Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Hefja tökur í geimnum í næstu viku

Þriðjudaginn í næstu viku (5. október) veður geimfara, leikkonu og leikstjóra skotið út í geim frá Baikonur í Kasakstan. Þau munu svo koma sér fyrir í alþjóðlegu geimstöðinni og taka upp kvikmynd. Þá fyrstu sem tekin verður upp í geimnum.

Erlent
Fréttamynd

Yrsa til­nefnd til bók­mennta­verð­launa á Bret­landi

Bókin Gatið eftir rithöfundinn Yrsu Sigurðardóttur hefur veri ð tilnefnd til Petrona verðlaunanna í Bretlandi, sem veitt eru bestu norrænu glæpasögunni. Yrsa hefur hlotið verðlaunin áður, árið 2015 fyrir Rakið og var tilnefnd til verðlaunanna fyrir Aflausn í fyrra.

Menning
Fréttamynd

Herra Hnetu­smjör fann ástina í með­ferð

Herra Hnetusmjör kynntist ástinni lífi sínu, Söru Linneth, í meðferð á Vogi. Þau segjast bæði hafa verið á versta tímapunkti í sínu lífi og hafði þeim verið ráðlagt frá því að vera að stinga saman nefjum. Unga parið lét þó ekki segjast og hafa í dag tekið edrúmennskuna föstum tökum og eiga von á sínu öðru barni saman.

Lífið
Fréttamynd

Debbie Harry var lengi á leiðinni til Íslands

Tónlistar- og kvikmyndaleikkonan Debbie Harry segir lengi hafa staðið til að koma til Íslands og langar að halda tónleika hér á næsta ári. Í þetta skipti er hún hins vegar komin vegna sýningar stuttmyndar um tónleikaferðalag hljómsveitarinnar Blondie til Kúbu á RIFF kvikmyndahátíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Hafið það nógu vel kæst

Hel Freðinn hrynjandi og rammar rímur á kjarnyrtri og góðri frónlensku. Hljómar sem hylli en heimamenn geta glaðst. 

Albumm
Fréttamynd

R&B-stjarnan Andrea Martin er látin

Bandaríski lagasmiðurinn, söngkonan og tónlistarframleiðandinn Andrea Martin er látin, 49 ára að aldri. Greint var frá fráfalli Martin á Instagram-síðu söngkonunnar.

Lífið
Fréttamynd

R. Kel­ly sak­felldur

Tónlistarmaðurinn R. Kelly var fyrir stundu sakfelldur fyrir fjölda brota, sem lutu meðal annars að kynferðislegri misnotkun á börnum, mútum, mannráni og mansali.

Erlent
Fréttamynd

Fann bassastefið í draumi

Fríða Dís sendi á dögunum frá sér lagið The Key to My Future Heart en lagið verður að finna á væntanlegri breiðskífu hennar sem er í smíðum. Í laginu kveður við nýjan tón en aðstæðurnar sem lagið var samið við voru heldur óvenjulegar.

Albumm
Fréttamynd

Wire-stjarnan lést úr ofskammti af eiturlyfjum

Réttarmeinafræðingur í New York hefur úrskurðað að Michael K. Williams, leikarinn sem var helst þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni The Wire, hafi látist af því að hafa tekið óvart of stóran skammt af blöndu eiturlyfja og lyfja.

Erlent
Fréttamynd

Býður ekki upp á vel­líðunarnasl fyrir hræddar sálir

Guðni Elísson prófessor í bókmenntafræði hefur sent frá sér skáldsögu og því er haldið fram hér fullum fetum að um stórtíðindi sé að ræða. Bókin er doðrantur, 800 síður og marglaga. Um leið og þetta er algjör veisla fyrir bókmenntafræðinga; þaulhugsuð bygging og ótal skírskotanir til bókmenntasögunnar er hún eins og Nafn Rósarinnar eftir Umberto Eco spennusaga á yfirborðinu.

Menning