Hildur: Okkur þyrstir í titil Skyttan öfluga hjá Fram, Hildur Þorgeirsdóttir, sagði liðið þurfa að laga sóknarleikinn fyrir næsta leik í einvíginu gegn Haukum. Hún var þó hæstánægð með sigurinn í Hafnarfirði í dag. Handbolti 23. apríl 2017 18:22
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 19-20 | Ragnheiður tryggði Fram aftur sigur gegn Haukum Fram er komið í 2-0 forystu gegn Haukum í undanúrslitaeinvíginu í Olís-deild kvenna. Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði sigurmarkið þegar 30 sekúndur voru eftir og Fram getur nú tryggt sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins með sigri í næsta leik. Handbolti 23. apríl 2017 18:15
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 22-25 | Stjarnan jafnaði metin Stjarnan jafnaði metin í undanúrslitaeinvíginu gegn Gróttu í Olís-deild kvenna, en Stjarnan vann annan leik liðanna í Hertz-hellinum í dag, 25-22. Stjarnan leiddi í hálfleik 15-12. Staðan í einvíginu er því 1-1. Handbolti 23. apríl 2017 15:45
Ekki skráð á skýrslu og fær ekki að spila meira All sérstakt atvik kom upp í öðrum leik Gróttu og Stjörnunnar í undanúrslitum Olís-deildar kvenna sem nú stendur yfir í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. Handbolti 23. apríl 2017 14:47
Grótta komin í 1-0 eftir vítakastkeppni Íslandsmeistarar Gróttu eru komnir í 1-0 í einvíginu gegn Stjörnunni eftir dramatískan sigur eftir vítakastkeppni, 33-35, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í kvöld. Handbolti 20. apríl 2017 18:16
Ragnheiður: Ákvað að skjóta og sjá hvað myndi gerast Ragnheiður Júlíusdóttir tryggði Fram sigur á Haukum, 23-22, með marki beint úr aukakasti. Handbolti 20. apríl 2017 16:11
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 23-22 | Flautumark Ragnheiðar réði úrslitum Ragnheiður Júlíusdóttir tryggði Fram sigur á Haukum, 23-22, með flautumarki beint úr aukakasti í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í dag. Handbolti 20. apríl 2017 16:00
Stjarnan og Fram eru sterkustu liðin Markahæsti leikmaður Olís-deildar kvenna, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, býst við spennandi úrslitakeppni en spáir því að efstu lið deildarinnar endi í úrslitunum. Þar muni taka við rosalegt einvígi sem fari alla leið í fimm leiki. Handbolti 20. apríl 2017 06:00
Deildarmeistararnir eiga einn leikmann í úrvalsliðinu Nú í hádeginu var tilkynnt um val á úrvalsliði Olís-deildar kvenna. Handbolti 18. apríl 2017 12:45
Spilaði ekki þrjá síðustu leikina en varð samt markahæst Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir er markakóngur Olís-deildar kvenna þriðja árið í röð en það var ljóst eftir að lokaumferðin kláraðist um helgina. Handbolti 10. apríl 2017 11:45
Við erum ekki orðnar saddar Stjarnan er deildarmeistari kvenna í handbolta eftir magnaðan sex marka sigur á Fram. Garðbæingar eru því búnir að vinna tvo stóra titla í vetur en Stjörnustúlkur eru ekki hættar og ætla sér meira. Handbolti 10. apríl 2017 06:00
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 21-27 | Stjarnan deildarmeistari Stjarnan er deildarmeistari í Olís-deild kvenna eftir sigur gegn Fram í lokaumferð Olís-deildarinnar, en liðin mættust í Safamýrinni í dag. Lokatölur urðu sex marka sigur Stjörnunnar, 27-21, en þær þurftu að vinna með að minnsta kosti fimm mörkum til að tryggja sér titilinn. Handbolti 8. apríl 2017 18:45
Haukar tóku þriðja sætið Haukar unnu góðan sigur á Val, 26-16, í Olís-deild kvenna en leikurinn fór fram í Valsheimilinu. Handbolti 8. apríl 2017 18:34
KA/Þór dugar jafntefli í lokaumferðinni til að komast beint upp Næstsíðasta umferð 1. deildar kvenna í handbolta fór fram í dag. Handbolti 1. apríl 2017 22:02
Haukar og Grótta komin í úrslitakeppnina Næstsíðasta umferð Olís-deildar kvenna í handbolta fór fram í dag. Handbolti 1. apríl 2017 15:15
Þórey Rósa búin að semja við Fram Landsliðskonan Þórey Rósa Stefánsdóttir fer á kunnuglegar slóðir næsta vetur en hún er búin að semja við Fram. Handbolti 30. mars 2017 10:30
Hættar hjá Val eftir brottrekstur þjálfarans Lið Vals í Olís-deild kvenna í handbolta er tveimur leikmönnum fátækari eftir þær Eva Björk Hlöðversdóttir og Kristine Håheim Vike hættu hjá félaginu. Handbolti 27. mars 2017 22:30
Stjörnukonur halda í við Fram | Grótta upp í fjórða sætið Garðbæingar náðu að kreista fram nauman sigur í Eyjum gegn ÍBV í Olís-deild kvenna en á sama tíma fleytti sigur Gróttukvenna þeim upp í fjórða sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Handbolti 25. mars 2017 15:30
Fram heldur toppsætinu eftir sigur á Hlíðarenda Fram átti ekki í teljandi vandræðum með Val í stórleik kvöldsins í Olís-deild kvenna. Fram vann að lokum með sex marka mun, 26-20. Handbolti 24. mars 2017 21:50
Kvennalið Fjölnis fær nýjan þjálfara Arnór Ásgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri/starfsmaður handknattleiksdeildar Fjölnis og þjálfari meistaraflokks kvenna hjá félaginu. Handbolti 23. mars 2017 18:15
Hrafnhildur Hanna með slitið krossband Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, markahæsti leikmaður Olís-deildar kvenna, spilar ekki meira á þessu tímabili. Handbolti 21. mars 2017 16:08
Alfreð sagt upp störfum | Sigurlaug og Berglind taka við Handknattleiksdeild Vals hefur sagt Alfreð Erni Finnssyni þjálfara félagsins í Olís-deild kvenna síðustu tvö árin upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Val. Handbolti 18. mars 2017 12:30
Höfum ekki breytt neinu Eftir brösótt gengi fyrir áramót hafa Íslandsmeistarar Gróttu sýnt tennurnar á undanförnum vikum. Handbolti 13. mars 2017 06:30
Stjarnan rúllaði yfir Fylki Stjarnan valtaði yfir Fylki í Olís-deild kvenna í handknattleik, 38-25, í Garðabænum í dag og var sigur heimamanna aldrei í hættu. Handbolti 11. mars 2017 15:22
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - ÍBV 26-22 | Fram heldur toppsætinu Fram heldur toppsætinu í Olís-deild kvenna eftir nokkuð öruggan sigur á ÍBV í Safamýrinni í dag, 26-22. Fram leiddi með fimm mörkum í hálfleik 14-9 og þær unnu að lokum, þrátt fyrir smá bras, í síðari hálfleik. Handbolti 11. mars 2017 14:45
Sjómennskan og handboltinn blómstra í Eyjum á nýja árinu Bæði handboltalið Eyjamanna hafa byrjað árið 2017 mjög vel og það er mikill munur á gengi liðanna eftir áramót. "Ef það gengur vel á sjónum þá gengur allt annað vel,“ segir Arnar Pétursson, þjálfari karlaliðsins. Handbolti 11. mars 2017 06:00
Elías Már tekur við kvennaliði Hauka eftir tímabilið Elías Már Halldórsson, fyrirliði karlaliðs Hauka, tekur við kvennaliði félagsins í sumar. Handbolti 10. mars 2017 17:27
Maria og Ramune í stuði í sigri Hauka Haukar unnu sex marka sigur á Selfossi, 29-23, þegar liðin mættust í lokaleik 17. umferðar Olís-deildar kvenna í handbolta í dag. Handbolti 4. mars 2017 18:38
Fram náði tveggja stiga forskoti á toppnum | ÍBV upp í 3. sætið Þremur leikjum er lokið í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Handbolti 4. mars 2017 15:30
Algjör forréttindi að fá að vera með Eftir að hafa neyðst til að hætta aðeins 27 ára gömul og ekki spilað handbolta í tvö ár hefur Stjörnukonan Rakel Dögg Bragadóttir snúið aftur á völlinn með stæl. Hún er tvöfaldur bikarmeistari, komin aftur í íslenska landsliðið og spilar af fullum krafti, bæði í vörn og sókn. Handbolti 27. febrúar 2017 09:45