Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

„Hefðum klár­lega viljað fá að­eins meira út úr þessari viku“

„Við erum að koma okkur inn í búbbluna sem er gott að vera í. Þar fáum við aðeins betri tíma og meira næði til að einbeita sér að því sem skiptir máli,“ segir Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta. Liðið hélt utan í dag, spilar æfingaleik í Færeyjum á morgun og hefur leik á HM í Þýskalandi eftir helgi.

Handbolti
Fréttamynd

Þarf að græja pössun

„Maður er orðinn mjög spenntur að komast út og byrja þetta,“ segir Sandra Erlingsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í handbolta sem hefur keppni á HM í næstu viku. Liðið hélt utan til Færeyja í dag.

Handbolti
Fréttamynd

„Hlustið á leik­mennina“

Gísli Þorgeir Kristjánsson og Viktor Gísli Hallgrímsson eru hluti af hópi handboltafólks sem krefst þess að hlustað verði á leikmenn og leikjaálagið minnkað.

Handbolti
Fréttamynd

Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu

Orri Freyr Þorkelsson átti frábæran leik fyrir Sporting og skoraði átta mörk en það dugði ekki til sigurs í heimsókn liðsins til Berlínar. Þýsku meistararnir Fuchse Berlin fögnuðu 33-29 sigri í 8. umferð Meistaradeildarinnar.

Handbolti
Fréttamynd

„Pabbi, ertu að fara að deyja?“

Handboltamaðurinn Anton Månsson, fyrrverandi landsliðsmaður Svíþjóðar, hefur greinst með eitilfrumukrabbamein. Hann kveðst staðráðinn í að vinna mikilvægustu rimmu ævi sinnar en átti erfitt með að segja börnum sínum frá veikindunum.

Handbolti
Fréttamynd

Sveinar Guð­jóns Vals aftur á sigurbraut

Eftir jafntefli við Kiel og eins marks tap gegn Hamburg, auk taps í bikarnum gegn Lemgo, komust lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar á sigurbraut í kvöld með fínum útisigri gegn Wetzlar. Í Danmörku var Íslendingaslagur.

Handbolti
Fréttamynd

Matt­hildur Lilja kölluð inn í HM hópinn

Matthildur Lilja Jónsdóttir leikmaður ÍR hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðshópinn fyrir komandi heimsmeistaramót kvenna í handbolta. Matthildur bætist við þá sextán leikmenn sem tilkynntir voru fyrr í mánuðinum.

Handbolti