NFL

NFL

Fréttir og úrslit úr bandarísku NFL ruðningsdeildinni.

Fréttamynd

Einstakur samningur hjá Brady | Tekur viljandi á sig launalækkun

Ein stærsta stjarnan í bandarísku íþróttalífi, Tom Brady hjá New England Patriots, gerði svolítið í dag sem sést vart lengur í íþróttalífinu. Hann skrifaði undir miklu minni samning en hann hefði getað fengið. Það gerir hann svo hægt að sé að nýta launaþak New England betur og gera liðið samkeppnishæfara. Brady vill vinna og er tilbúinn að leggja sitt af mörkum.

Sport
Fréttamynd

Flacco fór til Letterman og í Disney World

Það er mikið að gera hjá verðmætasta leikmanni Super Bowl-leiksins, Joe Flacco, en hann fór á kostum í leikstjórnandastöðunni er Baltimore Ravens lagði San Francisco 49ers í úrslitaleiknum.

Sport
Fréttamynd

Super Bowl 2012 með þriðja mesta áhorf í sögunni

Það gekk mikið á þegar Baltimore Ravens og San Francisco 49ers mættust í Super Bowl-leiknum um helgina. Annað liðið stakk af í upphafi, rafmagnið fór af höllinni og svo varð leikurinn æsispennandi undir lokin.

Sport
Fréttamynd

Voru herbergisfélagar í átján ár

Super Bowl í ár hefur fengið gælunafnið Harbaugh Bowl og ekki að ástæðulausu. Fyrstu bræðurnir til að þjálfa á sama tíma í ameríska fótboltanum mætast þá með lið sín í úrslitaleik ameríska fótboltans, sem fer fram í New Orleans á sunnudaginn.

Sport
Fréttamynd

Ray Lewis sakaður um ólöglega lyfjanotkun

Ray Lewis, hinn goðsagnakenndi leikmaður Baltimore Ravens sem leikur sinn síðasta leik á ferlinum í Super Bowl, neitar því staðfastlega að hafa tekið ólögleg lyf til þess að hraða bata sínum í vetur.

Sport
Fréttamynd

Smith vill losna frá 49ers

Eins og við var búist mun Alex Smith, leikstjórnandi San Francisco 49ers, fara fram á að losna frá félaginu eftir að tímabilinu lýkur.

Sport
Fréttamynd

Keyrði ölvaður utan í trukk

Jay Ratliff, leikmaður Dallas Cowboys, var handtekinn fyrr í vikunni grunaður um ölvun við akstur. Hann gerði sér þá lítið fyrir og keyrði utan í 18 hjóla trukk.

Sport
Fréttamynd

Eiginkonan þurfti að biðjast afsökunar

Það kom mörgum á óvart þegar New England Patriots datt úr leik í úrslitakeppni ameríska fótboltans um síðustu helgi og eiginkona eins frægasta leikmanns liðsins tók tapinu ekki alltof vel.

Sport
Fréttamynd

NFL: Lið Harbaugh-bræðranna mætast í Super Bowl í ár

Baltimore Ravens og San Francisco 49'ers tryggðu sér í nótt sæti í úrslitaleik ameríska fótboltans, Super Bowl. Flestir bjuggust við sigri 49'ers á Atlanta Falcons í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar en sigur Baltimore Ravens á New England Patriots í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar kom mörgum spekingum á óvart.

Sport
Fréttamynd

Hvaða lið komast í Super Bowl?

Undanúrslit NFL-deildarinnar fara fram í kvöld og eru báðir leikir kvöldsins í beinni útsendingu á ESPN America sem má finna á fjölvarpi Digital Ísland. Fyrri leikur kvöldsins hefst klukkan 20.00 en þá tekur Atlanta Falcons á móti San Francisco 49ers.

Sport
Fréttamynd

Crabtree yfirheyrður í nauðgunarmáli

Undanúrslit NFL-deildarinnar fara fram í kvöld. San Francisco 49ers er ekki að fá besta undirbúninginn því stjörnuútherji liðsins, Michael Crabtree, hefur verið í yfirheyrslum hjá lögreglu vegna nauðgunarmáls.

Sport
Fréttamynd

Belcher skaut kærustuna níu sinnum

Lögreglan í Kansas hefur gefið það út að Jovan Belcher, leikmaður Kansas City Chiefs, hafi verið drukkinn er hann myrti barnsmóður sína og skaut síðan sjálfan sig.

Sport
Fréttamynd

Líklega besta helgi í sögu NFL-deildarinnar

Það var boðið til mikillar veislu um helgina þegar átta liða úrslit NFL-deildarinnar fóru fram og aldrei áður í sögunni hefur verið skorað eins mikið í átta liða úrslitunum. Vestra er talað um að þetta hafi líklega verið besta helgi í sögu deildarinnar. Slíkt var skemmtanagildi leikjanna.

Sport
Fréttamynd

RGIII verður lengi frá

Robert Griffin þriðji, leikstjórnandi Washington Redskins, fór í aðgerð í dag vegna hnémeiðsla. Líklegt er að hann muni missa af upphafi næsta tímabils.

Sport
Fréttamynd

NFL: Green Bay Packers og Houston Texans komin áfram

Green Bay Packers og Houston Texans eru komin áfram í aðra umferð úrslitakeppni ameríska fótboltans eftir góða heimasigra í nótt en þessir leikir voru hluti af svokallaðari "Wild-card"-helgi. Hinir tveir leikir helgarinnar fara síðan fram í kvöld.

Sport