sekúndur voru eftir af framlengingunni. Brynjar Björnsson hafði áður skotið KR í framlengingu með þriggja stiga körfu í lokin. Snæfell var með forystu lengst af í leiknum í dag en heimamenn stálu sigrinum í lokin.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Brynjar skaut KR í framlengingu

    Leikur KR og Snæfells hefur verið framlengdur eftir að staðan var jöfn 68-68. Snæfell var yfir meira og minna allan leikinn, en Brynjar Björnsson jafnaði leikinn fyrir KR í blálokin með þriggja stiga körfu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell fimm stigum yfir

    Fjórði leikhluti er nú hafinn í leik KR og Snæfells og hafa gestirnir úr Stykkishólmi fimm stiga forystu 56-51 þegar aðeins 10 mínútur eru eftir. Sigurvegari leiksins mætir Njarðvík eða Grindavík í úrslitum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell yfir í hálfleik

    Snæfell hefur yfir 43-34 í hálfleik gegn KR í oddaleik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta. Gestirnir komu gríðarlega ákveðnir til leiks og hafa lagað leik sinn verulega frá í síðasta leik í Stykkishólmi. Oddaleikur Njarðvíkur og Grindavíkur hefst klukkan 20.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Rafmögnuð spenna í kvöld

    Í kvöld ræðst hvaða lið leika til úrslita í Iceland Express deild karla í körfubolta. Þá fara fram oddaleikir í undanúrslitum keppninnar þar sem KR tekur á móti Snæfelli í vesturbænum klukkan 19:15 og Njarðvík fær Grindavík í heimsókn klukkan 20. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beinar útsendingar frá fyrri leiknum og skiptir svo yfir til Njarðvíkur og fylgir síðari leiknum til loka.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Stjörnumenn fylgja Þór í úrvalsdeildina

    Stjarnan í Garðabæ tryggði sér í kvöld sæti í Iceland Express deild karla í körfubolta á næstu leiktíð með sigri á Val í oddaleik liðanna í kvöld 100-88. Sigurjón Lárusson skoraði 30 stig og hirti 11 fráköst fyrir Stjörnuna í kvöld en Zack Ingles skoraði 27 stig fyrir Val. Stjarnan hefur ekki leikið í efstu deild í nokkur ár, en þangað fer liðið nú ásamt Þórsurum sem sigruðu í 1. deildinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hlynur Bærings: DHL-höllin er okkar heimavöllur

    Hlynur Bæringsson átti ágætan leik gegn KR í kvöld en það dugði skammt og því þurfa Snæfellingar að mæta í oddaleik í DHL-höllinni á fimmtudaginn um laust sæti í úrslitum Iceland Express deildarinnar. Hlynur hefur engar áhyggjur af oddaleiknum og segir DHL-höllina vera heimavöll Snæfells í einvíginu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fannar Ólafs: KR vantar pening í kassann

    Fannar Ólafsson, miðherji KR, var að vonum kátur með sigur hans manna á Snæfelli í fjórða leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld. Hann sagði KR-liðið loksins hafa sýnt sitt rétta andlit í einvíginu og hlakkar til að spila oddaleikinn á fimmtudaginn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Friðrik Stefáns: Er hægt að hafa þetta betra?

    Friðrik Stefánsson, leikmaður Njarðvíkur, sagði einbeitingarleysi hafa kostað liðið sigur í fjórða leiknum gegn Grindavík í kvöld. Liðin verða að mætast í oddaleik á fimmtudaginn og mæta þar annað hvort Snæfelli eða KR.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Páll Kristins: Við erum ekki hræddir við neitt

    Páll Kristinsson átti fínan leik í kvöld þegar hans menn í Grindavík lögðu Njarðvík öðru sinni og knúðu fram oddaleik í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Hann segir Grindvíkinga klára í verkefnið á fimmtudaginn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindavík knúði fram oddaleik

    Grindvíkingar tryggðu sér í kvöld oddaleik gegn Njarðvík í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar með 81-71 sigri í fjórða leik liðanna í Grindavík. Staðan er jöfn í einvíginu 2-2 og því verða þau að mætast í hreinum úrslitaleik í Njarðvík á fimmtudaginn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindavík yfir fyrir lokaleikhlutann

    Grindvíkingar hafa yfir 63-56 eftir þrjá leikhluta gegn grönnum sínum í Njarðvík í fjórða leik liðanna í undanúrslitunum í Iceland Express deildinni. Leikurinn er sýndur beint á Sýn og rétt í þessu var kona nokkur úr hópi áhorfenda að vinna sér utanlandsferð með því að hitta úr Borgarskotinu fræga. Gamla hetjan Guðmundur Bragason frá Grindavík fékk líka að taka Borgarskot en skot hans frá miðju geigaði naumlega.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR burstaði Snæfell

    KR-ingar völtuðu yfir Snæfellinga 104-80 í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í Stykkishólmi í kvöld. Ef undan er skilin smá rispa heimamanna í upphafi leiks var aldrei spurning hvoru megin sigurinn lenti í kvöld og ljóst að liðin verða nú að mætast í oddaleik í vesturbænum um sæti í úrslitum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindavík leiðir í hálfleik

    Grindvíkingar hafa 42-37 forystu þegar flautað hefur verið til leikhlés í fjórða leik þeirra gegn Njarðvíkingum í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. KR-ingar eru í mjög vænlegri stöðu gegn Snæfelli þegar skammt er til leiksloka þar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR yfir í hálfleik í Hólminum

    KR-ingar mæta ákveðnir til leiks í fjórða leiknum gegn Snæfelli í kvöld og hafa yfir 48-38 þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Snæfell komst í 8-2 í leiknum en KR hafði yfir 28-14 eftir fyrsta leikhluta. Hlynur Bæringsson er kominn með 17 stig hjá Snæfelli en Jeremiah Sola er með 14 stig fyrir KR. Leikur Grindavíkur og Njarðvíkur er hafinn í beinni á Sýn.

    Körfubolti