Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Ronaldo fær frí á miðvikudag

    Ungstirnið Cristiano Ronaldo fær frí frá leik Manchester United og Villareal á Spáni á miðvikudagskvöldið, vegna fráfalls föður hans á dögunum. Ronaldo var ekki með liði sínu í jafnteflinu gegn grannaliðinu Manchester City á laugardaginn og Alex Ferguson ætlar að gefa honum lengri tíma til að jafna sig.

    Sport
    Fréttamynd

    Meistaradeildin er betri en HM

    Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Meistaradeild Evrópu sé sterkari og skemmtilegri keppni en sjálft Heimsmeistaramótið í knattspyrnu.

    Sport
    Fréttamynd

    Mourinho segir riðilinn erfiðan

    Jose Mourinho viðurkenndi fúslega að riðillinn sem Chelsea leikur í í Meistaradeild Evrópu sé mjög erfiður og bendir á að liðið muni þurfa á sínu besta til að komast áfram.

    Sport
    Fréttamynd

    Dregið í riðla í Meistaradeildinni

    Sterkustu knattspyrnulið Evrópu bíða nú í ofvæni eftir að dregið verði í riðla í Meistaradeildinni en drátturinn fer fram í dag kl. 14 að íslenskum tíma. Athygli vekur að Englandsmeistarar Chelsea eru ekki í efsta styrkleikaflokki enda hefur Jose Mourinho knattspyrnustjóri látið UEFA hafa það óþvegið í fjölmiðlum í morgun.

    Sport
    Fréttamynd

    Dregið í riðla í meistaradeildinni

    Í dag klukkan 14 að íslenskum tíma verður dregið í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu. 32 lið eru í pottinum, helmingur þeirra gekk í gegnum forkeppnina en hinn helmingurinn kemur beint inn í keppnina á þessu stigi. Örlög Evrópumeistara Liverpool eru spennandi en svo gæti farið að liðið dragist í sama riðil og Englandsmeistarar Chelsea.

    Sport
    Fréttamynd

    Þeir bestu heiðraðir hjá UEFA

    Chelsea skartar tveimur leikmönnum sem valdir voru bestu leikmennirnir í sinni stöðu á síðasta tímabili í Meistaradeild Evrópu á verðlaunaafhendingu sem var að ljúka á vegum UEFA í Mónakó. Þar stendur nú yfir drátturinn í riðlakeppni deildarinnar þetta tímabilið og verða niðurstöður hans birtar innan skamms. Besti sóknarmaðurinn var valinn...

    Sport
    Fréttamynd

    Liverpool og Chelsea saman í riðli

    Liverpool og Chelsea verða saman í dauðariðlinum (G) í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en Paolo Maldini fyrirliði AC Milan dró í riðlana í Mónakó nú síðdegis. Diego Forlan mætir sínum gömlu félögum í Man Utd sem dróst í riðil með Villareal. AC Milan lenti í riðli með PSV og nýliðar í Meistaradeildinni í Thun frá Sviss lenda á riðli með Arsenal.

    Sport
    Fréttamynd

    Dregið í riðla í meistaradeildinni

    Í dag klukkan 14 að íslenskum tíma verður dregið í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu. 32 lið eru í pottinum, helmingur þeirra gekk í gegnum forkeppnina en hinn helmingurinn kemur beint inn í keppnina á þessu stigi. Örlög Evrópumeistara Liverpool eru spennandi en svo gæti farið að liðið dragist í sama riðil og Englandsmeistarar Chelsea.

    Sport
    Fréttamynd

    United yfir í hálfleik

    Manchester United er að vinna Debrechen frá Ungverjalandi á útivelli 1-0 í hálfleik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Gabriel Heinze gerði mark United manna á á 20. mínútu. Þetta er seinni leikur liðanna, United vann fyrri leikinn á heimavelli sínum 3-0.

    Sport
    Fréttamynd

    Sannfærandi sigur United manna

    Manchester United sigraði Debrechen frá Ungverjalandi 3-0 ytra í 3.umferð forkeppni  Meistaradeildar Evrópu. United eru því komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Gabriel Heinze gerði fyrri tvö mörk United og Kieran Richardson það þriðja. Sjá úrslit og stöðu í öðrum leikjum...

    Sport
    Fréttamynd

    Árni Gautur tapaði í vítakeppni

    Árna Gauti Arasyni, landsliðsmarkverði tóks ekki að tryggja norska félagi sínu Välerenga hundruðir milljóna króna í kvöld þegar lið hans tapaði fyrir belgíska liðinu Club Brugge í vítaspyrnukeppni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn sjálfur fór 1-0 fyrir Club Brugge en Välerenga vann fyrri leikinn 1-0 í Osló.

    Sport
    Fréttamynd

    Collina kom Villareal áfram

    Leikmenn spænska liðsins Villareal geta þakkað ítalska dómaranum Pierluigi Collina fyrir að vera komnir í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Collina dæmdi fullkomlega löglegt mark af Everton í stöðunni 1-1 en hefði markið staðið hefði staða liðanna í einvígi þeirra verið jöfn.Villareal sigrðai leikinn að lökum 2-1 en markið skoruðu þeir eftir..

    Sport
    Fréttamynd

    Egill dæmir í UEFA keppninni

    Egill Már Markússon verður dómari í síðari viðureign pólska liðsins Wisla Plock og Grasshoppers frá Sviss í UEFA-bikarnum, en liðin mætast á Gorskiego-leikvanginum í Plock á fimmtudag. Aðstoðardómarar verða þeir Gunnar Gylfason og Ingvar Guðfinnsson, og fjórði dómari verður Erlendur Eiríksson.

    Sport
    Fréttamynd

    Soffía sigraði Evrópumeistarana

    CSKA Soffía sigraði Liverpool  1-0 á Anfield í 3.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liverpool fer þó áfram því liðið vann fyrri viðureign liðanna 3-1. Þetta eru mjög óvænt úrslit því afar fáheyrt er að Evrópumeistarar tapi fyrir liði eins og CSKA Soffíu, en KA sem nú er í íslensku 1. deildinni sigraði CSKA  á heimavelli fyrir 15 árum.

    Sport
    Fréttamynd

    Liverpool undir í hálfleik

    CSKA frá Soffíu er að vinna Liverpool 1-0 í hálfleik á Anfield í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Stuðningsmenn Liverpool geta þó andað léttar því liðið vann fyrri leik liðanna 3-1 í Soffíu.

    Sport
    Fréttamynd

    Sofia sektað fyrir Cisse-atvikið

    Búlgarska knattspyrnufélagið CSKA Sofia hefur verið sektað um 19.500 evrur vegna kynþáttaeineltis sem sóknarmaður Liverpool, Djibril Cisse varð fyrir í leik liðanna á dögunum. Sektin jafngildir um einni og hálfri milljón íslenskra króna.

    Sport
    Fréttamynd

    Sá besti sem við gátum fengið

    Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea segir að miðjumaðurinn Michael Essien fullkomni Chelsea liðið og hann sé besti leikmaður í sinni stöðu sem hægt hafi verið að fá. Essien er 22 ára og kostaði Chelsea 24,4 milljónir punda sem er félagsmet.

    Sport
    Fréttamynd

    Carvalho biður Mourinho afsökunar

    Ricardo Carvalho varnarmaður Chelsea hefur beðið Jose Mourinho afsökunar á ummælum sínum eftir leikinn gegn Wigan í úrvalsdeildinni um helgina. Þrátt fyrir afsökunarbeiðnina er reiknað með því að hann verði sektaður um tveggja vikna laun.

    Sport
    Fréttamynd

    Mörkin í símann

    Allir GSM viðskiptavinir Og Vodafone eiga nú kost á því að skoða mörkin úr ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu á þessu keppnistímabili. Þjónustan gefur knattspyrnuáhugamönnum tækifæri að fá send myndskeið af mörkum úr leikjum í Meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni í símann fáeinum andartökum eftir að þau eru skoruð. 

    Sport
    Fréttamynd

    Cisse varð fyrir kynþáttafordómum

    Knattspyrnusamband Evrópu hefur gefið til kynna að það hyggist grípa til aðgerða vegna kynþáttafordóma í garð sóknarmannsins Djibril Cisse í leiknum gegn CSKA Sofia í gær. Leikurinn fór fram í Sofiu en þetta var fyrri viðureign liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu.

    Sport
    Fréttamynd

    Liverpool sigraði í Soffíu

    Liverpool sigraði CSKA Soffíu í kvöld 3-1 í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fernando Morientes gerði tvö marka Liverpool en Djibril Cisse eitt. Úrslit annara leikja í kvöld í forkeppni Meistaradeilda karla var eftirfarandi...

    Sport
    Fréttamynd

    Liverpool yfir í hálfleik

    Liverpool er 2-1 yfir gegn CSKA Soffíu frá Búlgaríu í hálfleik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Djibril Cisse og Fernando Morientes gerðu mörk Liverpool en Dimitrov gerði mark Búlgaranna en leikurinn fer fram í Soffíu.

    Sport
    Fréttamynd

    Buryak látinn fara

    Stjórnarmenn úkraínska knattspyrnuliðsins Dynamo Kiev ráku í dag Leonid Buryak þjálfara liðsins þrátt fyrir að Buryak hafi aðeins stjórnað liðinu í 2 mánuði. Liðinu hefur gengið illa í úkraínsku deildinni og var slegið út í forkeppni meistaradeildar Evrópu af svissneska liðinu Thun í síðustu viku. Anatoly Demyanenko var ráðinn í stað Buryaks

    Sport
    Fréttamynd

    United yfir í hálfleik

    Manchester United er 1-0 yfir gegn Debrechen frá Ungverjalandi í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Wayne Rooney gerði mark United á 7. mínútu.Þá er leik Glasgow Rangers frá Skotlandi lokið, þeir sigruðu Anorthosis frá Kýpur 2-1 á útivelli í sömu keppni.

    Sport
    Fréttamynd

    Sigur hjá Árna Gauti og félögum

    Árni Gautur Arason og félagar í norska liðinu Välerenga sigruðu Club Brugge frá Belgíu 1-0 í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Manchester United sigraði Debrechen frá Ungveralandi 3-0 með mörkum frá Wayne Rooney, Ruud van Nistelrooy og Ronaldo. Úrslit kvöldsins í forkeppni Meistaradeildarinnar eru eftirfarandi....

    Sport
    Fréttamynd

    Geir eftirlitsmaður á Spáni

    Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á viðureign Real Betis og Mónakó í 3. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu.  Liðin mætast á Manuel Ruíz de Lopera leikvanginum í Sevilla á Spáni á þriðjudagskvöld.

    Sport
    Fréttamynd

    Neftchi vann Anderlecht heima

    Neftchi Baku frá Azerbaijan, sem sló FH út úr Meistaradeildinni í knattspyrnu á dögunum, vann 1-0 sigur á Anderlecht frá Belgíu í kvöld í síðari leik liðanna í 2. umferð forkeppninnar. Anderlecht vann fyrri leikinn örugglega heima fyrir viku, 5-0 þannig að samanlagður sigur Belganna var aldrei í hættu og FH-banarnir eru úr leik.

    Sport
    Fréttamynd

    Vålerenga áfram í Meistaradeild

    Árni Gautur Arason og félagar í norska liðinu Vålerenga tryggðu sér í kvöld farseðilinn í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu þegar þeir lögðu Haka frá Finnlandi 1-4 á útivelli. Árni lék að venju allan leikinn í marki Vålerenga sem mætir Club Brugge frá Belgíu í næstu umferð forkeppninnar.

    Sport
    Fréttamynd

    Liverpool áfram í Meistaradeild

    Liverpool tryggði sér í kvöld farseðilinn í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar þegar Evrópumeistararnir lögðu Kaunas frá Litháen, 2-0 í síðari leik liðanna á Anfield. Samanlagður sigur því 5-1. Steven Gerrard skoraði fyrra mark Liverpool í kvöld á 77. mínútu aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inn á af varamannabekknum.

    Sport
    Fréttamynd

    Carson og Crouch í byrjunarliðinu

    Sami Hyypia er fyrirliði Liverpool í kvöld þegar Evrópumeistararnir taka á móti Kaunas frá Litháen í síðari viðureign liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Rafael Benitez setur ungstirnið Scott Carson í markið í stað Jose Reina og þá er kóngurinn á Anfield, Steven Gerrard á varamannabekknum ásamt öðrum stórjöxlum. Leikurinn hófst kl. 18:45.

    Sport