Er möguleiki á framhaldslífi? Stjórnarflokkarnir unnu kosningasigur allra tíma fyrir þremur árum. Skoðanakannanir sýna að samanlagt fylgi þeirra er nú nærri fjörutíu prósent minna. Þegar rúmir átta mánuðir eru til kosninga er þrátt fyrir þetta alls ekki víst að dagar ríkisstjórnarinnar séu taldir. Hún gæti átt möguleika á framhaldslífi. Fastir pennar 11. ágúst 2012 06:00
Líf með reisn Framtíðarsýn Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðra er að fatlað fólk sem þarf aðstoð í daglegu lífi á að geta valið hvernig hún er veitt. Fastir pennar 10. ágúst 2012 06:00
Ólympíugull í Ríó 2016! Eftir grátlegt tap handboltalandsliðsins á miðvikudag og góða, en þó ekki frábæra, frammistöðu Ásdísar Hjálmsdóttur í spjótkasti er orðið ljóst að Ísland vinnur ekki til verðlauna á þessum Ólympíuleikum. Nema auðvitað að Kári Steinn bæti sig verulega í maraþonhlaupinu sem er ólíklegt. (Við höfum samt fulla trú á þér Kári!). Þessi uppskera er ólíðandi enda fátt betur til þess fallið að vekja athygli á yfirburðum þjóðar og menningar en medalíur. En hvernig getum við eiginlega fjölgað íslenskum verðlaunum og jafnvel loks unnið fyrsta gullið? Bakþankar 10. ágúst 2012 06:00
Ólympíuandinn svokallaði Þegar ég heyri orðið "Ólympíuandi“ sé ég ósjálfrátt fyrir mér sárþjáðan, haltrandi íþróttamann að reyna að klára hlaup undir dynjandi lófataki áhorfenda. Með aukinni þátttöku almennings í íþróttum er reyndar vonandi kominn meiri skilningur á því að það er ekkert sérlega skynsamlegt að menn reyni að staulast í mark í 800 metra hlaupinu með tognað læri. Enginn íþróttamaður á Ólympíuleikunum ætti að þurfa að sanna að hann geti að hlaupið tvo hringi í kringum hlaupabrautina. Fastir pennar 10. ágúst 2012 06:00
Vinstri, hægri snú Opinberar skuldir ríkisins og sveitarfélaga nema ríflega 140 prósent af landsframleiðslu þegar allt er talið, eða sem nemur yfir 2.300 milljörðum íslenskra króna. Þar af er skuldsetning ríkissjóðs ríflega 100 prósent af landsframleiðslu, eða sem nemur milli 1.600 og 1.700 milljarðar króna. Fastir pennar 9. ágúst 2012 11:26
Íslensk ábyrgð Þegar íslenska ríkið og Reykjavíkurborg ákváðu að taka yfir byggingu og rekstur Hörpunnar í byrjun árs 2009 var það gert á grundvelli svokallaðrar yfirtökuáætlunar. Hún snerist bæði um ætlaðan kostnað vegna byggingar hússins, hver rekstrargjöld þess yrðu þegar það væri tilbúið og hvers konar tekjum það myndi skila. Líkt og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu á undanförnum dögum þá stóðust þessar áætlanir varla að nokkru leyti. Byggingarkostnaður hefur verið mun hærri en upphaflega var áætlað, rekstrarkostnaður meiri og tekjur mun lægri. Mest sláandi er að tekjur af ráðstefnuhaldi hafa verið 80 prósentum lægri en tilgreint var í upphaflegum áætlunum. Fastir pennar 9. ágúst 2012 06:00
Ráð við gjaldeyrisgræðgi Það er sama hvort ég labba um Laugaveginn eða vappa um Skagafjörðinn, ég er farinn að reka upp fagnaðaróp þegar ég heyri einhvern orða hugsun sína á okkar ylhýra. Ekki svo að mér þyki erlendir ferðamenn leiðinlegir en það er bara svo ágætt að rekast á Íslendinga, sérstaklega þegar maður er búinn að hafa fyrir því að koma sér til Íslands. Bakþankar 9. ágúst 2012 00:01
Litríka hátíðin gengin í garð Hinsegin dagar eru runnir upp í Reykjavík í fjórtánda sinn. Hátíðin sem byrjaði sem eins dags hátíð er orðin að sex daga menningar- og skemmtidagskrá. Hápunkturinn er svo gleðigangan sjálf á laugardaginn. Fastir pennar 8. ágúst 2012 09:00
Friðarloginn Ég er af þeirri kynslóð sem man ógnina af kjarnorkuvopnum. Reglulega hlustaði maður á fregnir af því að samanlagður sprengikraftur vopnabúrs Bandaríkjanna og Sovétríkjanna dygði nú til að eyða jörðinni margoft. Og eftir því sem árin liðu var hægt að eyða jörðinni oftar, eins og einu sinni væri ekki nóg. Það er ekki nema von að dimm nýbylgjutónlist og volæðislegir textar hafi heillað ungmenni þessa tíma. Það hefur áhrif á lífsgleðina að heyra reglulega að möguleikinn á að tortíma jörðinni sé í höndum bjána eins og leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Bakþankar 8. ágúst 2012 06:00
Smá nauðgað, annars fínt Það er orðið árviss viðburður að fá fréttir af nauðgunum um Verslunarmannahelgi. Sem betur fer virðist ákveðin vitundarvakning hafa orðið í þessum efnum og jafnvel örgustu tréhausar hafa samþykkt víðtækari aðgerðir til að sporna við þeim hryllilega glæp sem nauðgun er. Á stundum hefur manni nefnilega fundist að skipuleggjendur hátíða telji það gefa þeim slæmt orðspor ef það spyrst út að til allra ráðstafana sé gripið til að hamla gegn nauðgunum. Það er auðvitað mikill misskilningur, orðspor hátíða batnar aðeins við það að allra bragða sé beitt til að koma í veg fyrir að sálsjúkir karlpungar nauðgi. Bakþankar 7. ágúst 2012 06:00
Út úr bíóunum Rekstur tónlistarhússins Hörpu verður að óbreyttu með rúmlega 400 milljóna króna tapi á þessu ári. Þetta er vitanlega þungur baggi bæði fyrir ríki og borg og þar með skattgreiðendur, ekki síst í Reykjavík. Fastir pennar 7. ágúst 2012 06:00
Hófsöm hirting Ræða forseta Íslands við embættistökuna nú í vikunni var ekki gallalaus. Sjálfsupphafningin var til að mynda á sínum stað þótt hún hafi að þessu sinni fremur verið ívaf en uppistaða. Kjarninn í ræðunni var hins vegar hófsöm hirting vegna ráðleysis og sundurlyndis við meðferð stjórnarskrármálsins á Alþingi. Fastir pennar 4. ágúst 2012 11:00
Vonir og væntingar Það var á Bindindismótinu í Galtalæk 1986 sem Greifarnir léku lagið Útihátíð í fyrsta sinn um verslunarmannahelgi og meitluðu í tón um eilífð stemninguna þessa fyrstu helgi í ágúst, sem er jafnframt síðasta helgi í sumarleyfi hjá mörgum og stærsta ferða-, útihátíða- og áfengisneysluhelgi ársins hjá öllum, að minnsta kosti að meðaltali. Ég man þetta af því þetta var mín fyrsta og síðasta útihátíð. Síðan hef ég reynt að eyða verslunarmannahelgum, sem og flestum öðrum dögum ársins, í tæri við kranavatn, heitt og kalt, útveggi og kaffivélar og ekki innan um of margt fólk. En það er bara ég og ég fagna þeim sem streymdu út úr bæjum og borgum í gær á hátíðasvæði eða sumarbústaði og vona að þeir skemmti sér vel. Bakþankar 4. ágúst 2012 06:00
Þolinmæði, gleði og virðing Ferðahelgin stóra, verslunarmannahelgin, er runnin upp. Þriggja daga helgi sem er mörgum langþráð. Helgina má nýta til margs. Margir velja rólegheitin heima hjá sér en hjá stórum hópi er helgin nýtt til ferðalaga með áherslu á annað hvort að njóta náttúrunnar eða samveru við annað fólk, nema hvort tveggja sé. Fastir pennar 4. ágúst 2012 06:00
"Er þetta ekki örugglega nóg?“ Ein af fjölmörgum dellum íslenskrar áfengisstefnu byggði á þeirri kenningu að ef menn væru neyddir til að kaupa meira áfengi í einu þá myndu þeir drekka minna af því. Þannig máttu Íslendingar lengi minnst kaupa sex bjóra í einni búðarferð. Líklegast byggðist þetta á þeirri hugsun að ef menn hækka upphafshæðina í hástökki þá muni færri reyna að stökkva yfir. Sem sagt: Það væri dýrara að kaupa heila kippu en einn bjór og stykkjasölubannið hindraði því dagdrykkju. Fastir pennar 3. ágúst 2012 12:00
Boltinn rúllar Þegar ég var gutti mætti ég stundum á fótboltaæfingar á malarvelli KA. Þjálfarinn reykti á æfingum og var stundum fullur. Ég átti ekki upp á pallborðið hjá honum; fékk fá tækifæri eins og það heitir, og þótt aðrir þjálfarar kæmu seinna, óreykjandi og edrú, komst ég heldur ekki í liðið. Fljótlega hætti ég að æfa en hafði áfram áhuga á fótbolta. Bakþankar 3. ágúst 2012 06:00
Ráðist að meinsemdinni sjálfri Norðmenn hafa búið til vefsíu sem hindrar notkun á barnaklámi og stöðvar mörg þúsund heimsóknir á barnaklámssíður þar dag hvern. Í síuna eru skráðar um þúsund vefsíður sem hafa verið skilgreindar ólöglegar. Hún er sett upp hjá netþjónustum og nær þá til allra sem eru í viðskiptum við þau fyrirtæki sem nota síuna. Virknin er þannig að ef notandi reynir að fara inn á skráða síðu þá fær hann skilaboð um að hún innihaldi ólöglegt efni. Fastir pennar 3. ágúst 2012 06:00
Unglingar og klám Unglingar horfa á klám. Það er staðreynd. Margir vita að klám er óraunverulegt en reyna samt að draga einhvern lærdóm af því. Þekkingin til að greina á milli hvað sé raunhæft og hvað ekki er ekki til staðar sökum reynsluleysis í samskiptum og kynlífi. Klámið kennir börnum ekki samskipti því þar eru einungis geltar skipanir og svívirðingar. Við fullorðna fólkið vitum að sú tækni dugar skammt í raunverulegum kynmökum en þeir sem hana hafa prófað hafa oftar en ekki sármóðgað bólfélagann með tilheyrandi leiðindum. Þá kennir klámið heldur ekki tækni, þarna eru atvinnumenn á ferð og leikmenn sem ætla að herma eftir geta slasað sig og aðra. Fastir pennar 2. ágúst 2012 12:00
Vald og „mótun“ Á dögunum var greint frá því að Framtakssjóður Íslands hefði selt fyrirtækið Plastprent til Kvosar, móðurfélags prentsmiðjunnar Odda. Kvos fékk fimm milljarða króna afskrift á dögunum, gegn því að leggja fram nýtt hlutafé upp á fimm hundruð milljónir. Fastir pennar 2. ágúst 2012 09:12
Krónan styrkist Eftir hrun hefur margt unnist í endurreisn hér á landi. Ekki er þó laust við að sumum merkjum um bættan efnahag fylgi blendnar tilfinningar. Þannig hefur krónan styrkst mjög síðustu daga og er það að sjálfsögðu vel, svo fremi sú styrking skili sér í lægra vöruverði. Þess sjást þó ekki enn merki og er þá sama hvort horft er til nauðsynjavöru, neysluvarnings eða eldsneytisverðs. En þá er í öllu falli örlítið hagkvæmara að fara til útlanda. Fastir pennar 2. ágúst 2012 06:00
Homo sapiens og heimabankinn Þetta hófst allt fyrir nokkrum milljónum ára þegar forfaðir okkar mannanna stakk hina apana af og klöngraðist niður úr trénu sínu. Heilar stækkuðu og það réttist úr bökum. Verkfæri litu dagsins ljós og eldar voru tendraðir. Bóndinn leysti veiðimanninn af hólmi og fyrirrennarar okkar latte-lepjandi borgarpakksins hófu að rotta sig saman. Píramídar risu og Ford fann upp færibandið. Newton fékk þyngdaraflið í höfuðið en maðurinn hóf sig engu að síður á loft á þöndum stálvængjum. Henry Edward Roberts bjó til borðtölvuna, Tim Berners-Lee fann upp veraldarvefinn, Steve Jobs fékk mikilmennskubrjálæði og bamm: Allt varð þetta til þess að dag einn sat undirrituð á fjöldaframleidda Klippan Ikea-sófanum sínum með internetið í kjöltunni og kaffibolla jafnháþróaðan og homo sapiens í hendinni. Bakþankar 2. ágúst 2012 06:00
Gleðitregðan Alla tíð – að minnsta kosti frá því að ég komst til vits og ára – hef ég lagt mig fram um að finnast verslunarmannahelgin leiðinleg. Svo umhugað hefur mér verið um að láta hefðir og venjur samfélagsins ekki skilyrða mig til skemmtunar að ég hef álitið þessa mestu ferðahelgi ársins þeim mun betur heppnaða því viðburðasnauðara sem líf mitt var á meðan. Spurningunni "Hvað gerðirðu um versló?“ hef ég til þessa viljað geta svarað hneykslaður og með þjósti: "Ekki neitt.“ Eins og spurningin hafi verið fáránleg og ég sé fyllilega tilfreðs með að hafa hvorki farið út úr húsi né yrt á nokkurn mann svo dögum skipti. Bakþankar 1. ágúst 2012 06:00
Aðgengilegri og öruggari hjólreiðar Þeim fjölgar sífellt sem velja að nota reiðhjól til þess að komast milli staða í höfuðborginni. Hjólreiðar sem ferðamáti eru gagnlegar bæði fyrir þann sem þær stundar og fyrir samfélagið allt. Fastir pennar 1. ágúst 2012 06:00
Biðsalur dauðans Þetta er sterkt til orða tekið en sumir hafa kallað elli- og hjúkrunarheimili þessu nafni og fáum við væntanlega flest einhverja hryllingsmynd í hugann. Einhverjir munu hugsa með sér að þangað muni þeir aldrei fara, á meðan aðrir lofa góða þjónustu, yndislegt viðmót, fagleg vinnubrögð sem og það öryggi sem slíkt veitir þeim sem slíka aðhlynningu þurfa. Ekki síst hefur samfélagsmynstrið breytt möguleikum fjölskyldna á að búa saman frá vöggu til grafar vegna aukins álags, vinnuframlags og tímaskorts hvort heldur sem er gagnvart börnum okkar eða foreldrum. Þó skyldi stefna að búsetu á eigin heimili eins lengi og þess er nokkur kostur. Fastir pennar 31. júlí 2012 06:00
Iss piss piss "Væri ég rukkuð fyrir að fara á salernið þá myndi ég glöð pissa á gólfið í staðinn.“ Þetta eru viðbrögð konu nokkurrar við því að eigandi vegasjoppu íhugar að láta þá sem ekkert versla borga fyrir að nota klósettið. Viðbrögðin má sjá á dv.is, undir frétt þar sem fjallað er um að eigandi Baulu í Borgarnesi sé búinn að fá nóg af "hlandrútum“ sem stoppi með tugi farþega sem fari bara á klósettið en kaupi ekkert. Bakþankar 31. júlí 2012 06:00
Aðalskipulagi ber að hlíta Gildandi aðalskipulag var samþykkt fyrir áratug. Samkvæmt því á í Vatnsmýrinni í Reykjavík, þar sem nú er flugvöllur sem þjónar innanlandsflugi, að vera blönduð byggð með íbúðum og þjónustu- og atvinnuhúsnæði. Fastir pennar 31. júlí 2012 06:00
Línurnar skýrast Forkólfar Sjálfstæðisflokksins rifja nú upp frjálshyggjufræði sín og boða lækkun skatta á einstaklinga og fyrirtæki á sama tíma og sligandi reikningar falla á ríkissjóð sem rekja má til bankahrunsins. Engu má hlífa við niðurskurði segir Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, og vísar þar til nærri 50 milljarða króna kostnaðar í ríkisreikningi sem fellur á ríkissjóð í eitt skipti vegna falls SpKef og tapreksturs Byggðastofnunar og Nýsköpunarsjóðs á undanförnum árum. Það er einkar hollt fyrir sjálfstæðismenn að hafa hugfast hverjir báru mesta ábyrgð á því tjóni sem almenningur ber nú vegna SpKef. Fastir pennar 30. júlí 2012 06:00
Bílastæða- barlómurinn Hækkun á gjaldskrá vegna bílastæða í miðbæ Reykjavíkur tekur gildi í dag. Hækkunin nemur 50 prósentum og nær til meirihluta stæða í miðborg Reykjavíkur. Auk þess hækka gjöld í stæði við sjúkrahúsin í borginni og við Háskólann. Gjaldskrá vegna bílastæða hefur ekki hækkað í meira en áratug og líklega er erfitt að finna aðra þjónustu sem það á við um. Fastir pennar 30. júlí 2012 06:00
Kærir Ögmundur sig einn ekki kollóttan? Frá siðferðilegu sjónarmiði er til lengri tíma litið brýnast að treysta lýðræðislega innviði samfélagsins og styrkja stjórnkerfið; bæta þarf viðskiptasiðferði, stjórnsiði og vinnulag, efla fagmennsku og siðferðisvitund.“ Fastir pennar 28. júlí 2012 06:00
Vilji rati í uppbyggilegan farveg Vart er hægt að ímynda sér bágari stöðu í lífinu en þá að vera landlaus og á flótta. Ástæður þess að fólk sér sig knúið til að flýja heimaslóðir geta verið margar; sumir flóttamenn hafa yfirgefið stríðshrjáð svæði meðan aðrir hafa skoðanir sem ekki hugnast ráðamönnum og ástæðurnar geta verið fjölmargar fleiri. Fastir pennar 28. júlí 2012 06:00
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun