NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Sigurganga Dallas heldur áfram

Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Ótrúleg sigurganga Dallas Mavericks hélt áfram þegar liðið lagði LA Lakers örugglega á heimavelli sínum 114-95. Josh Howard skoraði 29 stig og hirti 11 fráköst fyrir Dallas og Dirk Nowitzki skoraði 27 stig og hirti 10 fráköst. Kobe Bryant var atkvæðamestur hjá Lakers með 26 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

Ný körfuboltahöll Nets fær nafnið Barclays Center

Barclays-bankinn á Englandi, sem m.a. er stuðningsaðili ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, ætlar nú í aukna útrás í Bandaríkjunum. Bankinn hefur skrifað undir 20 ára styrktarsamning við NBA lið New Jersey Nets sem flytja mun til Brooklyn á næstu árum. Þar er áformað að byggja glæsilega höll á stórum reit í borginni og reiknað er með að kostnaður verði hátt í 300 milljarðar íslenskra króna.

Körfubolti
Fréttamynd

Brown verður ekki sóttur til saka fyrir tertukast

Lögregluyfirvöld í Los Angeles hafa ákveðið að aðhafast ekki frekar í máli manns sem segir framherjann Kwame Brown hjá LA Lakers hafa leikið sig ansi grátt um síðustu helgi, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Brown er sakaður um vafasama iðju utan vallar.

Körfubolti
Fréttamynd

Indiana og Golden State stokka upp

Lið Indiana Pacers og Golden State Warriors gerðu með sér mikil og stór leikmannaskipti í NBA deildinni í gærkvöldi, en þessi viðskipti liðanna komu sérfræðingum í deildinni mjög á óvart. Svo virðist sem hvorugt liðið komi áberandi betur út úr skiptunum, en átta leikmenn skiptu um heimilisfang í viðskiptunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Tap í fyrsta leik hjá Webber

Utah Jazz eyðilagði í nótt frumraun Chris Webber með Detroit Pistons, sem einnig endurheimti leikstjórnandann Chauncey Billups úr meiðslum. LA Lakers vann góðan útisigur á San Antonio og Cleveland steinlá fyrir Portland á útivelli.

Körfubolti
Fréttamynd

Stórleikur Tracy McGrady dugði skammt

Texasliðin Dallas og Houston áttust við í NBA deildinni í nótt og var það sjóðheitt lið Dallas sem hafði betur 109-96 eftir að hafa staðið af sér stórskotahríð Tracy McGrady hjá Houston, en hann skoraði 21 af 45 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum. Dirk Nowitzki skoraði 30 stig og hirti 10 fráköst fyrir Dallas.

Körfubolti
Fréttamynd

Ætlar sér að vinna titil

Chris Webber mun spila með Detroit Pistons í NBA-deildinni í vetur. Nú er að sjá hvort hann geti hjálpað Pistons á svipaðan hátt og Rasheed Wallace gerði á meistaraárinu 2004.

Körfubolti
Fréttamynd

Anthony körfuboltamaður ársins í Bandaríkjunum

Framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver Nuggets var í dag kjörinn körfuboltamaður ársins í Bandaríkjunum fyrir frammistöðu sína með landsliðinu á HM í körfubolta sem fram fór í Japan í fyrra. Þetta þykja mörgum nokkuð kaldhæðnislegar fréttir í ljósi þess að hann situr nú af sér 15 leikja bann í NBA fyrir slagsmál.

Körfubolti
Fréttamynd

LA Lakers lagði Miami

Fjöldi leikja fór fram í NBA deildinni á degi Martin Luther King í Bandaríkjunum. Kobe Bryant og félagar í LA Lakers stöðvuðu sigurgöngu Miami með 124-118 sigri í framlengdum leik í Staples Center í Los Angeles.

Körfubolti
Fréttamynd

Dallas með sigurkörfu á síðustu sekúndu

Josh Howard tryggði Dallas sigur á Toronto í NBA-deildinni í nótt með því að skora sigurkörfuna þegar innan við sekúnda var til leiksloka. Dallas náði að vinna upp 16 stiga forystu Toronto á tiltölulega skömmum tíma og tryggja sér þannig sinn 17. sigur í síðustu 18 leikjum.

Körfubolti
Fréttamynd

10 þúsund fráköst hjá Garnett

Kevin Garnett, leikmaður Minnesota, skorað 32 stig og reif niður 14 fráköst í 109-98 sigri liðs síns á New Jersey í NBA-deildinni í nótt. Garnett hefur nú tekið 10.007 fráköst á ferlinum og er hann 32. leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem rýfur 10 þúsund frákasta múrinn. Pheonix vann sinn áttunda leik í röð í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Allen og Nowitzki stálu senunni

Dirk Nowitzki hjá Dallas og Ray Allen hjá Seattle voru menn næturinnar í NBA-boltanum. Nowitzki skoraði 43 stig, það mesta sem hann hefur skorað á leiktíðinni, þegar Dallas lagði Indiana af velli en Allen gerði enn betur og setti niður 54 stig í sigri Seattle á Utah. Allen hefur aldrei skorað meira á sínum ferli.

Körfubolti
Fréttamynd

Phoenix - Cleveland á Sýn í kvöld

Stórleikur Phoenix Suns og Clevleland Cavaliers frá því í gærkvöld verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn á miðnætti í kvöld. Óhætt er að lofa áhorfendum Sýnar góðum tilþrifum að þessu sinni, en þarna áttust við tveir af bestu leikmönnum deildarinnar Steve Nash og LeBron James.

Körfubolti
Fréttamynd

Kidd lætur skrautlegan skilnað ekki hafa áhrif á sig

Leikstjórnandinn magnaði Jason Kidd hjá New Jersey Nets lætur erfiðan hjónaskilnað ekki hafa áhrif á leik sinn með liðinu og í nótt fór hann á kostum þegar Nets lagði Chicago Bulls á útivelli í NBA deildinni. Þá var stórleikur í Phoenix þar sem heimamenn tóku á móti Cleveland, en sá leikur verður sýndur á Sýn í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Segir eiginkonuna hafa lamið sig í mörg ár

Ein skærasta stjarna NBA-deildarinnar, Jason Kidd, leikmaður New Jersey Nets, hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni til síðustu tíu ára. Málið hefur vakið mikla athygli vestra enda sakar Kidd eiginkonu sína um áralanga misnotkun, líkamlega sem andlega. Kidd sótti um skilnað degi eftir að hann fór fram á tímabundið nálgunarbann á eiginkonuna.

Körfubolti
Fréttamynd

O´Neal, Walker og Posey farnir að æfa með Miami

Meisturum Miami Heat hefur borist góður liðstyrkur það sem það er nú á miðju keppnisferðalagi um vesturströnd Bandaríkjanna, því þeir Shaquille O´Neal, Antoine Walker og James Posey mættu allir á æfingu liðsins þar sem það var statt í San Francisco í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Boykins á leið til Milwaukee

Minnsti leikmaðurinn í NBA deildinni, leikstjórnandinn Earl Boykins hjá Denver Nuggets, er á leið til Milwaukee Bucks ásamt framherjanum Julius Hodge í skiptum fyrir bakvörðinn Steve Blake. Þetta er fyrst og fremst ráðstöfun til að spara peninga af hálfu Denver, en Milwaukee liðið er í gríðarlegum meiðslavandræðum þessa dagana.

Körfubolti
Fréttamynd

Wade kemur Miami til bjargar

Hinn magnaði Dwyane Wade hjá meisturum Miami er kominn aftur á fulla ferð eftir að missa úr fjóra leiki vegna meiðsla og segist ekki hafa verið eins ferskur lengi. Það sýndi sig í nótt þegar hann tryggði Miami 107-103 sigur á Seattle með því að skora 14 af 29 stigum sínum á síðustu 8 mínútunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Webber á leið frá Philadelphia

Segja má að vorhreingerningarnar hefjist snemma hjá liði Philadelphia 76ers þetta árið en félagið er í þessum töluðu orðum að ganga frá því að kaupa framherjann Chris Webber út úr samningi sínum. Webber er 34 ára gamall og orðinn nokkuð lúinn sem leikmaður, en á hvorki meira né minna en 43 milljónir eftir á samningi sínum sem gildir út næsta keppnistímabil.

Körfubolti
Fréttamynd

Treyja Kobe Bryant orðin vinsælust á ný

Svo virðist sem vinsældir körfuboltamannsins Kobe Bryant séu aftur að ná hámarki, en samkvæmt nýjustu tölum frá Bandaríkjunum á hann nú söluhæstu keppnistreyjuna á markaðnum í dag. Bryant var á toppnum árið 2003, en Dwyane Wade hjá Miami hirti toppsætið árið 2005 og hafði haldið því síðan. Treyja LeBron James er í þriðja sætinu og liðsfélagarnir Allen Iverson og Carmelo Anthony hjá Denver eru í fjórða og fimmta sæti.

Körfubolti
Fréttamynd

Dallas vann góðan sigur í Utah

Dallas er komið aftur á sigurbraut eftir að liðið lagði keppinauta sína í Utah Jazz á útivelli 108-105 í hörkuleik í Salt Lake City. Dirk Nowitzki fór fyrir Dallas með 38 stigum en Carlos Boozer skoraði 29 stig fyrir Utah.

Körfubolti
Fréttamynd

Memphis - LA Lakers í beinni í nótt

Leikur Memphis Grizzlies og LA Lakers verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan eitt eftir miðnætti í nótt. Lið Lakers hefur verið á góðri siglingu undanfarið þrátt fyrir meiðsli lykilmanna og stöðvaði síðast ótrúlega sigurgöngu Dallas Mavericks.

Körfubolti
Fréttamynd

Houston lagði Chicago

Houston vann í nótt góðan 84-77 útisigur á Chicago í NBA deildinni og hefur liðið nú unnið 5 af 7 leikjum sínum síðan Yao Ming meiddist í síðasta mánuði. Tracy McGrady skoraði 31 stig fyrir Houston og var það sjötti leikurinn í röð sem hann skorar 31 stig eða meira. Ben Gordon skoraði 24 stig fyrir Chicago.

Körfubolti
Fréttamynd

Lakers stöðvaði sigurgöngu Dallas

Los Angeles Lakers naut aðstoðar óvæntrar hetju í nótt þegar liðið lagði Dallas Mavericks 101-98 á heimavelli sínum og stöðvaði þar með 13 leikja sigurgöngu Dallas. Það var Sasha Vujacic sem tryggði Lakers sigurinn með þriggja stiga körfu í lokin, en hann skoraði 16 stig í leiknum sem er persónulegt met.

Körfubolti
Fréttamynd

Stórleikur á NBA TV í nótt

Það verður sannkallaður stórleikur í beinni á NBA TV sjónvarpsrásinni á Fjölvarpinu í kvöld þegar Kobe Bryant og félagar í LA Lakers taka á móti eldheitu liði Dallas Mavericks sem hefur unnið 13 leiki í röð. Útsending hefst klukkan 2:30.

Körfubolti
Fréttamynd

Dallas vann stóran sigur í San Antonio

Dallas vann í nótt 13. sigurinn í röð í NBA deildinni þegar liðið skellti erkifjendum sínum í San Antonio 90-85 á útivelli. Leikurinn, sem sýndur var beint á Sýn, var æsispennandi allt til loka og nú hefur Dallas unnið þrjá leiki í röð í San Antonio.

Körfubolti
Fréttamynd

Raja Bell settur í bann

Bakvörðurinn Raja Bell verður ekki með liði Phoenix sem tekur á móti Miami Heat í NBA í kvöld eftir að hann var settur í eins leiks bann í kvöld fyrir að sparka í nýliðann Andrea Bargnani hjá Toronto í leik liðanna á miðvikudag. Það ætti þó ekki að koma að sök fyrir Phoenix gegn Miami í kvöld, því gestirnir verða líka mjög undirmannaðir.

Körfubolti
Fréttamynd

Risaslagur í beinni á Sýn í kvöld

Það verður sannkallaður risaslagur í beinni útsendingu Sýnar klukkan 1 í nótt þegar erkifjendurnir San Antonio Spurs og Dallas Mavericks eigast við í NBA deildinni. Liðin hafa mæst tvisvar í vetur og hvort lið hefur sigrað einu sinni. Þau áttust líka við í undanúrslitum Vesturdeildar síðasta vor þar sem Dallas hafði betur í sjö leikjum í einni bestu seríu úrslitakeppninnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Aftur vinnur Dallas 12 í röð

Dallas Mavericks vann í nótt sinn 12. leik í röð í NBA deildinni þegar liðið skellti Indiana á heimavelli 100-91. Þetta er í annað sinn á leiktíðinni sem Dallas vinnur 12 leiki í röð, sem er einstakur árangur á aðeins tveimur mánuðum. Liðið sækir San Antonio heim í nótt klukkan 1 í beinni á Sýn.

Körfubolti