Birgir Leifur á pari Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék annan keppnisdaginn á Áskorendamótinu í Toulouse í Frakklandi á pari og er því samtals á tveimur höggum undir pari eftir fyrstu tvo hringina. Birgir er í 44.-53. sæti á mótinu. Sport 30. september 2005 00:01
Birgir fer vel af stað í Toulouse Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson fer vel af stað á Opna Toulouse mótinu í Golfi sem fram fer í Frakklandi. Birgir var á fjórum höggum undir pari þegar hann hafði lokið við fimm holur og var í öðru sæti, en mótið er liður í áskorendamótaröð Evrópu. Keppni á mótinu heldur áfram í dag. Sport 29. september 2005 00:01
Ballesteros snýr aftur Spænski kylfingurinn Seve Ballesteros hefur tilkynnt að hann ætli sér að snúa aftur í atvinnumennsku fljótlega, en hann hefur ekki spilað sem atvinnumaður í næstum tvö ár. Sport 28. september 2005 00:01
Thomas Björn ekki með á Dunhill Danski kylfingurinn Thomas Björn keppir ekki á Dunhill-mótinu í golfi um helgina. Björn var lagður inn á sjúkrahús um helgina með veirusýkingu í hálsi og eyra. Thomas Björn er í sjöunda sæti á peningalistanum í Evrópsku mótaröðinni og með sigri á Dunhill-mótinu hefði hann náð þriðja sæti á þessum lista. Tveir efstu menn, þeir Michael Campbell og Retief Goosen, taka ekki þátt í mótinu sem fram fer á St. Andrews vellinum í Skotlandi.. Sport 27. september 2005 00:01
Jafnt í Forsetabikarnum Staðan er nú hnífjöfn í keppninni um Forsetabikarinn í golfi fyrir lokadaginn sem spilaður er í kvöld. Í gærkvöldi var keppt í fjórmenningi og enduðu leikar með jafntefli, bæði lið hlutu 2,5 vinninga og því er staðan í keppninni 11-11. Keppnin fer fram á Tobert Trent Jones vellinum í Virginíu í Bandaríkjunum. Keppnin heldur áfram í kvöld og sýnt verður frá henni á sjónvarpsstöðinni Sýn. Sport 25. september 2005 00:01
Keppni frestað í Forsetabikarnum Fresta þurfti keppni um tíma í Forsetabikarnum í golfi í gærkvöld vegna þrumuveðurs á Robert Trent Jones vellinum í Virginíu en kylfingarnir náðu að ljúka við alla sex leikina í gær. Heimsúrvalið, eða kylfingar utan Evrópu, hafa hlotið sex og hálfan vinning á móti fimm og hálfum vinningi Bandaríkjamanna. Sport 24. september 2005 00:01
Keppni aflýst í Forsetabikarnum Keppni í forsetabikarnum í golfi í Bandaríkjunum hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna þrumuveðurs. Þegar keppnin var flautuð af var sex leikjum ólokið, en alheimsúrvalið var þá yfir í þremur leikjum, en Bandaríkjamenn í fjórum. Sýnt verður frá mótinu á sjónvarpsstöðinni Sýn um helgina. Sport 23. september 2005 00:01
Heimsúrvalið með forystu Heimsúrvalið í golfi hefur forystu að loknum fyrsta keppnisdegi í Forsetabikarnum sem hófst í gær á Robert Trent Jones vellinum í Virginíu. Heimsúrvalið hefur þrjá og hálfan vinning á móti tveimur og hálfum vinningi Bandaríkjamanna. Sport 23. september 2005 00:01
Forsetabikarinn í kvöld Keppnin um forsetabikarinn í golfi hefst í kvöld í Virginíu í Bandaríkjunum og verður fylgst með mótinu í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Bandarísku keppendurnir eru staðráðnir í að vinna sigur í keppninni til heiðurs fyrirliða sínum Jack Nicklaus, en þetta er síðasta árið sem hann keppir sem atvinnumaður. Sport 22. september 2005 00:01
Íslendingarnir úr leik Íslensku kylfingarnir þrír sem í tóku þátt í fyrsta stigi úrtökumóta evrópsku mótaraðarinnar í golfi á Englandi eru allir úr leik eftir þrjá hringi, en leikið var á Carden Park vellinum. Sport 22. september 2005 00:01
Heimsliðið yfir í Forsetabikarnum Heimsliðið hefur góða forystu gegn liði Bandaríkjamanna í forsetabikarnum í golfi eftir fyrsta keppnisdag, en leikið er í Virginíu. Heimsliðið er með 3,5 vinninga gegn 2,5 vinningum Bandaríkjamanna. Sport 22. september 2005 00:01
Búa sig undir Forsetabikarinn Níu af ellefu bestu kylfingum heims undirbúa sig af krafti fyrir Forsetabikarinn sem hefst á morgun í Virgínu í Bandaríkjunum en þar mætast heimamenn og heimsúrval kylfinga utan Evrópu. Í liði Bandaríkjanna eru m.a. Tiger Woods og Phil Mickelson en í heimsliðinu eru m.a. Vijay Singh, Michael Campbell og Retief Goosen. Sport 21. september 2005 00:01
Ólafur Már á einu undir pari Kylfingurinn Ólafur Már Sigurðsson úr GR lék á einu höggi undir pari á fyrsta degi úrtökumótsins fyrir Evrópsku mótaröðina í golfi í gær. Hann er ásamt nokkrum í 27. sæti en þetta er fyrsta stig af þremur til að komast á Evróputúrinn. Sport 21. september 2005 00:01
Sveiflan var ekki að virka Ólafur Már Sigurðsson, kylfingur úr GR, lék annan hringinn á 74 höggum eða 2 yfir pari á úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina á Carden Park-vellinum í Englandi í gær. Ólafur Már lék fyrsta hringinn á 71 höggi og er samanlagt á einu höggi yfir pari. Sport 21. september 2005 00:01
PGA: Nýliðinn Gore vann Jason Gore sigraði á Lumber Classic golfmótinu sem lauk í Framington í Pennsylvaníu í gær. Gore, sem er nýliði í PGA-mótaröðinni, lék á 14 höggum undir pari. Annar, höggi á eftir, varð Paragvæinn Carlos Franco. Jason Gore er 31 árs og vann sér keppnisrétt í PGA-mótaröðinni í síðasta mánuði. Sport 19. september 2005 00:01
Birgir Leifur varð ellefti Birgir Leifur Hafþórsson stóð sig mjög vel á Rotterdam-mótinu í golfi og varð í 11. sæti ásamt Englendingum Sam Walker á fjórum höggum undir pari. Ólöf María Jónsdóttir varð í 40.-45. sæti á Evrópumóti kvenna í Hollandi sem lauk um helgina. Hún lék á ellefu höggum yfir pari. Sport 19. september 2005 00:01
Ólöf María á tíu yfir pari Ólöf María Jónsdóttir er á einum yfir pari í dag eftir sex holur á atvinnumannamóti í Hollandi en hún komst í gegnum niðurskurðinn í gær. Hún er samtals á tíu höggum yfir pari og er þessa stundina í 41.til 45.sæti. Sport 18. september 2005 00:01
Lokadagur á NM í golfi Nú stendur yfir lokadagurinn á Norðurlandamótinu í golfi í Noregi. Heiðar Davíð Bragason berst um sigurinn í einstaklingskeppninni og er aðeins einu höggi á eftir Kim Kristoferson frá Noregi. Karlalandsliðið er í fjórða sæti höggi á eftir Finnum. Kvennalandsliðið er í þriðja sæti eftir fína spilamennsku í gær. Pilta- og stúlknalið Íslands eru í neðsta sæti á mótinu. Sport 18. september 2005 00:01
Birgir fer á kostum í Rotterdam Birgir Leifur Hafþórsson hefur farið á kostum á lokadegi Rotterdam-mótsins í áskorandamótaröð Evrópu í golfi í morgun. Birgir Leifur fékk fjóra fugla á fyrstu sex holunum og er nú búinn að leika tólf. Hann er fjóra undir pari í dag en samtals á tveimur undir pari. Hann er í þrettánda til nítjánda sæti sem stendur. Sport 18. september 2005 00:01
Spenna á Wentworth Nú stendur yfir úrslitaleikurinn á heimsmótinu í golfi á Wentworth-vellinum á Englandi. Nýsjálendingurinn Michael Campbell og Írinn Paul McGinley berjast um sigurinn. Campbell var einni holu yfir eftir 14. Sigurvegarinn fær í sinn hlut rúmlega 110 milljónir króna. Sport 18. september 2005 00:01
Jason Gore efstur á Lumber Classic Bandaríkjamaðurinn Jason Gore hefur tveggja högga forystu á Lumber Classic mótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi eftir 54 holur. Gore hefur aldrei unnið sigur í mótaröðinni lék á 67 höggum í gær og er samtals á 12 höggum undir pari fyrir lokahringinn í kvöld. Sport 18. september 2005 00:01
Heiðar Davíð efstur á NM Heiðar Davíð Bragason er í fyrsta sæti ásamt Svía í einstaklingskeppni á Norðurlandamótinu í golfi sem hófst í gær í Osló. Karlalandsliðið er í 3. sæti á 14 yfir pari en kvennaliðið í því fjórða, en Ragnhildur Sigurðardóttir er í fimmta sæti í einstaklingskeppninni. Annar keppnisdagur hófst í morgun og hægt er að fylgjast með gangi mála á kylfingur.is Sport 17. september 2005 00:01
Toms á góðum batavegi Bandaríkjamaðurinn David Toms sem hné niður í fyrradag á Lumber Classic mótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi er kominn af sjúkrahúsi og stefnir að því að spila í Forsetabikarnum um næstu helgi. Toms kvartaði yfir verk í brjósti og örum hjartslætti en er á góðum batavegi. Sport 17. september 2005 00:01
Birgir Leifur í 43.-46. sæti Birgir Leifur Hafþórsson er tvo yfir pari eftir tólf holur í dag á þriðja keppnisdegi á Rotterdam-mótinu í áskorendamótaröð Evrópu. Hann er sem stendur í 43. til 46.sæti tvo yfir pari samtals. Sport 17. september 2005 00:01
Ólöf á níu yfir pari í Hollandi Ólöf María Jónsdóttir lék fyrsta hringinn á atvinnumannamóti í Hollandi á 79 höggum, sjö yfir pari. Hún er tvo yfir pari í dag eftir 12 holur og er samtals á 9 höggum yfir pari í 58. sæti til 68. Sport 17. september 2005 00:01
Goosen undir gegn Campbell Undanúrslitarimmurnar á heimsmótinu í golfi á Wenworth-vellinum á Englandi eru í fullum gangi. Retief Goosen frá Suður-Afríku burstaði andstæðinga sína fyrstu tvo dagana er þessa stundina að tapa stórt fyrir bandaríska meistaranum frá Nýja-Sjálandi Michael Campbell. Goosen er fimm holum undir eftir 18 holur í morgun. Írinn Paul Mccginley er þremur holum yfir eftir 18 gegn Argentínumanninum Angel Cabrera. Sport 17. september 2005 00:01
Norðurlandamót í golfi í Osló Norðurlandamótið í golfi hófst í morgun í Osló í Noregi. Íslendingar tefla fram 16 kylfingum í fjórum flokkum, pilta- og stúlknaliði og karla- og kvennalið. Hægt er að fylgjast með gangi mála á kylfingur.is. Sport 16. september 2005 00:01
Birgir í 19.-31. sæti í Rotterdam Birgir Leifur Hafþórsson er í 19. til 31 sæti á Rotterdam-mótinu í áskorendamótaröð Evrópu í golfi. Birgir Leifur lék fyrsta hring sinn í gær á 71 höggi, einu undir pari. Birgir Leifur hóf annan hring sinn rétt í þessu. Sport 16. september 2005 00:01
Fréttir af íslenskum kylfingum Íslenskir golfarar stóðu í ströngu um víðan völl í dag. Birgir Leifur Hafþórsson lék annan hring á Rotterdam mótinu í golfi á pari í dag og kemst að öllum líkindum áfram á mótinu. Ólöf María Jónsdóttir hefur leikið níu holur á KLM-mótinu í Hollandi og er á fjórum höggum yfir pari. Sport 16. september 2005 00:01
David Toms hné niður á golfmóti Einn þekktasti kylfingur Bandaríkjanna, David Toms, hné niður á golfvellinum í gær þegar hann var leika fyrsta hring sinn á Lumber Classic mótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi. Toms kvartaði yfir verk í brjósti og örum hjartslætti og var fluttur á sjúkrahús. Líðan hans er góð og hann er ekki í lífshættu eins og óttast var í fyrstu. Sport 16. september 2005 00:01