NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Orlando vinnur enn á útivelli

Það var nóg um að vera í NBA deildinni í nótt eins og venjulega þar sem átta leikir voru á dagskrá. Orlando hefur unnið 10 af 12 útileikjum sínum í upphafi leiktíðar eftir góðan sigur á Lakers í Los Angeles í nótt 104-89.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: New Orleans vann Dallas

New Orleans Hornets vann Dallas Mavericks í nótt í fyrsta skipti í 22 leikjum liðanna. Þetta var fyrsti sigur New Orleans á Dallas síðan 1999 en framlengja þurfti leikinn í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Nóg um að vera í NBA í nótt

Aðdáendur NBA körfuboltans fá nóg fyrir sinn snúð í sjónvarpinu í kvöld. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með útsendingu frá leik Golden State og Houston frá því í gærkvöldi klukkan 23:35 í kvöld og klukkan 2 í nótt verður svo bein útsending á NBA TV á Fjölvarpinu frá stórleik Phoenix og Orlando.

Körfubolti
Fréttamynd

Jackson framlengir við Lakers

Phil Jackson, þjálfari LA Lakers í NBA deildinni, tilkynnti í gær að hann væri búinn að samþykkja að framlengja samning sinn við félagið til tveggja ára. Hann verður því á mála hjá Lakers út leiktíðina 2010.

Körfubolti
Fréttamynd

Varejao vill ekki spila með Cleveland

Brasilíski leikmaðurinn Anderson Varejao spilaði stórt hlutverk hjá Cleveland Cavaliers þegar liðið fór öllum að óvörum í lokaúrslit NBA deildarinnar síðasta vor. Hann hefur líklega spilað sinn síðasta leik fyrir félagið.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Utah vann Detroit

Utah Jazz vann sinn tíunda sigurleik á tímabilinu í NBA-deildinni og þann þriðja í röð er liðið vann sigur á Detroit Pistons, 103-93, á útivelli.

Körfubolti
Fréttamynd

Allt um NBA í nótt: Boston lagði Lakers

Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Boston vann 10. leikinn sinn á tímabilinu með því að skella gömlu erkifjendunum sínum í LA Lakers á heimavelli 107-94 og er með besta árangur allra liða í deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Sigurganga Orlando stöðvuð í Texas

Orlando tapaði í nótt sínum fyrsta útileik á leiktíðinni í NBA deildinni þegar liðið lá fyrir San Antonio Spurs í Texas 128-110. San Antonio setti félagsmet í leiknum og tapaði aðeins þremur boltum allan leikinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Skotsýning frá Nowitzki bjargaði Dallas

Dallas átti bestu endurkomu í sögu félagsins í NBA deildinni í nótt þegar liðið lenti 24 stigum undir gegn Toronto á heimavelli en tryggði sér sigur 105-99 með ótrúlegum spretti í þriðja leikhlutanum.

Körfubolti
Fréttamynd

Rak alla leikmennina af æfingu

Spennan í kring um Isiah Thomas þjálfara New York er gríðarlega þessa dagana og margir spá því að hann verði rekinn á næstu dögum. Liðið hefur tapað sex leikjum í röð og Thomas rak alla leikmenn liðsins út af æfingu í gær því honum þótti þeir ekki vera að leggja sig fram.

Körfubolti
Fréttamynd

Charlotte og Orlando fara vel af stað

Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Charlotte Bobcats lagði Portland 101-92 og hefur unnið 6 af fyrstu 10 leikjum sínum í vetur. Það er besti árangur þessa nýjasta félags í deildinni til þessa.

Körfubolti
Fréttamynd

Ofurlið Chicago féll líka fyrir Orlando

Mikið hefur verið rætt um góða byrjun Boston Celtics í NBA deildinni í haust en liðið tapaði sínum fyrsta leik fyrir Orlando í nótt. Sumir voru byrjaðir að líkja liði Boston við ógnarsterkt lið Chicago Bulls sem vann 72 leiki í deildarkeppninni fyrir 12 árum.

Körfubolti
Fréttamynd

Fyrsta tap Boston Celtics

Boston Celtics tapaði fyrsta leik sínum í NBA deildinni í nótt þegar liðið lá naumlega fyrir Orlando á útivelli í æsispennandi og sveiflukenndum leik 104-102.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Phoenix vann Houston

Phoenix Suns vann sinn fimmta leik í röð í nótt þegar liðið vann góðan sigur á Houston Rockets, 115-105. Þetta var hins vegar fjórði tapleikur Houston í röð en þeir sakna greinilega Tracy McGrady sárt en hann er frá vegna meiðsla.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Boston enn taplaust

Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Boston Celtics vann sinn áttunda leik í röð þegar liðið vann nauman sigur á Miami Heat, 92-91, í æsispennandi leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Hanskinn hættur

Kjaftaskurinn Gary Payton segist vera nokkuð viss um að hann sé hættur að spila körfubolta eftir glæsilegan feril í NBA deildinni. Hann hefur ekki miklar mætur á fyrrum þjálfara sínum Pat Riley.

Körfubolti
Fréttamynd

Neitaði Bryant að fara til Detroit?

Útvarpsstöð í Detroit greindi frá því í kvöld að LA Lakers og Detroit Pistons hafi á þriðjudagskvöldið komist að samkomulagi um leikmannaskipti sem hefðu sent Kobe Bryant til Detroit.

Körfubolti