Samstarf

Samstarf

Samstarf með utanaðkomandi aðilum.

Fréttamynd

Aðalheiður og Flóvent endurtaka leikinn

Aðalheiður og Flóvent eru sigurvegarar í slaktaumatölti Meistaradeildar Líflands 2023 en keppni í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum fór fram í HorseDay höllinni Ingólfshvoli 9. febrúar síðastliðinn. Margir sterkir hestar voru skráðir til leiks og því miklar væntingar gerðar til kvöldsins.

Samstarf
Fréttamynd

Mikilvægt að fleiri leggi stund á umhverfisfræði

„Enn er margt óljóst um áhrif hlýnunar jarðar. Áhrifanna gætir hraðar en áður var talið á stöðum sem liggja hátt og við verðum að skilja betur hvernig þeir munu halda áfram að breytast og hvernig við þurfum að bregðast við og aðlagast breytingum. Það er því afar mikilvægt að fleiri leggi stund á umhverfisfræði,“ segir Alejandro Salazar Villegas brautarstjóri Umhverfisbreytingar á Norðurslóðum (EnCHiL), tveggja ára meistaranámsbrautar við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Samstarf
Fréttamynd

Hrista tvö þúsund manna veislur fram úr erminni

„Það er ekki nóg að stinga bara stofugræjunum í samband. Það þarf að huga að hljómburði hvort sem þú ætlar að halda tuttugu manna boð eða tvö þúsund manna viðburð. Það jafnast ekkert á við góða samkomu þar sem allir ná að skemmta sér saman og þá er mikilvægt að tækin sem er verið að nota séu fyrsta flokks, góður hljómur og að heyrist vel í ræðumanni, skemmtikröftum og tónlistinni,“ segir Jóhann Örn Ólafsson í HljóðX en fyrirtækið leigir út hljóðkerfi, ljósa- mynd- og sviðsbúnað fyrir allar stærðir viðburða.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Einhleypt fólk fagnar á HAX í kvöld

Smitten og FM957 verða með Singles night á HAX í kvöld 17. febrúar í tilefni Singles Awareness day. Þar mun fólk koma sama til þess að fagna einhleypu fólki, taka þátt í skemmtilegum leikjum og njóta lífsins. Fyrirkomulagið er einfalt, mættu einn eða með vin með þér og fáðu glowstick sem segir til um sambandsstöðu þína.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Býr til sjónvarpsþáttaröð um nýtt SS pylsu-lag

„Þetta er spennandi verkefni. Ég heyrði reyndar í einum áhyggjufullum hlustanda sem hringdi inn á Bylgjuna og þykir greinilega vænt um gamla lagið. Fólk er viðkvæmt fyrir breytingum, sérstaklega ef það gamla er gott fyrir og SS pylsulagið er bæði gott og grípandi og vel stimplað inn í þjóðarsálina. En fólk þarf ekki að hafa neinar áhyggjur, við erum ekkert að fara að henda gamla laginu, bara poppa það upp,“ segir Kristján Kristjánsson, leikstjóri og framleiðandi splunkunýrrar þáttaraðar sem ber heitið Skúrinn.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Eldheitur ástarþríhyrningur á Stöð 2+

Veljum við maka eftir útlitinu? Útlitið er oft það fyrsta sem kveikir í okkur þegar við flettum gegnum stefnumótaöppin en hvað ef það er tekið í burtu? Hvað ef fólk þarf að velja sér maka eingöngu út frá hvernig þau tengja við hvert annað? Love Triangle eru splunkunýir raunveruleikaþættir sem komnir eru inn á Stöð 2+.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Sendi Arnaldi handritið reglulega

„Ég man ekki hvort ég fékk bókina gefins eða lánaða um jólin eftir að hún kom út 1999, en ég las hana allavega um það leyti,“ segir Óskar Þór Axelsson, leikstjóri myndarinnar Napóleonsskjölin sem frumsýnd var 3. febrúar síðastliðinn.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Hagstætt og þægilegt að hlaða bílinn með hleðslustöð í áskrift

„Rafbílavæðing á Íslandi hefur stóraukist og þá helst á síðustu 3-4 árum. Orkusalan hóf vegferð sína í hleðslulausnum árið 2016 en þá gáfum við öllum sveitarfélögum landsins 22kW hleðslustöðvar til þess að vekja athygli á orkuskiptum framtíðarinnar. Til að byrja með voru þessar stöðvar lítið notaðar og þá síst utan höfuðborgarsvæðisins en með aukinni drægni rafbíla hefur fjöldi rafbílaeigenda 20-faldast á síðustu fimm árum. Við sjáum klárlega aukningu í kortunum, þessi þróun á eftir að halda áfram næstu ár sem er mikilvægur þáttur þegar kemur að orkuskiptum hér á landi,“ segir Heiða Halldórsdóttir, markaðsstjóri Orkusölunnar.

Lífið samstarf
Fréttamynd

„Þetta er bíómynd með stóru B-i“

„Áhorfendur mega fyrst og fremst búast við frábærri skemmtun. Þetta er bíómynd með stóru B-i sem tikkar í öll boxin. Það eina sem þarf að gera er að halla sér aftur í sætinu með popp og kók og glápa,“ segir Atli Óskar Fjalarsson en hann leikur í kvikmyndinni Napóleonsskjölin.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Rafmögnuð stemning í Kópavogi í kvöld

„Vörpunarverk Þórönnu er eitt stærsta og viðamesta verkefnið á hátíðinni í ár en áralöng hefð er fyrir því að varpa nýju verki á kirkjuna á Vetrarhátíð,“ segir Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefna- og viðburðastjóri menningarmála í Kópavogi en glæsileg dagskrá Vetrarhátíðar hefst í kvöld klukkan 18 þegar verki Þórönnu Björnsdóttur verður varpað á austurhlið Kópavogskirkju.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Bæta kynlífið með dáleiðslu

„Með dáleiðslu getur fólk aukið næmni allra skynfæra. Við eigum auðveldara með að finna, heyra og sjá og njótum þar af leiðandi kynlífs betur, upplifunin verður meiri,“ útskýrir Jón Víðis Jakobsson, einn reyndasti dáleiðslukennari landsins og aðalkennari dáleiðsluskólans Hugareflingar.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ráðleggur konum á miðjum aldri að lyfta þungum lóðum

„Að eldast með reisn er ekki það sama og reyna að halda í við yngri konur. Líkaminn breytist og það er eðlileg vegferð sem við njótum að fylgjast með og sjá fegurðina í. Hreyfing, mataræði, hvíld og andleg næring eru lykilatriði sem við verðum að hlúa að. Við höfum gríðarleg áhrif á hvernig við eldumst, það er himinn og haf milli þeirra sem hreyfa sig og hreyfa sig ekki,” segir Guðbjörg Finnsdóttir, íþróttafræðingur.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Nýr staður og djúsí nýjungar hjá Djúsí

N1 opnar nýjan Djúsí -stað á þjónustustöð sinni á Bíldshöfða. Samhliða opnunni kynnir Djúsí nýjungar á matseðli sínum, þannig að viðskiptavinir fái aukið val um að ráða skammtastærð sinni sjálfir.

Samstarf