NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Aftur tapar Phoenix í þriðju framlengingu

Denver Nuggets lagði Phoenix Suns á heimavelli sínum í nótt 139-137 eftir þrjár framlengingar. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem Phoenix lendir í þremur framlengingum og tapar. Carmelo Anthony skoraði 43 stig fyrir Denver og þar á meðal sigurkörfuna í lokin. Raja Bell var stigahæstur hjá Phoenix með 30 stig.

Sport
Fréttamynd

McGrady meiddur

Tracy McGrady, leikmaður Houston Rockets, mun missa af í það minnsta tveimur leikjum með liði sínu eftir að hann var fluttur á sjúkrahús með mikla bakverki eftir leik Houston og Denver á sunnudagskvöldið. Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir Houston sem er einnig án Yao Ming vegna meiðsla.

Sport
Fréttamynd

Nash og James leikmenn vikunnar

Steve Nash, leikmaður Phoenix Suns og Mike James hjá Toronto Raptors voru hafa verið útnefndir leikmenn vikunnar í Vestur- og Austurdeildinni í NBA. James stýrði liði Toronto til þriggja sigra í fjórum leikjum og skoraði 25 að meðaltali í leik og gaf sjö stoðsendingar. Nash skoraði 21 stig að meðaltali í leik og gaf 14,3 stoðsendingar í þremur sigrum Phoenix í fjórum leikjum.

Sport
Fréttamynd

Bryant jafnaði 40 ára gamalt met Chamberlain

Kobe Bryant skoraði í nótt 45 stig í sigri LA Lakers á Indiana 96-90, en þetta var í fyrsta sinn síðan árið 1964 sem leikmaður skorar 45 stig eða meira, fjóra leiki í röð. Wilt Chamberlain var síðasti maðurinn til að ná því afreki, en Michael Jordan skoraði 45 stig eða meira þrjá leiki í röð árið 1990.

Sport
Fréttamynd

Carter tryggði Nets 10. sigurinn í röð

Vince Carter fór illa með sína gömlu félaga í Toronto Raptors í nótt þegar hann skoraði sigurkörfu New Jersey Nets með ævintýralegu þriggja stiga skoti um leið og lokaflautið gall. New Jersey sigraði 105-104 og var þetta 10. sigurleikur liðsins í röð. Carter skoraði 42 stig og hirti 10 fráköst í leiknum og Jason Kidd skoraði 22 stig og gaf 15 stoðsendingar.

Sport
Fréttamynd

Bryant skoraði 50 stig

Kobe Bryant er heldur betur í stuði þessa dagana og í nótt skoraði hann 50 stig fyrir LA Lakers í sigri liðsins á grönnum sínum í LA Clippers 112-109. Bryant hefur því skorað að meðaltali 49 stig í síðustu tveimur leikjum liðsins og í nótt hirti hann auk þess 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar.

Sport
Fréttamynd

Phoenix burstaði Miami

Stjörnum prýtt lið Miami Heat á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir og í nótt tapaði liðið stórt fyrir Phoenix Suns 111-93, eftir að hafa fengið á sig 47 stig í fyrsta fjórðung leiksins. Dwayne Wade lék ekki með Miami í nótt, en Steve Nash fór á kostum í liði Phoenix, skoraði 11 stig og gaf 19 stoðsendingar, þar af 12 í fyrsta leikhlutanum, sem er annar besti árangur í sögu NBA.

Sport
Fréttamynd

Hornets spila þrjá leiki í New Orleans

Forráðamenn New Orleans/Oklahoma City Hornets-liðsins í NBA deildinni hafa nú tilkynnt að liðið muni spila þrjá heimaleiki í New Orleans í vor sökum þess hve vel uppbygging í borginni gengur eftir að fellibylurinn Katrín reið þar yfir á sínum tíma.

Sport
Fréttamynd

McGrady vann einvígið við James

Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Tracy McGrady og LeBron James háðu mikið einvígi þegar Houston vann góðan útisigur á Cleveland 90-81 og svo virðist sem Cleveland sakni Larry Hughes mikið, en hann verður frá í allt að tvo mánuði vegna fingurbrots. Cleveland hafði verið á mikilli sigurgöngu fyrir leikinn, en náði ekki að leggja meiðslum hrjáð lið Houston.

Sport
Fréttamynd

LeBron James með stórleik

LeBron James átti stjörnuleik þegar lið hans Cleveland Cavaliers bar sigurorð af Milwaukee Bucks í NBA deildinni í nótt 91-84. James skoraði 32 stig, þar af 17 í fjórða leikhluta, hirti 11 fráköst, gaf 11 stoðsendingar og stal 5 boltum. Liðið varð þó fyrir áfalli í leiknum, því Larry Hughes fingurbrotnaði og verður frá í 6-8 vikur. Michael Redd var atkvæðamestur hjá Milwaukee með 28 stig.

Sport
Fréttamynd

Fimmta tap Lakers í röð

LA Lakers tapaði fimmta leik sínum í röð í nótt þegar liðið lá fyrir Utah Jazz, en þetta var síðari leikurinn sem Kobe Bryant þurfti að taka út leikbann fyrir olnbogaskot í leik á dögunum. Utah sigraði 90-80. Mehmet Okur skoraði 20 stig og hirti 10 fráköst fyrir Utah og Andrei Kirilenko skoraði 14 stig, gaf 9 stoðsendingar, hirti 8 fráköst, varði 7 skot og stal 6 boltum. Lamar Odom skoraði 25 stig fyrir Lakers.

Sport
Fréttamynd

Weiss rekinn frá Seattle

NBA-lið Seattle Supersonics rak í gær þjálfara sinn Bob Weiss og er aðstoðarmaður hans Bob Hill tekinn við þjálfun liðsins þangað til eftirmaður Weiss er fundinn. Gengi Seattle hefur verið upp og ofan það sem af er vetri en illa hefur gengið að byggja á góðum árangri sem náðist svo óvænt í fyrra, þegar liðið fór lengra en nokkurn óraði fyrir í úrslitakeppninni.

Sport
Fréttamynd

Stoudamire spilar ekki meira í ár

Spútniklið Memphis Grizzlies hefur orðið fyrir gríðarlegu áfalli því leikstjórnandinn Damon Stoudamire fór í aðgerð í gær vegna hnémeiðsla og nú þykir víst að hann muni ekki leika meira með liðinu á þessu tímabili. Stoudamire var kjörinn nýliði ársins árið 1996 þegar hann lék með Toronto Raptors. Hann var með um 12 stig og 4 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur með Memphis.

Sport
Fréttamynd

Stu Jackson er glæpamaður

Danny Fortson, leikmaður Seattle Supersonics í NBA deildinni á ekki von á góðu eftir nýjustu ummæli sín í garð Stu Jackson, sem er varaforseti deildarinnar. Fortson hefur þurft að greiða sem nemur 200.000 dollurum í sektir fyrir ósæmilega hegðun og tæknivillur í vetur og segir að hann hljóti ósanngjarna meðferð hjá Jackson - sem sé ekkert annað en glæpamaður.

Sport
Fréttamynd

Hill íhugar að hætta eftir næsta tímabil

Framherjinn Grant Hill hjá Orlando Magic hefur viðurkennt að hann íhugi að leggja skóna á hilluna eftir næsta keppnistímabil í NBA deildinni, en Hill hefur sem kunnugt er átt við þrálát meiðsli að stríða allar götur síðan hann gekk til liðs við Orlando árið 2000.

Sport
Fréttamynd

New York lagði Phoenix í maraþonleik

Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt og þar bar hæst viðureign New York Knicks og Phoenix Suns, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í þriðju framlengingu. New York hafði betur 140-133.

Sport
Fréttamynd

Miami burstaði Minnesota

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Miami burstaði Minnesota 97-70 eftir að jafnræði hafði verið með liðunum í fyrri hálfleik. Pat Riley las hressilega yfir sínum mönnum í hálfleiknum og það dugði, því Miami fékk aðeins á sig 26 stig í síðari hálfleiknum. Dwayne Wade var stigahæstur í jöfnu liði Miami með 19 stig, en Wally Szczerbiak skoraði mest hjá Minnesota, 19 stig.

Sport
Fréttamynd

Cleveland stöðvaði Detroit

LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers stöðvuðu níu leikja sigurgöngu Detroit Pistons í nótt með öruggum 97-84 sigri á heimavelli sínum. James skoraði 30 stig, hirti 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Cleveland, en Rasheed Wallace og Rip Hamilton skoruðu 21 stig hvor fyrir Detroit sem er þó enn með bestan árangur allra liða í deildinni.

Sport
Fréttamynd

Áttundi sigur New Jersey í röð

New Jersey Nets vann sinn áttunda leik í röð í nótt þegar liðið sigraði Atlanta Hawks 99-91. Vince Carter skoraði 37 stig fyrir New Jersey, en Al Harrington var atkvæðamestur hjá Atlanta með 26 stig. Alls voru spilaðir níu leikir í deildinni í nótt.

Sport
Fréttamynd

Bryant fær tveggja leikja bann

Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að gefa Mike Miller hjá Memphis ljótt olnbogaskot í leik liðanna á miðvikudagskvöldið. Höggið var einsskonar hefndarhögg hjá Bryant, sem fékk skurð á augað eftir Miller og svaraði hressilega fyrir sig þegar hann sneri aftur á völlinn með fimm spor saumuð í andlitið á sér.

Sport
Fréttamynd

Sigurganga Detroit heldur áfram

Detroit Pistons vann í nótt níunda leikinn í röð í NBA deildinni þegar það skellti Miami Heat 106-101 á heimavelli sínum, en uppgjör liðanna sem mættust í úrslitum Austurdeildarinnar í fyrra var æsispennandi fram á lokamínúturnar þar sem Pistons sýndi af hverju liðið hefur verið í úrslitum NBA tvö ár í röð.

Sport
Fréttamynd

Marcus Camby fingurbrotinn

Frákastahæsti leikmaðurinn í NBA-deildinni, miðherjinn Marcus Camby hjá Denver Nuggets, er fingurbrotinn og þarf að fara í aðgerð. Það er því ljóst að enn bætast menn á langan meiðslalista liðsins, sem þegar hefur misst einn mann út tímabilið og nokkra aðra í 6-10 leiki. Camby hirti um 12,9 fráköst að meðaltali í leik, auk þess að skora 16 stig og verja yfir 3 skot, svo meiðsli hans eru liðinu mikil blóðtaka.

Sport
Fréttamynd

45 stig frá Bryant dugðu skammt

Kobe Bryant skoraði 45 stig fyrir LA Lakers í nótt þegar liðið tapaði naumlega 100-99 fyrir Memphis í framlengingu á heimavelli sínum. Damon Stoudamire skoraði 25 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Memphis.

Sport
Fréttamynd

Nash íþróttamaður ársins í Kanada

Leikstjórnandinn Steve Nash hjá Phoenix Suns var í gær kjörinn íþróttamaður ársins í Kanada með fádæma yfirburðum. Nash var kjörinn verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar á liðnu vori og var fyrsti Kanadamaðurinn til að hljóta þann heiður. Íshokkí er að sjálfssögðu langvinsælasta íþróttagreinin í Kanada, en þetta er engu að síður í annað sinn sem Nash hlýtur þessi verðlaun.

Sport
Fréttamynd

Abdur-Rahim kjálkabrotinn

Framherjinn Shareef Abdur-Rahim hjá Sacramento Kings verður frá keppni í nokkrar vikur eftir að hafa kjálkabrotnað í leik gegn Portland Trailblazers á mánudagskvöldið. Rahim hélt áfram að spila eftir að hafa fengið högg í andlitið frá Bonzi Wells hjá Portland, en röntgenmyndataka í dag leiddi í ljós að hann er brotinn. Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir Sacramento, sem hefur gegnið illa í vetur.

Sport
Fréttamynd

Houston gat ekki án McGrady verið

Houston Rockets tapaði enn einum leiknum á heimavelli sínum í nótt, þegar liðið lá gegn Utah Jazz 82-74. Ekki bætti úr skák að besti leikmaður liðsins, Tracy McGrady, þurfti að yfirgefa leikvöllinn í hálfleik til að keyra á fæðingardeildina, þar sem kona hans eignaðist barn. Lið Houston var yfir þegar hann fór, en leikur liðsins hrundi eftir það og leikurinn tapaðist.

Sport
Fréttamynd

Ron Artest sveik mig

Körfuboltagoðsögnin Larry Bird, sem gegnir embætti forseta Indiana Pacers, hefur nú fyrst tjáð sig opinberlega um uppátæki Ron Artest á dögunum, þegar hann fór fram á að verða skipt frá félaginu og lagði þar með grunninn að því að eyðileggja tímabilið fyrir liðinu líkt og í fyrra.

Sport
Fréttamynd

Shaq í súmóglímu

Pat Riley, forseti og þjálfari Miami Heat, íhugar nú alvarlega að ráða til sín súmóglímumenn til að kljást við tröllið Shaquille O´Neal á æfingum, því honum þykir rétt að búa O´Neal betur undir þau slagsmál sem hann lendir í daglega í NBA deildinni.

Sport
Fréttamynd

Sjötti sigur Cleveland í röð

Cleveland Cavaliers vann sinn sjötta leik í röð í NBA deildinni í nótt þegar liðið hafði betur gegn Chicago Bulls á heimavelli sínum 102-91. LeBron James skoraði 32 stig fyrir Cleveland, en Tyson Chandler, Andres Nocioni og Chris Duhon skoruðu allir 15 stig fyrir Chicago, sem er í miklum vandræðum þessa dagana.

Sport
Fréttamynd

Bryant ætlar á Ólympíuleikana

Hinn skotglaði Kobe Bryant hjá LA Lakers hefur tilkynnt að hann ætli að gefa kost á sér í landslið Bandaríkjanna í körfubolta fyrir Ólympíuleikana í Peking árið 2008. Þetta kemur fram í LA Times um helgina, en Bryant á að hafa fundað með Jerry Colangelo, framkvæmdastjóra landsliðsins, og tekið þessa ákvörðun í framhaldinu.

Sport