Samkvæmislífið

Samkvæmislífið

Fréttir af fólki að gera sér glaðan dag við hin ýmsu tilefni.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Troð­full Þorlákskirkja minntist Karls Sig­hvats­sonar

Minningarhátíðin Karlsvaka var haldin í Þorlákskirkju sunnudaginn 7. september í tilefni af 75 ára fæðingarafmæli tónlistarmannsins Karls Sighvatssonar sem lést langt fyrir aldur fram 1991. Fjölmargir frábærir tónlistarmenn komu fram á hátíðinni og var kirkjan þétt setin.

Tónlist
Fréttamynd

Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt

„Það var líf og fjör í bænum allt frá morgni til kvölds og við finnum hvernig fólk tekur svo sannarlega undir leiðarstefið okkar Saman með ljós í hjarta,“ segir Guðlaug María Lewis, verkefnastjóri Ljósanætur, fjölskyldu- og menningarhátíð Reykjanesbæjar.

Lífið
Fréttamynd

Dansinn dunaði á Menningar­nótt

Það var líf og fjör á Laugaveginum þegar fatahönnuðurinn Hildur Yeoman bauð í alvöru götudanspartý fyrir utan verslun sína á Menningarnótt um liðna helgi. Plötusnúðurinn Dóra Júlía hélt uppi stuðinu á meðan gestir og gangandi dönsuðu og tóku virkan þátt í gleðinni.

Lífið
Fréttamynd

Veggjadans á Hörpu og snyrti­vörur úr sæl­gæti

Lífleg dagskrá var á Menningarnótt Reykjavíkurborgar í dag, þar sem hátt í fjögur hundruð viðburðir voru haldnir víða um alla borg. Sirkuslistakona dansaði veggjadans hátt uppi á Hörpu, á meðan Binniglee og Patrekur Jaime buðu fólki upp á ókeypis snyrtingu.

Lífið
Fréttamynd

For­seta­hjónin létu sig ekki vanta

Nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmasonar var frumsýnd á Íslandi fyrir fullum sal gesta í Bíó Paradís í gærkvöldi. Um er að ræða ljúfsára skilnaðarmynd, með Sögu Garðarsdóttur og Sverri Guðnasyni í aðalhlutverkum, sem fylgir eftir fjölskyldu yfir fjórar árstíðir.

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Sam­staða og stolt í al­gleymingi í Gleðigöngunni

Hinsegin dagar náðu hápunkti sínum í dag þegar litskrúðug Gleðigangan hélt af stað frá Hallgrímskirkju. Í henni sameinuðust lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og fleiri ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín.

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var að venju haldin hátíðlega í Herjólfsdal. Þrátt fyrir leiðindaveður á föstudagskvöld virðist fólk hafa skemmt sér gríðarlega vel. Fjöldi tónlistarfólks steig á svið en án efa létu allir reyna á söngröddina í brekkusöngnum.

Lífið
Fréttamynd

Sögu­legt sveita­ball í hundrað ár

Hið goðsagnakennda og árlega Ögurball verður haldið í Ögri við Ísafjarðardjúp laugardaginn 19. júlí næstkomandi og fagnar hvorki meira né minna en heillrar aldar afmæli. Því verður nóg um að vera á Vestfjörðum í vikunni.

Lífið
Fréttamynd

Heitustu skvísur landsins fögnuðu ís­lenskri húðvöru

Fjöldinn allur af ofurskvísum kom saman í Mýrarkoti síðastliðinn laugardag til að fagna með íslenska húðvörumerkinu Dóttir Skin. Meðal gesta voru raunveruleikastjarnan Patrekur Jaime, markaðsskvísan Embla Óðinsdóttir, fyrirsætan Guðlaug Elísa og auðvitað Helga Sigrún eigandi Dóttir Skin. 

Lífið
Fréttamynd

Bjössi og Dísa í carnival stemningu í mið­bænum

Það var sannkölluð carnival-stemning í hjarta miðborgarinnar síðastliðið fimmtudagskvöld þegar veitingastaðurinn Sushi Social breytti Þingholtsstrætinu í glitrandi sumarveislu með litríkum skreytingum og fjöri langt fram á kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi

Það ríkti sannkölluð gleðistemning á kvennakvöldi Tilverunnar heilsuseturs á Garðatorgi, þar sem glæsilegur hópur kvenna sameinaðist í nærandi og skemmtilegri kvöldstund. Á dagskránni var einstök blanda af hreyfingu, tónlist, dansi og djúpri slökun sem skapaði fallega heildræna upplifun.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lenskir á­hrifa­valdar fögnuðu sumrinu að sænskum sið

Það ríkti sannkölluð sumarstemning á Nesjavöllum í vikunni þegar glæsilegur hópur áhrifavalda fagnaði að sænskum sið með litríkri Miðsumarveislu Ginu Tricot. Veislan sótti innblástur sinn til hinnar sívinsælu Midsommer-hátíðar sem haldin er víða um Skandinavíu.

Lífið
Fréttamynd

Gríman og glens í Borgar­leik­húsinu

Grímuverðlaunin voru veitt í 23. sinn við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi, þar sem sviðslistum síðasta árs voru fagnað. Flest verðlaun, eða þrenn, hlutu sýningarnar Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður. Alls voru tíu sýn­ing­ar verðlaunaðar.

Lífið
Fréttamynd

Ævin­týra­legur sumarfögnuður í Hauka­dal

Töfrandi sumarstemning ríkti á Hótel Geysi í Haukadal um síðustu helgi þegar ný lúxuslína hótelsins og Sóley Organics var kynnt í glæsilegum miðsumarsfögnuði. Margar af stjörnum landsins lögðu leið sína í sveitina þar sem íslenska sumarnóttin tók á móti þeim í sinni fegurstu mynd.

Lífið