Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Breiðhyltingar fögnuðu þorranum vel og rækilega á þorrablóti ÍR-inga sem fór fram í íþróttahúsi félagsins á laugardagskvöld. Skemmtikraftarnir Auðunn Blöndal og Steinþór Hróar Steinþórsson voru veislustjórar kvöldins og skemmtu þeir gestum af sinni alkunnu snilld. Lífið 21.1.2025 20:03
Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fjölmennt var á þorrablóti Keflavíkur sem fór fram í Blue-höllinni, íþróttahúsi Keflavíkur liðna helgi. Gestir mættu í sínu fínasta pússi og fögnuðu þorranum með glæsibrag. Lífið 21.1.2025 13:03
Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Það var hátíðarandi í lofti á föstudagskvöld þegar Borgarleikhúsið frumsýndi leikritið Ungfrú Ísland. Þangað mættu öll helstu fyrirmenni landsins hvort sem var um að ræða Albert Eiríksson, Bergþór Pálsson eða Berglindi Festival og Joey Christ. Menning 20.1.2025 20:02
Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kryddsíld Stöðvar 2 var á sínum stað á Gamlársdag líkt og síðustu þrjátíu og fjögur ár. Með sanni má segja að þátturinn hafi verið sérstaklega fjörugur í þetta skiptið en Hulda Margrét ljósmyndari tók myndir af hamagangnum á bak við tjöldin. Lífið 3. janúar 2025 14:01
Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Mikill fjöldi var saman kominn til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi borgarstjóra og utanríkisráðherra, í Hörpu í Reykjavík í gær. Lífið 1. janúar 2025 10:36
Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Leikritið Yerma, jólasýning Þjóðleikhússins í ár, var frumsýnt fyrir fullum sal áhorfenda í gærkvöldi, á öðrum degi jóla. Verkið er byggt á samnefndu meistaraverki Federico García Lorca frá árinu 1934 og er því lýst sem er leiftrandi, áleitnu og átakanlegu nútímaverki. Lífið 27. desember 2024 13:32
Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Jökull Júlíusson í Kaleo heldur í þá hefð að eyða jólunum alltaf á Íslandi. Hann stóð fyrir góðgerðarviðburðinum Rauðu jólin í Hlégarði, Mosfellsbæ síðastliðinn fimmtudag. Lífið 23. desember 2024 16:01
Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Tvær forsýningar á Vigdísi, sjónvarpsþáttum Vesturports um líf og störf Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta, fóru fram í vikunni, í Bíó Paradís fyrir viðskiptavini Íslandsbanka og svo á Vinnustofu Kjarvals fyrir aðstandendur þáttanna. Lífið 20. desember 2024 20:01
Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson bauð vinum og vandamönnum til fagnaðar í verslun herrafataverslunar Kölska á dögunum. Tilefnið var útgáfa textaverka sem voru framleidd í tengslum við fjörutíu ára útgáfuafmælis Helga. Lífið 17. desember 2024 18:01
Bestu vinkonur sameinast í listinni Vinkonurnar og listakonurnar Hulda Katarína og Helena Reynis ákváðu fyrr í vetur að sameina krafta sína og setja upp sýninguna Tabi-Sabi þar sem þær sækja innblástur í japanska hugmyndafræði. Þær opnuðu með pomp og prakt í Klei Atelier, Baldursgötu 36. Menning 17. desember 2024 16:00
Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Það var líf og fjör í versluninni Húrra í gærkvöldi þegar hönnuðurinn og tónlistarmaðurinn Logi Pedro frumsýndi nýja vörumerkið sitt Lopedro. Tíska og hönnun 17. desember 2024 12:01
Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Það voru miklar tilfinningar í gær í Smárabíó þegar fyrstu tveir þættirnir af heimildaþáttaröðinni Grindavík voru forsýndir. Fyrsti þáttur verður sýndur á Stöð 2 Sport sunnudaginn 29. desember en þættirnir eru eftir Garðar Örn Arnarson og Sigurð Má Davíðsson, þeim sömu og gerðu Edduverðlaunaþáttaraðirnar Víkingur: Fullkominn endir og Jón Arnór. Lífið 17. desember 2024 10:44
Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Samfélagsmiðlastjórinn Jón Breki Jónasson lifir og hrærist í heimi tískunnar og hefur brennandi áhuga fyrir henni. Hann fagnaði tvítugsafmæli sínu með glæsilegri og litríkri veislu í Höfuðstöðinni á laugardagskvöld og skein skært í klæðaburði sem hann lagði allt í. Tíska og hönnun 16. desember 2024 17:02
Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Menningarlífið iðaði í miðborg Reykjavíkur síðastliðið fimmtudagskvöld þegar splunkunýja hönnunargalleríið Hakk opnaði dyrnar að Óðinsgötu 1. Opnunin var að sögn forsprakka dúnmjúk og nýjasta hönnunartríó landsins Erindrekar frumsýndi þeirra fyrstu línu. Tíska og hönnun 16. desember 2024 14:02
Skellihlegið að Sögu Garðars og Steinda í Egilshöll Það var líf, fjör og hlátrarsköll í Egilshöllinni í gærkvöldi þegar fyrstu tveir þættirnir af sketsaseríunni, Draumahöllinn, voru frumsýndir fyrir fullum sal áhorfenda. Þættirnir hefja göngu sína á Stöð 2 þann 27. desember næstkomandi. Lífið 13. desember 2024 16:47
Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda „Þetta var mikið rugl,“ segir Steindi jr. sem varð fertugur í vikunni og hélt upp á það með risapartýi í Hlégarði í Mosfellsbæ um helgina. Þar var ýmislegt í boði, meðal annars að fá sér húðflúr en yfir fimmtíu manns þekktust boðið og fengu sér flúr af mávi, ritz-kexi, sígarettu, klósettrúllu eða pylsu, allt hluti sem eru í uppáhaldi hjá Steinda. Lífið 12. desember 2024 15:01
Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Það var líf og fjör á opnun skemmtistaðarins Nínu við Hverfisgötu á dögunum. Eigendur segja staðinn vera svar við kalli landsmanna um öðruvísi og lágstemmdari skemmtistað í miðborg Reykjavíkur. Margt var um manninn og ýmis þekkt andlit létu sjá sig. Lífið 10. desember 2024 13:32
Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Það var líf og fjör í Ásmundarsal 30. nóvember síðastliðinn þegar hin árlega og eftirsótta jólasýning opnaði. Margt var um manninn þar sem listunnendur komu saman og báru verk eftir vinsælustu íslensku listamennina augum. Menning 9. desember 2024 18:00
Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Það hefur margt á daga Sævars Breka drifið en hann myndar tvíeykið NUSSUN ásamt Agli Breka. Þeir stóðu fyrir stórum útgáfutónleikum í síðustu viku þar sem þeir gáfu út stuttmynd og tónlistarmyndband og á föstudag eignuðust Sævar Breki og unnusta hans Guðrún Lóa svo tvíbura. Tónlist 9. desember 2024 14:03
Húrrandi stemning í opnun Húrra Tískuunnendur landsins gerðu sér glaðan dag síðastliðinn föstudag þegar verslunin Húrra opnaði dyrnar að splunkunýrri verslun í Kringlunni. Margt var um manninn og gestir skörtuðu sínum flottustu fötum. Tíska og hönnun 9. desember 2024 11:32
„No Hingris Honly Mandarin“ Myndlistarmaðurinn Jón Óskar opnaði sýningu sína í gær á Vinnustofu Kjarval, nýjum samkomu- og sýningarsal á vegum Kjarvalsstofu í Austurstræti 10a á 2. hæð. Við þetta tækifæri var Jón Óskar gerður að sérlegum heiðurslistamanni staðarins. Lífið 6. desember 2024 15:36
Jóladrottningin stal senunni Húsfyllir og rífandi stemning var í frumsýningarteiti hljómsveitarinnar Húbba Búbba sem fór fram í Kolaportinu á dögunum. Þar frumsýndu þeir tónlistarmyndband við lagið JólaHúbbaBúbba, þar sem hin margrómaða jóladrottning, Svala Björgvins, stal senunni frá strákunum, eins og henni einni er lagið. Jól 6. desember 2024 09:03
Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Þakkarorða íslenskrar tónlistar var afhent þann 1. desember á Degi íslenskrar tónlistar á sérstökum hátíðartónleikum til heiðurs tónlistarmanninum Magnúsi Eiríkssyni. Tónleikarnir fóru fram fyrir fullum Eldborgarsal í Hörpu og var þjóðinni boðið að sækja sér miða sem ruku út á nokkrum mínútum. Tónleikarnir voru einnig teknir upp og verða sýndir á RÚV 26. desember. Tónlist 5. desember 2024 20:03
Kvöddu með stæl Vinstri grænir, Sósíalistar og Píratar héldu almennileg kosningapartý og skemmtu sér með stæl ásamt stuðningsmönnum og vinum þrátt fyrir að tölurnar hafi ekki verið þeim í hag í þetta sinn. Ljósmyndari Vísis lét sig ekki vanta í teitin og greip góð augnablik. Lífið 2. desember 2024 16:31