Vilja gera ferðamönnum kleift að njóta landsins óháð veðri Ferðaþjónustufyrirtækið IcelandCover var stofnað með það að markmiði að hjálpa ferðamönnum að njóta þess sem Ísland hefur upp á að bjóða óháð síbreytilegu íslensku veðri. Fyrirtækið leigir út útivistarfatnað til ferðamanna. Á dögunum opnuðu eigendurnir búð á Laugavegi. Viðskipti innlent 17. september 2022 07:00
Bein útsending: Ferðaþjónustudagurinn 2022 Ferðaþjónustudagurinn 2022 fer fram í Norðurljósasal Hörpu í dag, miðvikudaginn 14. september. Á fundinum verður fjallað um ferðaþjónustu með tilliti til verðmætasköpunar og stöðunnar í hagkerfinu meðal annars en honum verður streymt í beinni útsendingu hér á Vísi. Viðskipti innlent 14. september 2022 14:30
Ráðinn framkvæmdastjóri markaðsmála og vaxtar hjá Arctic Adventures Sindri Snær Einarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri markaðsmála og vaxtar hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Arctic Adventure. Viðskipti innlent 13. september 2022 08:10
Staðfesta stjórnunar-og verndaráætlun fyrir „þjóðargersemi“ Í nýstaðfestri stjórnunar- og verndaráætlun Geysissvæðisins eru leiðir kynntar til að tryggja að markmið friðlýsingarinnar frá 2020 nái fram að ganga. Áhersla erlögð á verndun, ferðamennsku og vísindarannsóknir. Umhverfisráðherra segir áætlunina mikilvægan áfanga. Geysissvæðið hafi sérstaka þýðingu fyrir alla landsmenn og reyndar gjörvalla heimsbyggðina. Innlent 12. september 2022 13:08
Rækta eitt óvenjulegasta afbrigði íslenska hestsins Litförótt heitir eitt óvenjulegasta litaafbrigði íslenska hestsins en í því felst að hesturinn skiptir litum fjórum sinnum á ári. Litaafbrigðið var talið í hættu á að deyja út þegar hrossabændur hófu að reyna að bjarga því. Innlent 11. september 2022 07:57
Ferðamennirnir kjósa íslenskuna en Íslendingar frekar skoðanalausir Erlendir ferðamenn virðast upp til hópa kjósa að íslenskir veitingastaðir, skemmtistaðir og verslanir heiti íslenskum nöfnum. Landsmenn virðast ekki hafa jafnsterkar skoðanir á málunum. Innlent 10. september 2022 09:01
Drekagler er glæsilegur íshellir í Kötlujökli Íshellir í Kötlujökli í nágrenni Víkur í Mýrdal er magnað náttúrufyrirbæri sem nýtur aukinna vinsælda hjá erlendum ferðamönnum. Ragnar Axelsson, RAX, gerði sér ferð í hellinn í vikunni og myndaði í bak og fyrir. Lífið 8. september 2022 22:01
Hélt að herbergisfélagarnir væru í slagsmálum þegar skjálftinn reið yfir Þrír ferðalangar frá Wisconsin í Bandaríkjunum vöknuðu upp með andfælum í nótt þegar jarðskjálfti upp á 4,9 að stærðreið yfir um tólf kílómetra austur af Grímsey þar sem þeir dvelja. Einn þeirra segir að það hafi verið magnað að heyra drunurnar sem fylgdu skjálftanum. Innlent 8. september 2022 13:12
Barist um hvern haus á Austurlandi og hótel keypt til að hýsa starfsfólk Vinnuaflsskortur þjakar atvinnulíf á Austurlandi. Skortur á húsnæði hamlar því að fólk flytji inn í fjórðunginn og eru dæmi um að fyrirtæki hafi keypt hótel til að koma starfsfólki fyrir. Innlent 7. september 2022 23:23
Rúmlega hundrað þúsund farþegar flugu með Play Flugfélagið Play flutti tæplega 109 þúsund farþega í ágúst. Um er að ræða sambærilegan fjölda og í júlí en félagið segist hafa styrkt stöðu sína á mörkuðum með afgerandi hætti í sumar. Viðskipti innlent 7. september 2022 15:39
Gera ráð fyrir 6,2 milljónum í gegnum flugvöllinn á árinu Gert er ráð fyrir því að 6,2 milljónir farþega fari í gegnum Keflavíkurflugvöll í ár. Það er um hálfri milljón fleiri farþegar en farþegaspá Isavia frá því í maí gerði ráð fyrir. Viðskipti innlent 6. september 2022 16:27
Rúmlega hálf milljón farþega ferðaðist með Icelandair í ágúst Alls flutti Icelandair 514 þúsund farþega í ágústmánuði en sætanýting var 89 prósent. Farþegafjöldinn tæplega tvöfaldaðist en í ágúst í fyrra voru þeir 264 þúsund talsins. Viðskipti innlent 6. september 2022 16:09
Búist er við mikilli aukningu í komu skemmtiferðaskipa til Íslands Það gæti jafnvel verið um metár að ræða í komu skemmtiferðaskipa til Íslands í ár og segir markaðsstjóri Faxaflóahafna þróunina vera jákvæða fyrir íslenskan efnahag. Hann segir komu slíkra skipa jafnframt eiga eftir að aukast næsta sumar. Lífið 6. september 2022 06:01
„Þetta var alveg epískt sjónarspil“ Sjósund er vinsælt áhugamál hér á landi og margir sem stinga sér til sunds í sjó sér til yndisauka. Hvalaskoðun er þá sömuleiðis vinsæl, einkum hjá ferðamönnum, og hvalaskoðunarbátar gerðir út víða á landinu. Þó er afar sjaldgæft að þessu tvennu sé blandað saman. Sú var þó raunin í Arnarfirði á Vestfjörðum á laugardag, þegar tveir menn syntu um fjörðinn með stærðarinnar hnúfubökum. Lífið 5. september 2022 15:25
Allt í rusli í Reykjadal Blóðugur pappír, óhreinar nærbuxur og risastór poki fullur af dósum voru á meðal þess rusls sem finna mátti á víð og dreif í Reykjadal í dag. Innlent 4. september 2022 22:19
Labbaði beint í fangið á Katy Perry Söngkonan Þuríður Blær Jóhannansdóttir hitaði á dögunum upp fyrir poppprinsessuna Katy Perry á skipinu Norwegian Prima sem hún lýsir sem Kapítalískum draum í viðtali við Vísi. Lífið 4. september 2022 10:01
„Master Chief“ nýtur lífsins á Íslandi Leikarinn Pablo Schreiber hefur notið lífsins á Íslandi af Instagram færslum hans að dæma. Schreiber hefur til dæmis leikið í sjónvarpsþáttunum „Halo“, „Orange is the New Black“ og kvikmyndinni „13 Hours. Lífið 3. september 2022 21:36
Guðrún ráðin forseti Gray Line Worldwide Guðrún Þórisdóttir, sölu- og markaðsstjóri Gray Line á Íslandi, hefur verið ráðin í starf forseta Gray Line Worldwide. Viðskipti innlent 2. september 2022 13:55
„Það eru aðrir ráðherrar sem titra hérna í hnjánum“ Útsýnispallurinn á Bolafjalli var formlega vígður í morgun. Ríkisstjórnin var viðstödd vígsluna og ljóst er að sumir þeirra eru lofthræddari en aðrir. Innlent 1. september 2022 11:27
Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur. Innlent 31. ágúst 2022 23:31
Miðar á jólahlaðborð seldust upp á mettíma Strax er orðið uppselt á jólahlaðborðið hjá hótel Geysi í Haukadal en ef marka má Facebook síðu hótelsins seldust miðarnir upp á rétt rúmlega tveimur klukkustundum. Viðskipti innlent 31. ágúst 2022 22:11
Gera Rússum erfiðara og dýrara að ferðast til Schengen-svæðisins Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að gera rússneskum ferðamönnum erfiðara og dýrara að fá vegabréfsáritun til ferðalaga inn í sambandið. Þeir komust ekki að samkomulagi um að meina Rússum alfarið um vegabréfsáritanir, eins og ráðamenn nokkurra ríkja í Austur-Evrópu hafa farið fram á. Erlent 31. ágúst 2022 15:26
Unga fólkið af svæðinu stendur vaktina í Kiðagili Í Bárðardal í Suður – Þingeyjarsýslu er rekin ferðaþjónusta á Kiðagili þar sem systurnar í Svartárkoti og fjölskyldur þeirra sjá um reksturinn. Það hefur verið meira en nóg að gera í sumar og bókunarstaða er mjög góð fram á haust. Maturinn fyrir gesti kemur meira og minna allur úr sveitinni. Innlent 25. ágúst 2022 20:30
Kjötsúpa og heimagerður ís úr sauðamjólk Ann Marie í Fljótsdal dó ekki ráðalaus þegar hún fór að spá í hvernig hún gæti aukið tekjur sínar með því að þjóna ferðamönnum á svæðinu. Jú, hún opnaði matarvagn við Hengifoss þar sem hún selur meðal annars kjötsúpu og heimagerðan ís úr sauðamjólk af bænum sínum. Innlent 24. ágúst 2022 12:31
Diljá ráðin hagfræðingur SAF Samtök ferðaþjónustunnar hafa ráðið Diljá Matthíasardóttur í starf hagfræðings samtakanna og hefur hún þegar hafið störf. Viðskipti innlent 24. ágúst 2022 07:26
Ekki gaman að sjá glæný för á heimleiðinni eftir þrotlausa vinnu við lagfæringar Vösk sveit Austurlandsdeildar Ferðaklúbbsins 4x4 hélt á fjöll í gær til að reyna eyða ummerkjum um grófan utanvegaakstur á Kverkfjallaleið, norðan Vatnajökuls. Verkið gekk vel að sögn formanns deildarinnar, en þó var leiðangursmönnum ekki skemmt þegar ný för eftir utanvegaakstur voru sjáanleg á heimleiðinni. Innlent 22. ágúst 2022 15:00
Hrósar unglingum sérstaklega í ferðum sínum um Breiðafjörð Kristján Lár Gunnarsson hefur siglt í mörg ár með ferðamenn um Breiðafjörðinn og finnst það alltaf jafn gaman enda mikill sögumaður og nýtur þess í botn að fræða fólk um ævintýri eyjanna, skoða fuglalífið og njóta náttúrunnar, sem svæðið hefur upp á að bjóða. Innlent 22. ágúst 2022 12:06
Mikill kraftur í ferðaþjónustu á Borgarfirði eystri Ferðaþjónusta á Borgarfirði eystri hefur sjaldan eða aldrei gengið eins vel og í sumar. Hjón á staðnum eru að stækka hótelið hjá sér, auk þess að setja upp glæsilegt útisvæði með pottum og Spai . Þau hafa einnig opnað brugghús á staðnum. Innlent 21. ágúst 2022 09:14
Talar sex tungumál í Ólafsfirði Kaffi Klara er eina kaffihúsið í Ólafsfirði, sem heimamenn og ferðamenn eru duglegir að sækja. Eigandinn, sem er kona frá Danmörku talar sex tungumál. Í frítíma sínum vinnur hún í því að skrásetja sögu og afrek kvenna á staðnum. Innlent 20. ágúst 2022 09:03
Fyrstu Starlink-rákirnar á næturhimni yfir Íslandi Fyrstu Starlink-gervihnettirnir frá fyrirtækinu SpaceX hafa sést á himni yfir Íslandi. Þeim var skotið á loft fyrir nokkrum dögum og farnir að setja mark sitt á næturhimininn yfir Íslandi. Gervihnöttum sem þessum mun fara hratt fjölgandi og munu þeir hafa mikil áhrif á ásýnd himinsins. Innlent 18. ágúst 2022 15:20