Brenndu treyju Schaub úti á bílastæði Það er farið að hitna undir Matt Schaub, leikstjórnanda Houston Texans í NFL-deildinni, og fyrrum stuðningsmenn hans hafa nú snúið baki við honum. Sport 2. október 2013 23:30
Klappstýrur Minnesota Vikings vinsælar í London Heilmikið fjör var í London í dag fyrir leik Minnesota Vikings gegn Pittsburgh Steelers. Þetta er annar af tveimur NFL leikjum sem fara fram á Wembley í vetur. Sport 29. september 2013 19:30
Stuðningsmenn Jaguars fá frían bjór Lið Jacksonville Jaguars er brandaralið NFL-deildarinnar. Liðið getur ekkert og spá margir því að liðið vinni ekki leik í vetur. Sport 27. september 2013 23:15
Reyndi að bjarga pítsu og lenti í árekstri Það á ekki af Nate Burleson, leikmanni Detroit Lions í NFL-deildinni, að ganga. Hann missti af tíu leikjum í fyrra vegna fótbrots og nú er hann aftur alvarlega meiddur. Sport 25. september 2013 23:45
Nektardansmær braut kampavínsflösku á höfði Jones Þetta hefur ekki verið neitt sérstakt tímabil hjá Jacoby Jones, leikmanni Baltimore Ravens í NFL-deildinni. Hann meiddist í fyrsta leik tímabilsins og hefur ekki spilað síðan. Hann lenti svo í öðru óhappi um helgina. Sport 24. september 2013 23:15
Handtekinn átta sinnum á átta árum Adam "Pacman" Jones, leikmaður Cincinnati Bengals í NFL-deildinni, er duglegastur allra í deildinni að leita uppi vandræði. Hann var handtekinn enn eina ferðina í gær. Sport 24. september 2013 19:45
Wembley vill fá lið í NFL-deildinni Leikir í NFL-deildinni hafa verið spilaðir á Wembley-leikvanginum undanfarin ár í þeim tilgangi að gera amerískan fótbolta vinsælli í Evrópu. Hefur það gengið mjög vel. Sport 24. september 2013 12:00
Hluti af fingrinum varð eftir í hanskanum Við heyrum oft sögur af íþróttamönnum sem harka af sér. Þeir verða þó ekki mikið harðari en Rashad Johnson, varnarmaður Arizona Cardinals í NFL-deildinni. Sport 23. september 2013 22:45
Gengur ekkert hjá 49ers og Giants Það hefur ýmislegt komið á óvart í fyrstu þrem umferðunum í NFL-deildinni. Þá kannski sérstaklega dapurt gengi San Francisco 49ers og New York Giants. Sport 23. september 2013 15:00
Hefði labbað út ef mér hefði verið boðið upp á þetta Gríðarlega óvænt félagaskipti urðu í NFL-deildinni í vikunni. Einn efnilegasti leikmaður deildarinnar, hlauparinn Trent Richardson, fór þá frá Cleveland Browns til Indianapolis Colts. Cleveland fékk í staðinn valrétt í fyrstu umferð nýliðavalsins á næsta ári. Sport 20. september 2013 20:45
Tom Brady vill meira frá liðinu þrátt fyrir taplausa byrjun Leikstjórnandinn Tom Brady vill meina að New England Patriots hafi nóg svigrúm til að bæta sig. Sport 13. september 2013 11:15
San Francisco og New Orleans byrja vel NFL-deildin er farin í fullan gang. Fyrsti leikur var spilaður á fimmtudag og fjöldi leikja fór síðan fram í gær. Ekki var mikið um óvænt úrslit í 1. umferð en mikið fjör var í flestum leikjum. Liðin sem spáð er hvað bestum árangri misstigu sig ekki. Sport 9. september 2013 22:30
Maður lést fyrir leik 49ers og Packers Enn eitt banaslysið á amerískum íþróttavöllum varð í nótt fyrir leik San Francisco 49ers og Green Bay Packers í NFL-deildinni. Sport 9. september 2013 16:23
Manning í meta-ham í fyrsta leik Peyton Manning varð í nótt fyrsti leikstjórnandinn í 44 ár til þess að senda sjö snertimarkssendingar í einum og sama leiknum í ameríska fótoboltanum þegar lið hans Denver Broncos vann 49-27 á NFL-meisturum Baltimore Ravens í opnunarleik NFL-tímabilsins. Sport 6. september 2013 13:00
Patriots losaði sig við Tebow Þó svo Tim Tebow hafi staðið sig vel með New England Patriots á fimmtudag þá er liðið ekki til í að veðja á hann. Hann lenti í niðurskurði í dag og verður því ekki með liðinu í vetur. Sport 31. ágúst 2013 16:45
RG III spilar um næstu helgi Það eru aðeins átta mánuðir síðan leikstjórnandinn Robert Griffin III sleit liðbönd í leik með Washington Redskins. Þá var óttast að hann gæti misst af meirihluta þessa tímabils. Sport 30. ágúst 2013 23:15
Tebow komst í gegnum síðasta niðurskurð hjá Pats Það ríkir enn óvissa um hvort Tim Tebow verði í leikmannahópi New England Patriots í vetur. Hann komst þó í gegnum síðasta niðurskurð. Sport 27. ágúst 2013 16:30
Viðurkennir að hafa stefnt lífi annarra í hættu NFL-leikmaðurinn Greg Little má þakka fyrir að vera lifandi eftir að hafa sloppið á ótrúlegan hátt úr bílslysi. Sport 23. ágúst 2013 21:15
Búið að ákæra Hernandez fyrir morð Aaron Hernandez, fyrrum leikmaður New England Patriots í NFL-deildinni, var í gær ákærður fyrir morð. Hann var einnig ákærður fyrir vörslu ólöglegra skotvopna. Sport 23. ágúst 2013 16:30
Vill fá hundruðir milljóna frá "Jerry Maguire" Einn helsti vandræðagemsinn í NFL-deildinni síðustu ár, Terrell Owens, er farinn í mál við fyrrum umboðsmann sinn, Drew Rosenhaus, en myndin Jerry Maguire er oft sögð vera byggð á hans ævi. Sport 23. ágúst 2013 11:15
Sektaður um milljón fyrir að mæta í ólöglegum bol Forráðamenn NFL-deildarinnar fylgjast með öllu og þeir eiga það til að skipta sér af ótrúlegustu hlutum. Sumir segja að það megi hreinlega ekkert. Sport 23. ágúst 2013 09:00
Vill fá rúman milljarð frá Patriots Hörmulegur atburður átti sér stað á Gillette-vellinum, heimavelli NFL-liðsins New England Patriots, í opnunarleik tímabilsins 2010. Þá lést maður úr hjartaáfalli á vellinum. Sport 22. ágúst 2013 10:15
Nú er rétti tíminn til að koma út úr skápnum Robert Griffin III, leikstjórnandi Washington Redskins, í bandarísku NFL deildinni vill meina að nú sér rétti tíminn fyrir leikmenn í NFL deildinni að koma út úr skápnum. Sport 15. ágúst 2013 08:30
Ótrúlegur fjöldi NFL-leikmanna kemst í kast við lögin Leikmennirnir í NFL-deildinni eru margir hverjir skrautlegir karakterar. Þeir eiga það ansi margir sameiginlegt að vera sérfræðingar í að koma sér í vandræði og athygli vekur hversu margir þeirra komast í kast við lögin. Sport 5. júlí 2013 13:30
Lögreglan fann leyniíbúð Hernandez Sönnunargögnin halda áfram að hlaðast upp gegn NFL-leikmanninum Aaron Hernandez en hann var handtekinn og ákærður fyrir morð um daginn. Sport 4. júlí 2013 13:30
Hernandez er toppmaður Það er ekki beint slegist um að taka upp hanskann fyrir Aaron Hernandez þessa dagana. Búið er að kæra hann fyrir morð og hann var í kjölfarið rekinn frá NFL-liðinu New England Patriots. Sport 1. júlí 2013 23:00
Bjóðast til að skipta út Hernandez-treyjum New England Patriots gerir nú allt til að slíta tengslin við Aaron Hernandez, fyrrum leikmann félagsins, sem hefur verið ákærður fyrir morð. Sport 28. júní 2013 23:30
Hernandez bendlaður við tvöfalt morð NFL-leikmaðurinn Aaron Hernandez virðist eiga langa fangelsisvist fyrir höndum en hann var í gær ákærður fyrir morð. Sport 27. júní 2013 23:30
NFL-leikmaður handtekinn og ákærður fyrir manndrápstilraun Ausar Walcott, leikmaður Cleveland Browns í NFL-deildinni, hefur verið handtekinn og kærður fyrir tilraun til manndráps. Sport 26. júní 2013 19:45
Hernandez handtekinn og rekinn frá Patriots Aaron Hernandez, einn besti innherji NFL-deildarinnar, var í dag handtekinn og ákærður fyrir morð. Lið hans, New England Patriots, tilkynnti í dag að Hernandez væri ekki lengur leikmaður þess. Sport 26. júní 2013 18:48