Leikjavísir

Leikjavísir

Leikjavísir skoðar helstu leikina, nýjustu stiklurnar og almennt fjör.

Fréttamynd

Synapse: Hugarorkan ræður ríkjum í Sýndarveruleika

Synapse, nýjasti sýndarveruleikaleikur PSVR2, sýnir mátt tækninnar gífurlega vel. Hann er hraður og skemmtilegur, þó hann geti verið einsleitur á köflum. Í Synapse fær maður að fleygja hlutum og óvinum til og frá með hugarorkunni, skjóta óvini með byssum eða sprengja þá í loft upp.

Leikjavísir
Fréttamynd

Dúós: Pétur lét reyna á taugarnar

Pétur Jóhann Sigúfsson er ekki mikill leikjaspilari en hann fékk Óla Jóels úr GameTíví til að aðstoða sig við að læra. Saman hafa þeir spilað nokkra leiki, með misgóðum árangri, í þáttum sem heita Dúós.

Leikjavísir
Fréttamynd

Final Fantasy XVI: Guðir berjast í sjónrænu ævintýri

Final Fantasy leikjaserían er ein þeirra elstu og vinsælustu í heimi. Nýjasti leikurinn, sem ber nafnið Final Fantasy XVI, er stútfullur af sjónrænum og skemmtilegum hasar. Bardagakerfi leiksins og hasarinn heldur leiknum á lofti, sem er á köflum frekar hægur.

Leikjavísir
Fréttamynd

Dúós: Pétur Jóhann unir sér í óreiðunni

Pétur Jóhann Sigúfsson er ekki mikill leikjaspilari en hann fékk Óla Jóels úr GameTíví til að aðstoða sig við að læra. Saman hafa þeir spilað nokkra leiki, með misgóðum árangri, í þáttum sem heita Dúós.

Leikjavísir
Fréttamynd

Dúós: Pétur Jóhann kíkir á hryllinginn

Pétur Jóhann Sigúfsson er ekki mikill leikjaspilari en hann fékk Óla Jóels úr GameTíví til að aðstoða sig við að læra. Saman hafa þeir spilað nokkra leiki, með misgóðum árangri, í þáttum sem heita Dúós.

Leikjavísir
Fréttamynd

Stiklusúpa: Allt of stórt leikjahaust í vændum

Viðburðinum Summer game fest lýkur í dag en hann hafa margir af helstu leikjaframleiðendum heims, og aðrir minna þekktir, notað til að sýna þá leiki sem gefnir verða út á næstunni. Óhætt er að segja að mikið verði um að vera í leikjaspilun í haust.

Leikjavísir
Fréttamynd

The Lord of the Rings Gollum: Versti leikur ársins, hingað til

Góðir leikir fá mann oft til að hugsa. Oftast um það hvað allt er ömurlegt og hvað það sökkar að geta ekki galdrað, stýrt einhverju með hugarorkunni eða af hverju ég fæ bara ekki að ráða öllu, svo eitthvað sé nefnt. Svo eru leikir eins og Gollum, sem fá mann til að hugsa: „Spilaði enginn þennan leik áður en þeir gáfu hann út?“

Leikjavísir
Fréttamynd

Allir spila með Babe Patrol

Stelpurnar í Babe Patrol ætla að verja síðasta streyminu fyrir sumarfrí með áhorfendum sínum. Þá munu áhorfendur geta barist við stelpurnar í einkaviðureign í Warzone 2.

Leikjavísir
Fréttamynd

Kattaslagur í beinni

Bræður munu berjast, og kettir líka, í streymi GameTíví í kvöld. Strákarnir munu ferðast milli heima og kíkja til Tamriel í Elder Scrolls Online. Þar berjast strákarnir í hópi sem kallast Clueless Crusaders og eru þeir flestir kettir sem kallast Khajiit.

Leikjavísir
Fréttamynd

Starfs­menn CCP fögnuðu tuttugu árum af EVE

EVE Online fagnar 20 ára afmæli í dag en af því tilefni var boðað til veislu í höfuðstöðvum CCP í Grósku í Vatnsmýri í seinni partinn gær þar sem fyrrverandi og núverandi starfsmenn komu saman til að fagna þessum tímamótunum.

Lífið
Fréttamynd

Gameveran í sumargír

Það verður sumarstemning hjá Gameverunni í streymi kvöldsins. Þetta er lokastreymi hennar fyrir sumarfrí en hún fær Fuglaflensu og Óðinn í heimsókn og ætla þau meðal annars að gefa áhorfendum glaðninga.

Leikjavísir
Fréttamynd

Ævintýri Grimsby halda áfram

Óli Jóels mætir aftur á hliðarlínuna í Grimsby í Stjóranum í kvöld. Nú fer að koma í ljós hvort hann komi liðinu upp um deild í Football Manager eða renni á rassinn í slorinu.

Leikjavísir
Fréttamynd

Gamestöðin færir sig úr Kringlunni yfir í netheima

Gamestöðin mun loka verslun sinni í Kringlunna næstkomandi sunnudag. Eigandi verslunarinnar segir að ekki sé hægt að keppa við netverslunina í leikjatölvunum sjálfum. Gamestöðin er þó ekki hætt í rekstri þar sem hún lætur til skarar skríða á heimavelli - í netheimum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Söfnuðu sjötíu og fimm milljónum í leikinn Dig in

Tölvuleikjafyrirtækið Vitar Games safnaði 75 milljónum króna í fyrstu fjármögnun þess. Hún var framkvæmd með sjóðunum Behold Ventures og Brunnur vaxtarsjóður II. Peningarnir verða notaðir til framleiðslu leiksins Dig in, sem er sá fyrsti sem fyrirtækið gerir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bretar hafna stærsta sam­runa leikja­iðnaðarins

Samkeppniseftirlit Bretlands hefur ákveðið að meina bandaríska tæknifyritækinu Microsoft að festa kaup á leikjarisanum Activision Blizzard fyrir 69 milljarða Bandaríkjadollara. Ákvörðunin er áfall fyrir forsvarsmenn fyrirtækisins sem hyggjast áfrýja.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hryllingur hjá GameTíví

Strákarnir í GameTíví stíga í spor draugabana í kvöld. Þeir munu etja kappi við illa anda og alls konar kvikyndi í leiknum Demonologist.

Leikjavísir
Fréttamynd

GameTíví: Ævintýrið í Tamriel heldur áfram

Strákarnir í GameTíví halda ævintýrinu í Tamriel áfram í kvöld en þeir ætla að spila Elder Scrolls Online. Að þessu sinni setja strákarnir stefnuna á High Isle þar sem þeir munu berjast við alls kyns ófreskjur og sömuleiðis gefa áhorfendum gjafir.

Leikjavísir