Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Alessandro Tadini efstur í Wales

Ítalinn Alessandro Tadini er með eins höggs forystu fyrir lokahringinn á Opna velska meistaramótinu í golfi í Evrópsku mótaröðinni. Tadini er samtals átta höggum undir pari en fjórir kylfingar eru höggi á eftir, m.a. Ian Woosnam og Miguel Angel Jimenez.

Sport
Fréttamynd

Fjórir jafnir á Memorial-mótinu

Fjórir Bandaríkjamenn eru efstir og jafnir fyrir síðasta keppnisdag á Memorial-golfmótinu á Muirfield-vellinum í Ohio. David Toms, Fred Couples, Jeff Sluman og Bart Bryant eru á 12 höggum undir pari. Toms lék á 64 höggum í gær. Jonathan Kaye og Woody Austin eru höggi á eftir. Tiger Woods er í 10. sæti, fjórum höggum á eftir efstu mönnum.

Sport
Fréttamynd

Sluman með eins höggs forystu

Bandaríkjamaðurinn Jeff Sluman er með eins höggs forystu eftir tvo keppnisdaga á Memorial-mótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi. Hann er átta höggum undir pari, Tiger Woods er í öðru sæti ásamt Jonathan Kaye, Harrison Frazar, Lucas Glover og Nick O'Hern. Þeir eru aðeins einu höggi á eftir Sluman.

Sport
Fréttamynd

Tadini setti vallarmet

Ítalinn Alessandro Tadini setti vallarmet, lék á 62 höggum, á Opna velska meistaramótinu í golfi í gær. Tadini hefur aldrei unnið á mótaröðinni. Hann er samtals á ellefu höggum undir pari, Englendingurinn David Lynn er í öðru sæti á níu undir pari og Miguel Angel Jimenez þriðji.

Sport
Fréttamynd

Heiðar Davíð úr leik á opna breska

Heiðar Davíð Bragason kylfingur úr GKJ féll úr leik í 64 manna úrslitum á Opna Breska áhugamannamótinu í golfi í dag. Heiðar féll út í holukeppninni sam leikin er með útsláttarfyrirkomulagi. Heiðar Davíð mætti Skotanum Jonathan King sem hafnaði í 81. sæti í niðurskurðinum en Heiðar náði 4. sæti svo úrslitin koma talsvert á óvart.

Sport
Fréttamynd

Heiðar Davíð í úrslit

Heiðar Davíð Bragason kylfingur úr GKJ komst áfram í 64-manna úrslit á Opna breska áhugamannamótinu í golfi í gær og hafnaði í 3.-7. sæti eftir hringina tvo. Heiðar tryggði sig þar með áfram í 64-manna holukeppni með útsláttarfyrirkomulagi og hefur leik kl. 11:17 í dag.

Sport
Fréttamynd

Heiðar Davíð í toppbaráttunni

Heiðar Davíð Bragason úr golfklúbbunum Kili lék á 69 höggum á fyrsta degi á Opna breska áhugamannamótinu í gær. Aðeins tvær kylfingar léku betur, eða á 67 höggum. 64 kylfingar komast áfram á mótinu eftir annan keppnisdag í dag og verður þá leikin holukeppni.

Sport
Fréttamynd

Magnús sigraði á fyrsta mótinu

Magnús Lárusson GKJ sigraði á fyrsta stigamóti ársins í golfi í Toyotamótaröðinni. Magnús hafði sigur á Örlygi Helga Grímssyni í GV í bráðabana en báðir léku á fimm höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Leonard sigraði naumlega

Justin Leonard sigraði á St. Jude Classic mótinu í Memphis í Tennessee um helgina. Leonard hafði átta högga forystu fyrir lokahringinn og hafði næstum klúðrað sigrinum. David Toms lék mjög vel í gær, fór völlinn á sjö höggum undir pari og varð í öðru sæti, höggi á eftir Leonard. Fred Funk varð í þriðja sæti.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur endaði í 8. sæti

Íslandsmeistarinn í golfi, Birgir Leifur Hafþórsson, endaði í 8.-12. sæti á áskorendamótinu í Marokkó en hann lék á 66 höggum í dag og samtals á 11 höggum undir pari. Birgir Leifur fékk í dag 8 fugla, 8 pör, einn skolla og einn tvöfaldan skolla.

Sport
Fréttamynd

Birgir í basli með Bermúda-grasið

Birgir Leifur Hafþórsson er í 23.-31. sæti á móti í Marokkó þegar aðeins á eftir að leika einn hring en þetta mót er liður í áskorendamótaröð Evrópu. Birgir Leifur lék á 68 höggum í gær eða þrem undir pari en hann er sex undir pari samtals.

Sport
Fréttamynd

Örugg forysta Leonards

Justin Leonard frá Bandaríkjunum hefur átta högga forystu eftir þrjá hringi á PGA-meistaramóti sem fram fer í Memphis, en hann er samtals á 17 höggum undir pari fyrir lokahringinn. Peter Hedblom frá Svíþjóð og Angel Cabrera frá Argentínu hafa tveggja högga forystu á Evrópumóti atvinnumanna í Wentworth á Englandi og eru á tíu höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Örlygur og Þórdís efst á Hellu

Örlygur Helgi Grímsson er með tveggja högga forystu fyrir lokahringinn á Toyota-mótaröðinni í golfi sem fram fer á Hellu. Örlygur, sem er frá Vestmannaeyjum, lék frábært golf í gær og var á fimm höggum undir pari og var aðeins einu höggi frá vallarmeti Ómars Halldórssonar sem sett var árið 2002. Þórdís Geirsdóttir úr GK hefur eins höggs forystu í kvennaflokki á þær stöllur úr GR, Ragnhildi Sigurðardóttur og Önnu Lísu Jóhannsdóttur.

Sport
Fréttamynd

Leonard efstur í Memphis

Bandaríski kylfingurinn Justin Leonard hefur fimm högga forystu eftir tvo hringi á PGA-mótinu í Memphis og er samtals á 13. höggum undir pari. Fredric Jakobson frá Svíþjóð er annar á átta höggum undir pari. Í Wentworth á Englandi er sænski kylfingurinn Peter Hedbolm efstur með þriggja högga forystu eftir tvo hringi. Sá sænski er samtals á 11. höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Ólöf María úr leik

Íslandsmeistari kvenna í golfi, Ólöf María Jónsdóttir náði ekki að fylgja eftir velgengni sinni undanfarið í dag og er úr leik á opna austurríska mótinu sem er hluti af evrópsku mótaröðinni. Hún lék annan hringinn í dag á 75 höggum, þremur yfir pari.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur á 5 undir pari

Birgir Leifur Hafþórsson tryggði sér í dag áframhaldandi þátttöku á golfmótinu á Golf du Soleil-vellinum í Marokkó sem er hluti af Áskorendamótaröðinni. Hann lék með eindæmum vel í dag eða á 5 höggum undir pari, 66 höggum og er í 34. sæti fyrir lokahringina tvo.

Sport
Fréttamynd

Ólöf á 5 yfir - Birgir á 1 undir

Ólöf María Jónsdóttir, Íslandsmeistari í golfi kvenna, náði sér ekki á strik á fyrsta degi Evrópamótaraðarinnar í Austurríki í morgun. Hún lék fyrsta hringinn á 77 höggum eða fimm yfir pari. Birgir Leifur Hafþórsson er á einu höggi undir pari á móti í Marokkó.

Sport
Fréttamynd

Perry sigraði á Colonial-mótinu

Bandaríkjamaðurinn Kenny Perry vann Colonial-mótið í bandarísku mótaröðinni með miklum yfirburðum í gærkvöldi. Hann lék á 261 höggi, eða á 19 undir pari sem er jafnbesti árangurinn á mótaröðinni í ár. Þetta var annar sigur Perrys á þremur árum á mótinu og annar sigur hans á tímabilinu. Billy Mayfair varð í öðru sæti sjö höggum á eftir Perry.

Sport
Fréttamynd

Perry með sjö högga forystu

Bandaríkjamaðurinn Kenny Perry hefur sjö högga forystu fyrir lokahringinn á Colonial-mótinu í golfi sem er hluti af bandarísku mótaröðinni. Perry lék þriðja hringinn á 64 höggum og er samtals á 192 höggum eða 18 höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Perry með þriggja högga forystu

Bandaríkjamaðurinn Kenny Perry hefur forystu á Colonial-mótinu í golfi á bandarísku mótaröðinni. Perry, sem vann mótið fyrir tveimur árum, lék á sjö höggum undir pari vallar í gærkvöld og er samtals á 12 höggum undir pari, 128 höggum, og hefur þriggja högga forystu á DJ Trahan og Ted Purdy.

Sport
Fréttamynd

Purdy sigraði á 15 undir

Bandaríkjamaðurinn Ted Purdy sigraði á Byron Nelson mótinu í golfi í gærkvöldi. Hann lék samtals á 15 höggum undir pari. Annar, höggi á eftir, varð landi hans Sean O´Hair og Fídjieyingurinn Vijay Singh varð í þriðja sæti ásamt Bob Tway og Doug Barron.

Sport
Fréttamynd

Ólöf María úr leik á Spáni

Ólöf María Jónsdóttir er úr leik á Opna spænska meistaramótinu í golfi sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Ólöf María lék á þremur höggum yfir pari í gær og var samtals á sjö höggum yfir pari og komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Sport
Fréttamynd

Brian Davis efstur á Bretlandi

Englendingurinn Brian Davis hefur eins höggs forystu eftir tvo hringi á breska Masters-mótinu í golfi. Davis er á fjórum höggum undir pari en síðan koma landi hans, David Howell, og hinir dönsku Thomas Björn og Sören Hansen á þremur höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Woods úr leik á Byron Nelson

Tiger Woods féll í gær úr leik á Byron Nelson mótinu í golfi sem fram fer í Texsas. Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn og var einu höggi frá því að komast áfram. Þetta er í fyrsta skipti í sjö ár sem Tiger Woods kemst ekki í gegnum niðurskurðinn og í þriðja skiptið á ferlinum. Bandaríkjamennirnir Sean O'Hair og Brett Wetterich eru efstir á níu höggum undir pari en sýnt verður beint frá mótinu á Sýn 2 annað kvöld.

Sport
Fréttamynd

Ólöf María á tveimur yfir pari

Ólöf María Jónsdóttir Íslandsmeistari í golfi lék á fjórum höggum yfir pari á fyrsta keppnisdegi á spænska meistaramótinu sem hófst í gær, en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna. Ólöf María lék fyrstu 12 holurnar í morgun á tveimur höggum undir pari og er á tveimur yfir samtals í 78.-88. sæti.

Sport
Fréttamynd

Appleby efstur á Byron Nelson

Ástralski kylfingurinn Stuart Appelby lék vel á fyrsta degi á Byron Nelson mótinu í golfi eða á sjö höggum undir pari. Hann hefur eins höggs forskot á Ernie Els frá Suður-Afríku og John Daly sem kemur frá Bandaríkjunum. Vijay Singh, stigahæsti kylfingur heims, er á tveimur höggum undir pari og Tiger Woods er á einu undir.

Sport
Fréttamynd

Heiðar Davíð komst í gegn

Heiðar Davíð Bragason kylfingur úr GKJ komst í dag í gegnum fyrsta niðurskurð fyrir Brabazone Trophy, Opna enska áhugamannameistaramótið í golfi sem hefst á Oxfordshire-vellinum á föstudag. Heiðar lék á 2 höggum undir pari í dag eða 70 höggum og varð efstur ásamt 5 öðrum kylfingum. Þrír aðrir Íslendingar keppa á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Singh sigraði í Charlotte

Vijay Singh frá Fídjieyjum sigraði í gær á PGA-stórmóti í golfi í Charlotte í Bandaríkjunum eftir umspil við Sergio Garcia frá Spáni og Jim Furyk frá Bandaríkjunum. Eftir 72 holur voru þeir félagar jafnir á 12 höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Sigur hjá Webster eftir 10 ár

Englendingurinn Simon Webster sigraði í gær á Telecom-mótinu í golfi á Ítalíu sem er liður í evrópsku mótaröðinni. Hann lék á 18 höggum undir pari og varð þremur höggum á undan næsta manni. Webster vann síðast í evrópsku mótaröðinni fyrir 10 árum og hafði spilað á 247 mótum frá þeim degi þar til hann vann loks í gær.

Sport
Fréttamynd

Garcia náði sex högga forystu

Spánverjinn Sergio Garcia náði í gær sex högga forystu á Wachovia-mótinu í golfi í Charlotte í Norður-Karólínu. Garcia lék í gær á fimm höggum undir pari og er samtals á tólf undir parinu þegar 18 holur eru eftir.

Sport