NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Mikil dramatík í NBA í nótt

Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og spennan gríðarleg á nokkrum vígstöðvum. New York vann annan leikinn í röð um leið og lokaflautið gall og veðurguðirnir virðast vilja sjá Allen Iverson spila með Denver, því leik liðsins gegn Phoenix í gær var frestað vegna snjóstorms og því verður Iverson orðinn löglegur með liðinu þegar það mætir Phoenix.

Körfubolti
Fréttamynd

San Antonio - Memphis í beinni í nótt

Leikur San Antonio Spurs og Memphis Grizzlies verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan eitt eftir miðnætti í nótt. Staða þessara liða í deildinni er bókstaflega andstæð því San Antonio er á toppi deildarinnar með 19 sigra og 6 töp, en Memphis hefur aðeins unnið 6 leiki og tapað 19.

Körfubolti
Fréttamynd

Félagsmet hjá Phoenix

Phoenix Suns vann í nótt 15. leikinn í röð í NBA deildinni þegar liðið vann auðveldan sigur á Toronto Raptors á heimavelli sínum 115-98. Chicago Bulls tók á móti LA Lakers og vann 94-89.

Körfubolti
Fréttamynd

Chicago - LA Lakers í beinni í nótt

Leikur Chicago Bulls og LA Lakers verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan 1:30 í nótt. Þetta verður væntanlega hörkuleikur milli þessara gömlu stórliða, en bæði lið hafa verið á ágætu róli undanfarið.

Körfubolti
Fréttamynd

Allen Iverson fer til Denver

Skorarinn Allen Iverson sem leikið hefur með Philadelphia 76ers síðasta áratug er á leið til Denver Nuggets í skiptum fyrir Andre Miller, Joe Smith og valrétti Denver liðsins í nýliðavalinu á næsta ári. Skiptin hafa ekki verið staðfest formlega en líklega verður gengið frá lausum endum síðar í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

New York lagði Utah á flautukörfu

Fámennt lið New York gerði sér lítið fyrir og lagði Utah Jazz í framlengdum leik á NBA TV í nótt þar sem Stephon Marbury tryggði New York 97-96 sigur með sniðskoti um leið og leiktíminn leið. Utah hafði feikna yfirburði í upphafi leiks og stefndi í stórtap New York, en gestirnir spiluðu sinn versta leik á tímabilinu eftir það og heimamenn gengu á lagið og höfðu sigur.

Körfubolti
Fréttamynd

New York - Utah í beinni á NBA TV í kvöld

Lið New York Knicks mætir undirmannað til leiks klukkan hálf eitt í nótt þegar það tekur á móti Utah Jazz í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu. Þeir Mardy Collins, Nate Robinson og Jared Jeffries hjá New York verða allir í leikbanni í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Anthony fær 15 leikja bann

Framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver Nuggets í NBA deildinni var í dag settur í 15 leikja keppnisbann fyrir að vera í aðalhlutverki í slagsmálunum sem brutust út á leik New York Knicks og Denver á laugardagskvöldið. Alls þurfa leikmennirnir sem tóku þátt í látunum að sitja af sér 47 leikja bann.

Körfubolti
Fréttamynd

Gilbert Arenas skoraði 60 stig gegn Lakers

Gilbert Arenas fór hamförum með liði Washington Wizards í nótt þegar liðið sigraði LA Lakers 147-141 í framlengdum leik í Staples Center í Los Angeles. Arenas skoraði 60 stig fyrir Washington og var lykilmaðurinn á bak við góðan sigur liðsins í frábærum leik sem sýndur var beint á NBA TV á Fjölvarpinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Phoenix jafnaði félagsmet

Phoenix Suns vann í nótt 14. leikinn í röð í NBA deildinni í körfubolta þegar liðið skellti Sacramento 105-98 á útivelli. Á sama tíma tapaði Philadelphia 11. leiknum í röð í tapi gegn San Antonio 103-98, en eins og áður kom fram hér á vísi logaði leikur New York og Denver í slagsmálum áður en gestirnir sigruðu 123-100.

Körfubolti
Fréttamynd

Madison Square Garden logaði í slagsmálum

Leikur New York Knicks og Denver Nuggets í NBA deildinni í nótt breyttist úr körfuboltaleik í hnefaleikakeppni á lokamínútunum. Tíu leikmönnum var vísað úr húsi og á stigahæsti leikmaður deildarinnar Carmelo Anthony líklega yfir höfði sér langt keppnisbann fyrir lúalegt hnefahögg.

Körfubolti
Fréttamynd

Miami - Memphis í beinni í kvöld

Meistarar Miami Heat taka á móti Memphis Grizzlies í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni í kvöld klukkan hálf eitt. Bæði lið hafa átt mjög erfitt uppdráttar það sem af er vetri, en Dwyane Wade hjá Miami og Pau Gasol hjá Memphis snúa aftur eftir meiðsli í kvöld og því má eiga von á skemmtilegum leik.

Körfubolti
Fréttamynd

13 sigrar í röð hjá Phoenix

Phoenix Suns hélt áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í NBA deildinni í nótt þegar liðið lagði Golden State á heimavelli 105-101 og vann þar sinn 13. leik í röð. Amare Stoudemire skroaði 25 stig fyrir Phoenix og Boris Diaw náði fyrstu þrennu sinni í vetur með 21 stigi, 14 fráköstum og 10 stoðsendingum. Monta Ellis skoraði 24 stig fyrir Golden State.

Körfubolti
Fréttamynd

Denver að landa Iverson?

Þær fréttir berast nú frá Bandaríkjunum að Denver sé í þann mund að ná í gegn með leikmannaskipti sem myndu færa þeim leikstjórnandann Allen Iverson frá Philadelphia. Fimm lið eru sögð koma að skiptunum og því er haldið fram að málið verði jafnvel klárað í kvöld. Iverson er sem stendur búinn að fá flest atkvæði allra leikmanna í Austudeildinni í Stjörnuleikinn í febrúar nk.

Körfubolti
Fréttamynd

Cleveland - Seattle í beinni á Sýn í kvöld

Leikur Cleveland Cavaliers og Seattle Supersonics verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan hálf eitt eftir miðnætti í kvöld. Cleveland hefur unnið fjóra heimaleiki í röð og tíu af tólf alls, sem er besti árangur í Austurdeildinni. Mikil meiðsli eru í herbúðum Seattle sem hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á keppnisferðalagi á austurströndinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Davis tryggði Golden State sigur á Houston

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Golden State lagði Houston 109-107 þar sem þriggja stiga karfa Baron Davis þegar 1,2 sekúndur voru eftir tryggði Golden State sigurinn. Davis skoraði 34 stig í leiknum en Yao Ming átti líka frábæran leik hjá Houston með 38 stigum og 18 fráköstum.

Körfubolti
Fréttamynd

New Orleans - San Antonio í beinni í kvöld

Það verður skemmtilegur leikur í beinni útsendingu á NBA TV á Fjölvarpinu þegar New Orleans tekur á móti San Antonio Spurs klukkan 2:30 í nótt. Þá er rétt að minna um leið á leik Cleveland Cavaliers og Seattle Supersonics sem sýndur verður beint á Sýn annað kvöld klukkan 1:30 eftir miðnætti.

Körfubolti
Fréttamynd

Tólf sigrar í röð hjá Phoenix

Phoenix Suns vann í nótt 12. sigurinn í röð í NBA deildinni þegar liðið vann sigur á meisturum Miami Heat á útivelli 99-89. Þetta er næst lengsta sigurhrina Phoenix í sögu félagsins og lauk það fimm leikja ferðalagi sínu um austurströndina með glæsibrag. Shaquille O´Neal og Dwyane Wade léku ekki með Miami í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

LA Clippers - Utah í beinni í nótt

Þrettán leikir eru á dagskrá í NBA deildinni í kvöld og verður leikur LA Clippers og Utah Jazz sýndur beint á NBA TV á Fjölvarpinu klukkan 3:30 í nótt. Þá bíður meistara Miami það verðuga verkefni að stöðva 11 leikja sigurgöngu Phoenix Suns og verða meistararnir án Dwyane Wade sem missir af leiknum eftir harkalega heimsókn til tannlæknis.

Körfubolti
Fréttamynd

Paul Arizin látinn

Bandaríska körfuboltagoðsögnin Paul Arizin sem fyrir nokkrum árum var útnefndur einn af 50 bestu leikmönnum í sögu NBA deildarinnar, lést á heimili sínu í Philadelphia gærkvöldi, 78 ára að aldri. Arizin var kosinn besti leikmaður deildarinnar árið 1952 og var einn fyrsti maðurinn til að notast við stökkskotið á sínum tíma, en það er nú undirstöðuatriði allra körfuboltaiðkenda.

Körfubolti
Fréttamynd

Lakers lagði Houston

LA Lakers vann góðan útisigur á Houston Rockets í NBA deildinni í nótt 102-94, en bæði lið voru án lykilmanna. Houston var án Tracy McGrady sem verður frá um óákveðinn tíma vegna bakmeiðsla, en Lamar Odom meiddist á hné hjá Lakers og verður líklega frá í um mánuð. Kobe Bryant skoraði 23 stig fyrir Lakers en Yao Ming var með 26 fyrir Houston.

Körfubolti
Fréttamynd

Iverson sagði nei við Charlotte

Kapphlaupið um Allen Iverson er nú komið á fullt í NBA deildinni og heimildir frá Bandaríkjunum herma að nú sé eitt félag formlega út úr myndinni í þeim efnum. Philadelphia er sagt hafa samþykkt tilboð frá Charlotte Bobcats í leikmanninn, en þangað vildi hann ekki fara og því varð ekkert af þeim viðskiptum.

Körfubolti
Fréttamynd

Paul Pierce brotlenti á fæti Wayne Rooney

Framherjinn Paul Pierce hjá Boston Celtics var nálægt því að komast í heimsfréttirnar í gær þegar hann kastaði sér á eftir bolta inn í áhorfendastæðin á leik New York og Boston í NBA deildinni, en þá lenti hann á ristinni á knattspyrnumanninum Wayne Rooney sem sat ásamt unnustu sinni og horfði á leikinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Sloan kominn í úrvalshóp þjálfara

Jerry Sloan, þjálfari Utah Jazz í NBA deildinni, komst í gær í sannkallaðan úrvalshóp þjálfara þegar lið hans burstaði Dallas á heimavelli sínum í Salt Lake City. Þetta var þúsundasti sigurleikur Sloan á ferlinum en aðeins fjórir aðrir þjálfarar hafa náð þeim áfanga.

Körfubolti
Fréttamynd

Gamli boltinn notaður á ný í janúar

David Stern, yfirmaður NBA deildarinnar í körfubolta, hefur nú viðurkennt ósigur sinn og staðfesti í gær að gamli leðurboltinn verði tekinn fram að ný þann 1. janúar næstkomandi eftir að allar helstu stjörnur deildarinnar lýstu yfir óánægju sinni með nýja gerviefnaboltann.

Körfubolti
Fréttamynd

Ellefu sigrar í röð hjá Phoenix

Phoenix vann í nótt ellefta leik sinn í röð í NBA deildinni í körfubolta þegar liðið skellti Orlando á útivelli 103-89. Amare Stoudemire skoraði 30 stig fyrir Phoenix í leiknum. Þá vann Utah auðveldan sigur á Dallas 101-79 og færði Jerry Sloan þjálfara þúsundasta sigurleikinn á ferlinum. Carlos Boozer skoraði 31 stig og hirti 11 fráköst fyrir Utah, en Dirk Nowitzki skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst fyrir Dallas.

Körfubolti
Fréttamynd

Orlando - Phoenix í beinni á miðnætti

Það má reikna með fyrsta flokks skemmtun á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu í kvöld þar sem leikur kvöldsins verður viðureign Orlando Magic og Phoenix Suns. Leikurinn hefst á miðnætti og fróðlegt verður að sjá hvernig heitasta liðinu í NBA í dag, Phoenix, vegnar gegn ungu og skemmtilegu liði Orlando.

Körfubolti
Fréttamynd

LA Lakers lagði San Antonio

Los Angeles Lakers vann í nótt góðan sigur á San Antonio Spurs 106-99 á heimavelli sínum Staples Center í Los Angeles, en lið Spurs hafði unnið fjóra leiki í röð. Kobe Bryant skoraði 34 stig fyrir Lakers og Lamar Odom skoraði 18 stig, hirti 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Manu Ginobili skoraði 23 stig af bekknum fyrir Spurs.

Körfubolti
Fréttamynd

Nelson náði 1200. sigrinum

Don Nelson, þjálfari Golden State Warriors í NBA deildinni, varð í nótt annar þjálfarinn í sögu NBA deildarinnar til að vinna 1200 leiki á ferlinum þegar lið hans lagði New Orleans 101-80. Aðeins Lenny Wilkens hefur unnið fleiri leiki á þjálfunarferlinum en hann á að baki 1332 sigra og er fyrir nokkru hættur að þjálfa.

Körfubolti
Fréttamynd

Yao Ming kláraði Washington

Kínverski risinn Yao Ming fór á kostum og skoraði 23 af 38 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Houston lagði Washington 114-109 á útivelli í NBA deildinni í nótt. Hann hirti auk þess 11 fráköst og varði 6 skot. Gilbert Arenas skoraði 41 stig fyrir Washington í þessum fjöruga leik sem sýndur var beint á NBA TV á Fjölvarpinu.

Körfubolti