Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Pétur hættur hjá Hamri - Ágúst tekur við

    Þjálfarinn Pétur Ingvarsson hætti störfum hjá körfuknattleiksdeild Hamars í Hveragerði í dag og hefur félagið fengið Ágúst Björgvinsson, aðstoðarþjálfara KR, til að taka við starfi hans. Pétur hafði verið hjá Hamri í tíu ár.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Enginn úrvalsdeildarslagur í bikarnum

    Í dag var dregið í 32-liða úrslitin í Lýsingarbikarnum í körfubolta karla og svo fór að engin lið úr Iceland Express deildinni lentu saman í umferðinni. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast í næstu umferð sem hefst í lok mánaðar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Long látinn fara frá Njarðvík

    Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur sagt upp samningi sínum við Bandaríkjamanninn Charleston Long, sem ekki þótti standa undir væntingum hjá liðinu. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta í gærkvöldi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Góður endasprettur tryggði Snæfelli sigur

    Snæfell gerði góða ferð í Hveragerði í kvöld þar sem liðið lagði Hamar 77-70 í Iceland Express deild karla í körfubolta. Heimamenn höfðu betur í fyrri hálfleik en Hólmarar tryggðu sér sigur með því að halda Hamarsmönnum í aðeins 8 stigum í lokaleikhlutanum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Njarðvíkingar komnir yfir

    Njarðvíkingar hafa náð forystu 67-65 gegn KR þegar þriðja leikhluta er lokið í þessum stórslag í Iceland Express deildinni. Brenton Birmingham fór mikinn í liði Njarðvíkur í þriðja leikhluta þar sem gestirnir komust yfir eftir að hafa verið undir í hálfleik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR hefur yfir í hálfleik

    KR-ingar hafa yfir 43-37 gegn Njarðvík þegar flautað hefur verið til leikhlés í stórleik liðanna í Iceland Express deildinni. Leikurinn er sýndur beint á Sýn en hér er um að ræða einvígi liðanna sem léku til úrslita um titilinn í vor.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Nemanja Sovic til Breiðabliks

    Breiðablik fékk í gær góðan liðsstyrk er Nemanja Sovic samdi við Breiðablik en hann kemur frá Fjölni þar sem hann var á sínu fjórða tímabili.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflvíkingar með fullt hús

    Keflvíkingar eru eina taplausa liðið í Iceland Express deild karla í körfubolta eftir góðan útisigur á grönnum sínum í Njarðvík í kvöld 78-63. Fjórir leikir fóru fram í kvöld en fjórðu umferð lýkur annað kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Stórleikur í Njarðvík

    Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld þegar Njarðvík og Keflavík mætast í Njarðvík. Liðin eru bæði með fullt hús stiga eftir þjár umferðir og því mætast stálin stinn í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hörður Axel með fínan leik í sigri Njarðvíkur

    Hörður Axel Vilhjálmsson stimplaði sig rækilega inn í lið Njarðvíkur í kvöld þegar liðið vann þriðja leik sinn í röð í upphafi móts í Iceland Express deildinni. Njarðvík lagði ÍR 83-68 í Ljónagryfjunni og þá héldu Tindastólsmenn upp á 100 ára afmæli félagsins með 102-90 sigri á Skallagrími á Sauðárkróki.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þriðja tap Snæfells

    Snæfellingar eru enn án sigurs í Iceland Express deild karla eftir þrjá leiki. Liðið tapaði í kvöld fyrir KR á útivelli, 85-71.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík lagði Snæfell í æsilegum leik

    Iceland Express deild karla hefur farið mjög vel af stað og á því varð engin breyting í kvöld þegar Keflvíkingar unnu sigur á Snæfelli 113-109 eftir æsilegan og framlengdan leik í Stykkishólmi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þétt á toppnum í N1 deildinni

    Þrjú lið eru efst og jöfn toppi N1 deildarinnar í handbolta eftir leiki kvöldsins. Haukar lögðu Aftureldingu 30-24 í Mosfellsbænum í kvöld og eru á toppnum ásamt Fram og HK, en Kópavogsliðið vann í kvöld góðan sigur á Fram 26-24 í hörkuleik í Digranesi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fjölnir lagði Stjörnuna

    Fjölnir vann sinn fyrsta leik í í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld með því að skella nýliðum Stjörnunnar 85-75 á heimavelli sínum í Grafarvogi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Stjarnan leiðir í hálfleik

    Nú er kominn hálfleikur í viðureign Fjölnis og Stjörnunnar í Iceland Express deild karla í körfubolta. Stjarnan hefur verið með frumkvæðið lengst af í Grafarvogi og hefur yfir í hálfleik 46-39 eftir að hafa leitt 23-20 eftir fyrsta leikhlutann.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Stórleikur í Hólminum í kvöld

    Annari umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Fjölnir tekur á móti Stjörnunni í Grafarvogi og Keflvíkingar eiga fyrir höndum erfiða ferð í Stykkishólm þar sem liðið mætir Snæfelli.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fékk svarið sem ég beið eftir

    Þjálfarar Grindavíkur og KR voru miskátir með sína menn í kvöld eins og gefur að skilja. Friðrik Ragnarsson sagði sína menn í Grindavík hafa svarað tapinu ljóta gegn Keflavík á fullkominn hátt, en Benedikt Guðmundsson var hundóánægður með varnarleik sinna manna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindavík lagði KR í frábærum leik

    Grindvíkingar unnu í kvöld góðan sigur á KR í fjörugum og æsispennandi leik í Grindavík þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í blálokin. Fylgst var með gangi mála hér á Vísi í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Óvíst um þáttöku Friðriks

    Fyrirliðinn Friðrik Stefánsson hefur enn ekki tekið endanlega ákvörðun um hvort hann muni leika með körfuknattleiksliði Njarðvíkur í vetur. Hann fór í hjartaþræðingu á dögunum og þjáist af hjartameini sem kallast gáttaflökt.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Verða að ryðja okkur úr vegi til að ná í dolluna

    Það er alltaf pressa á menn að standa sig, alveg sama hjá hvaða liði þeir eru í þessari deild og þegar maður er hjá stórveldi eins og KR er alltaf pressa á að ná árangri," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Íslandsmeistara KR í samtali við Vísi þegar spáin lá fyrir.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR spáð titlinum

    Íslandsmeistarar KR munu verja titil sinn í karlaflokki ef marka má spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna sem birt var á kynningarfundi fyrir Icelan Express deildina í dag. Deildin hefst á fimmtudaginn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfellingar unnu Powerade bikarinn

    Snæfellingar fögnuðu í dag sigri í Powerade bikarnum í karlaflokki með sigri á KR 72-65 í miklum baráttuleik í Laugardalshöll. Snæfell lenti undir 2-0 í leiknum en hafði undirtökin eftir það og vann verðskuldaðan sigur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Spilað til úrslita í dag

    Úrslitaleikir Powerade-bikarsins í körfubolta fara fram í Laugardalshöllinni í dag. Klukkan 14.00 mætast Haukar og Keflavík í kvennaflokki og klukkan 16.00 spila karlalið KR og Snæfells til úrslita.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell og KR leika til úrslita

    Það verða SNæfell og KR sem leika til úrslita í Powerade bikarnum í körfubolta. Snæfell lagði Njarðvík nokkuð örugglega í kvöld 85-79 þar sem liðið hafði forystu nánast allan leikinn.

    Körfubolti