Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Van Persie: Við Rooney gerðum þetta saman í kvöld

    Robin van Persie skoraði bæði mörk Manchester United í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á Cluj í Rúmeníu. United hefur fullt hús eftir tvær fyrstu umferðir riðlakeppninnar þrátt fyrir að hafa ekki verið alltof sannfærandi í leikjunum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mata með tvö mörk í Kaupmannahöfn og Chelsea vann 4-0

    Evrópumeistarar Chelsea unnu sinn fyrsta sigur í titilvörninni þegar þeir sóttu þrjú stig til Kaupmannahafnar í kvöld. Chelsea vann þar 4-0 sigur á Nordsjælland en enska liðið hafði gert 2-2 jafntefli á heimavelli á móti Juventus í fyrstu umferðinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rooney lagði upp tvö mörk fyrir Van Persie í sigri á Cluj

    Robin van Persie og Wayne Rooney voru í fyrsta sinn saman í byrjunarliði Manchester United í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á CFR Cluj í Rúmeníu. Rúmenarnir komust yfir í leiknum en van Persie skoraði tvisvar eftir sendingar frá Rooney og tryggði United góðan útisigur.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistaradeildin á sviðið í kvöld | Dagskráin á sportstöðvunum

    Það verður nóg af leikjum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld og eins og vanalega er þeim gerð mjög góð skil á sportstöðvum Stöðvar 2. Þrír leikir verða sýndir beint í kvöld og Þorsteinn J. fer síðan yfir alla öll helstu atvikin í leikjum kvöldsins í Meistaramörkunum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ferguson: Nani er enginn leikari

    Portúgalinn Nani er ekki meðal vinsælustu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar. Ein ástæðan fyrir óvinsældum hans er að hann þykir fara auðveldlega niður. Stjórinn hans segir þó að hann sé enginn dýfari.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hvað er um að vera á sportstöðvunum? | Meistaradeildin rúllar af stað

    Það er nóg um að vera í kvöld á sportstöðvum Stöðvar 2 og þar ber Meistaradeild Evrópu hæst. Önnur umferð í riðlakeppninni hefst í kvöld með átta leikjum og verða fjórir þeirra í beinni útsendingu. Upphitun fyrir kvöldleikina hefst kl. 18.00 þar sem að Þorsteinn J. fer yfir málin með sérfræðingum þáttarins – og allir leikir kvöldsins verða síðan gerðir upp í Meistaramörkunum kl. 20.45.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hagi varar leikmenn Man. Utd við Cluj

    Rúmenska goðsögnin Gheorghe Hagi, sem lék bæði með Real Madrid og Barcelona á sínum tíma, hefur varað leikmenn Man. Utd við því að vanmeta rúmenska liðið CFR Cluj en þau mætast í Meistaradeildinni á morgun.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rooney. Getum ekki verið með vanmat

    Wayne Rooney, framherji Man Utd, segir að liðið geti ekki leyft sér neitt vanmat gegn rúmenska liðinu Cluj í Meistaradeildinni. Ef liðið falli í þá gildru gæti farið illa eins og á síðustu leiktíð er liðið komst ekki upp úr riðlakeppninni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Zlatan og félagar í PSG fá risabónus fyrir að vinna Meistaradeildina

    Franska liðið Paris Saint-Germain sýndi styrk í vikunni með því að vinna 4-1 sigur á Dynamo Kiev í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni. Blaðamenn L'Equipe hafa nú komist að því að risabónusar eru í boði fyrir Zlatan Ibrahimovic og félagar takist þeim að vinna Meistaradeildina næsta vor.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Jose Mourinho: Chelsea mun sakna Drogba í vetur

    Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid og fyrrum stjóri Chelsea, er viss um að Chelsea-liðið munu sakna Didier Drogba mikið á þessu tímabili. Fílabeinsstrendingurinn lék sinn síðasta leik með Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor og samdi síðan við kínverska liðið Shanghai Shenhua.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Liam gerði allt vitlaust í stúkunni á Bernabeau

    Rokksöngvarinn Liam Gallagher er harður aðdáandi Man. City og hann lét sig ekki vanta á leik liðsins gegn Real Madrid á Spáni í gær. Þar sat Liam með félögum sínum innan um stuðningsmenn Real Madrid. Eins og við mátti búast gerði hann allt brjálað í stúkunni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Man. Utd slapp með skrekkinn

    Michael Carrick skoraði eina mark leiksins er Man. Utd tók á móti Galatasaray í Meistaradeildinni. Man. Utd fór illa með færin sín í leiknum og var þess utan stálheppið að fá ekki á sig mark.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistaradeildin: Umfjöllun og mörkin úr leik Real Madrid og Man City

    Meistaradeild Evrópu hófst í gær með miklum látum þar sem að viðureign Real Madrid frá Spáni og Manchester City frá Englandi bar hæst. Lokakafli leiksins var stórkostlegur þar sem að Real Madrid fagnaði 3-2 sigri. Farið var yfir gang mála í leiknum í Meistaramörkunum á Stöð 2 sport í gær og í innslaginu má sjá umfjöllunina og helstu atvikin úr leiknum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistaradeildin: Viðtal við Lionel Messi | Barcelona vill vinna alla titla

    Barcelona mætir Spartak frá Moskvu í Meistaradeild Evrópu í kvöld en alls eru 8 leikir á dagskrá. Þrír þeirra verða í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2 og upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst kl. 18.00. Lionel Messi leikmaður Barcelona er af mörgum talinn vera besti fótboltamaður heims og hann ætlar sér stóra hluti í vetur með liði sínu eftir frekar dapurt gengi á síðustu leiktíð. Viðtalið við Messi má skoða í heild sinni með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistaradeildin: Rooney gæti verið á bekknum hjá Man Utd í kvöld

    Wayne Rooney, framherji enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United, hefur náð sér af þeim meiðslum sem hann varð fyrir í leik gegn Fulham þann 25. ágúst s.l. Þar fékk enski landsliðsmaðurinn stóran skurð á lærið og var búist við að hann yrði ekki leikfær fyrr en í október. Rooney hefur æft með liðinu undanfarna fimm daga og svo gæti farið að hann yrði í leikmannahópnum í kvöld í Meistaradeildinni gegn Galatasaray frá Tyrklandi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistaradeildin: Tekst Chelsea að framkvæma hið ómögulega?

    Chelsea hefur titil að verja í Meistaradeild Evrópu og titlvörn enska liðsins hefst gegn ítalska meistaraliðinu Juventus. Leikurinn fer fram á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea, og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Ekkert lið hefur náð að verja titilinn frá því að Meistaradeildin var stofnuð og segir Roberto DiMatteo knattspyrnustjóri Chelsea að liðið stefni á að framkvæma hið ómögulega.

    Fótbolti