Forgangsatriði hjá Lakers að semja við Kobe Forráðamenn LA Lakers ætla að leggja allt undir til þess að halda stórstjörnu liðsins, Kobe Bryant, áfram hjá félaginu. Körfubolti 27. október 2013 09:00
Bulls mun ekki halda aftur af Rose NBA-deildin fer á fullt í næstu viku og þá loksins fá NBA-aðdáendur að sjá Derrick Rose, leikmann Chicago Bulls, aftur á parketinu. Körfubolti 25. október 2013 11:30
Arenas segist skeina sér með peningaseðlum Körfuboltastjarnan Gilbert Arenas tók klósetthúmor upp í nýjar hæðir er hann birti mynd af þykku seðlabúnti þar sem klósettrúllan á að vera. Körfubolti 18. október 2013 22:30
Segið LeBron að hafa áhyggjur af Miami Ummæli LeBron James um þá Kevin Garnett og Paul Pierce á dögunum fóru illa í leikmennina. James gagnrýndi þá fyrir að yfirgefa Boston en þeir gagnrýndu Ray Allen mikið er hann fór frá Boston á sínum tíma. Körfubolti 18. október 2013 15:15
Rose fór á kostum í endurkomu sinni í United Center Aðdáendur Chicago Bulls tóku gleði sína á ný í nótt er Derrick Rose spilaði sinn fyrsta heimaleik fyrir félagið í langan tíma. Þá voru liðnir 537 dagar síðan hann spilaði síðast í United Center. Körfubolti 17. október 2013 17:30
Mutombo ætlar að fara með NBA til Afríku Dikembe Mutombo, einn af frægari miðherjum í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta, sagði BBC frá því að á stefnuskránni sé að fara með NBA-lið til Afríku á næstunni. Körfubolti 8. október 2013 23:30
Rose snéri aftur á völlinn eftir 17 mánaða fjarveru Derrick Rose leikstjórnandi Chicago Bulls í NBA körfuboltanum lék sinn fyrsta leik í 17 mánuði í nótt þegar hann snéri aftur á völlinn í fyrsta æfingaleik Bulls fyrir komandi tímabil. Körfubolti 6. október 2013 13:30
Chris Mullin er ennþá frábær skotmaður Chris Mullin er orðinn fimmtugur en hann sýndi leikmönnum Sacramento Kings á dögunum af hverju hann er talinn vera í hópi bestu skotmanna sem hafa spilað í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 4. október 2013 23:15
Kobe Bryant til Þýskalands í læknismeðferð Körfuboltamaðurinn Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers leitar nú allra ráða til þess að ná sem fyrst fullum styrk eftir að hafa slitið hásin í apríl á síðasta tímabili. Það var mikil bjartsýni hjá kappanum fyrr í sumar en það hefur dregið aðeins úr henni upp á síðkastið. Nýjust fréttirnar af Bryant eru þó ekki af hásinarvandamálum leikmannsins. Körfubolti 4. október 2013 22:30
Jason Kidd byrjar þjálfaraferillinn í tveggja leikja banni Jason Kidd, nýráðinn þjálfari NBA-körfuboltaliðsins Brooklyn Nets, þarf að byrja þjálfaraferilinn sinn í leikbanni. NBA ákvað í dag að dæma Kidd í tveggja leikja bann fyrir að keyra undir áhrifum í sumar. Körfubolti 4. október 2013 20:15
Kevin Durant og allt OKC-liðið í Leifsstöð Það er orðið nokkuð algengt að stórstjörnur í NBA-deildinni millilendi í Keflavík á leið sinni til Evrópu. Körfubolti 4. október 2013 18:45
1,65 metrar á hæð en kenndi sjálfum sér að troða "Ég er bara strákur úr smábæ í Ohio. Allir sögðu mér að leggja hart að mér en ég efaðist og ekkert gerðist. En svo allt í einu… búmm. Allt er mögulegt.“ Körfubolti 2. október 2013 22:00
Michael Jordan: Ég hefði unnið LeBron James Michael Jordan er að flestra mati besti körfuboltamaður allra tíma en hann fór á kostum í NBA-deildinni á níunda og tíunda áratugnum og vann meðal annars sex meistaratitla með Chicago Bulls. Körfubolti 1. október 2013 23:30
LeBron hefði farið í Ohio State Hefði LeBron James farið eitt ár í háskóla hefði ríkisháskólinn í Ohio, Ohio State, orðið fyrir valinu. Þau skilaboð sendi körfuknattleikskappinn fyrir fullu húsi í St. John höllinni í Columbus á dögunum. Körfubolti 1. október 2013 22:45
Westbrook þurfti að fara í aðra hnéaðgerð Russell Westbrook, leikstjórnandi Oklahoma City Thunder, missir af fyrstu vikum körfuboltatímabilsins eftir að hann þurfti að fara í aðgerð á hné. Westbrook er einn af bestu leikmönnum NBA-deildarinnar. Körfubolti 1. október 2013 22:00
Breyting á fyrirkomulagi úrslitaeinvígisins í NBA Líklega mun NBA-deildin breyta fyrirkomulagi sínu á úrslitakeppninni á næstu dögum eða réttara sagt aðeins á úrslitaeinvíginu sjálfu. Körfubolti 30. september 2013 20:30
Skórnir úr flensuleiknum 1997 til sölu Einn af frægustu körfuboltaleikjum allra tíma er leikur 5 í NBA úrslitunum 1997 þegar Michael Jordan spilaði þrátt fyrir að vera fárveikur og skoraði 38 stig í leiknum. Körfubolti 29. september 2013 23:00
Spoelstra framlengir við Miami Erik Spoelstra hefur verið hjá Miami Heat í næstum tvo áratugi og hann er ekkert á förum á næstunni. Spoelstra hefur skrifað undir nýjan samning við félagið um að þjálfa lið þess næstu árin. Körfubolti 29. september 2013 20:15
Óvíst er hvenær Kobe snýr aftur á völlinn Kobe Bryant var viðstaddur í æfingarstöð Los Angeles Lakers í gær þegar fyrstu æfing liðsins fyrir komandi tímabil fór fram. Kobe sleit hásin seint á síðasta tímabili og hefur mikið verið rætt um vilja hans til að snúa aftur sem fyrst. Þratt fyrir að endurhæfingin gangi vel byrjar hann ekki að æfa strax með liðinu. Körfubolti 29. september 2013 11:00
Bulls mun fara sparlega með Rose Það eru um sautján mánuðir síðan Derrick Rose lék síðast fyrir Chicago Bulls í NBA-deildinni og biðin er orðin ansi erfið fyrir stuðningsmenn félagsins. Körfubolti 28. september 2013 21:00
Odom rýfur þögnina Það er illa komið fyrir körfuboltakappanum Lamar Odom. Hann hefur verið stjórnlaus síðustu vikur. Sagður vera þunglyndur og á kafi í vímuefnaneyslu. Körfubolti 25. september 2013 18:00
Kobe Bryant á Klakanum Körfuknattleikskappinn Kobe Bryant kom við á Keflavíkurflugvelli í gær á leið sinni til Dubai. Körfubolti 25. september 2013 16:02
Gælunöfn á NBA-treyjurnar Forsvarsmenn NBA-deildarinnar hafa í hyggju að láta leikmenn Miami Heat og Brooklyn Nets bera gælunöfn á treyjum sínum á næstu leiktíð. Körfubolti 24. september 2013 15:00
Shaq kaupir hlut í Kings NBA-goðsögnin Shaquille O'Neal gerði mikið grín að liði Sacramento Kings er hann var að spila í NBA-deildinni. Þá kallaði hann liðið meðal annars "Queens", eða drottningar í stað kónga. Körfubolti 24. september 2013 13:30
Metta World Peace: Lakers-liðið fer alla leið í úrslitin Metta World Peace, fyrrum leikmaður Los Angeles Lakers og núverandi leikmaður New York Knicks, hefur trú á sínum gömlu félögum þótt að liðið hafi misst mikið í sumar. Hann spáir því að Lakers vinni Vesturdeildina. Körfubolti 20. september 2013 23:45
Jay-Z selur hlut sinn í Nets Ástarævintýri rapparans Jay-Z og Brooklyn Nets er lokið. Rapparinn er þegar byrjaður að selja hlut sinn í félaginu og heimavelli félagsins, Barclays Center. Körfubolti 19. september 2013 12:45
Fuglamaðurinn er enginn barnaníðingur Eftir fimmtán mánaða rannsókn á meintu kynferðisbroti Chris "Birdman" Andersen hefur körfuboltamaðurinn verið sýknaður. Hann lenti í mjög sérstöku máli sem er í anda þess sem ruðningsleikmaðurinn Manti Te'o lenti í. Körfubolti 19. september 2013 11:15
Lakers með nýjan "Hollywood" búning Los Angeles Lakers frumsýndi í nótt nýjan búning félagsins sem er einfaldlega kallaður "Hollywood Nights". Körfubolti 19. september 2013 09:45
Brooklyn Nets braut ekki reglur þegar liðið samdi við Kirilenko Rússinn Andrei Kirilenko samdi í sumar við Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta en hann spilaði síðast með liði Minnesota Timberwolves. Kirilenko átti kost á því að gera nýjan og miklu hagstæðari samning við Minnesota en valdi frekar að fara til Brooklyn Nets fyrir miklu minni pening. Körfubolti 17. september 2013 23:45
Fjórtán eigendur NBA-liða meðal þeirra ríkustu í Bandaríkjunum Forbes hefur gefið út listann yfir ríkustu Bandaríkjamennina og þar vekur athygli að fjórtán eigendur NBA-liða eru inn á topp 400 listanum en sá ríkasti er eigandi Portland Trail Blazers. Enski boltinn 16. september 2013 23:45