Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Eftir situr sú tilfinning...

Hundrað milljónir, nei tvö hundruð milljónir – þrjú, fjögur – eða voru það fjórir milljarðar? – fimm sex sjö? Einhvers staðar dettur maður út. Forréttindafólk í laga- og bókhaldsþjónustu sem sögð er í þágu almennings rakar til sín fjárhæðum og tölurnar verða fljótlega sem stjörnur himinhvolfsins á heiðskírri nótt – óskiljanlegt ómæli – en eftir situr sú tilfinning að einhver sé að maka krókinn,

Fastir pennar
Fréttamynd

Keppt á grundvelli gæða

Fjármögnun háskólanáms og rannsókna við háskóla á Íslandi er að mörgu leyti í uppnámi. Aldrei hefur verið meiri aðsókn að háskólanámi. Mikill metnaður er í vísindarannsóknum háskólanna, íslenzkir vísindamenn sækja í sig veðrið á alþjóðlegum vettvangi og rannsóknaniðurstöðurnar nýtast bæði til að bæta almannaþjónustu og skapa ný tækifæri í viðskiptalífinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Já og allt í +

Áttu erfitt með að svara já eða nei? Nei. En hvort ætlar þú að krossa við já eða nei varðandi spurninguna um þjóðkirkjuákvæði í stjórnarskrá? Þá flækist málið. Fólk sem hefur svipaðar skoðanir greinir á um hvort það eigi að merkja við já eða nei vegna þess að spurningin er óskýr og jafnvel misvísandi.

Bakþankar
Fréttamynd

Lokast báðar leiðir?

Í stjórnmálum þurfa menn að hafa snotrar hugsjónir og kunna list hins mögulega. Fram undan eru ákvarðanir þar sem reynir á þessa jafnvægislist. Í húfi er val á leiðum úr efnahagskreppunni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Íslendingar eru klikk

Árið er fjögur eftir hrun. Öll Evrópa er komin undir einn hatt…, æ, afsakið öll. Ein lítil eyja á hjara veraldar unir enn farsæl, fróð og frjáls við ysta haf. Eyjarskeggjar eru eins misjafnir og þeir eru margir, eins og gerist með þjóðir en þeir búa yfir leynivopni sem gerir þá alveg ósigrandi. Þeir eru nefnilega klikk!

Bakþankar
Fréttamynd

Tími Jóhönnu

Með boðuðu brotthvarfi Jóhönnu Sigurðardóttur úr stjórnmálum næsta vor lýkur merkilegum pólitískum ferli. Jóhanna hefur setið á þingi í 34 ár og á meira en fjörutíu ár að baki í stjórnmálum og starfi stéttarfélaga.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gjald er ekki refsing

Mér er ekki sérstaklega illa við að borga fyrir hluti. Þess vegna fer það í taugarnar á mér þegar menn geta ekki rætt um eðlilega verðlagningu á þjónustu öðruvísi en á þeim forsendum að verið sé að "refsa fólki“. Ég vil ekki "refsa fólki“ fyrir að leggja bílnum niðri í miðbæ, ég vil bara að fólk borgi fyrir það. Ég vil heldur ekki "refsa fólki“ fyrir að taka strætó, þótt ég vildi ég gjarnan sjá fólk borga meira fyrir það. Ég er raunar sannfærður um að það myndi gera strætó betri.

Fastir pennar
Fréttamynd

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Ég ætla að nota tækifærið og lofa Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, af því enginn annar virðist gera það, og þá sér í lagi forsvarsmenn hennar sem hafa hreinlega ekki sést svo mánuðum skiptir opinberlega. Hvað þá að fagfólkið stígi fram og verjist þeirri ádeilu sem er nær stöðug á þjónustu heilsugæslunnar eða á fyrirkomulagi hennar. Þeir sem mig þekkja vita að ég er eindreginn stuðningsmaður einkarekstrar í heilbrigðisþjónustu þar sem ég starfa og tel að þar liggi stærstu sóknarfærin í framtíðinni. Þrátt fyrir það þykir mér sorglegt hið neikvæða umtal um þessa grunnstoð í heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Hver fréttin á fætur annarri um langan biðtíma, lélegan aðbúnað, atgervisflótta lækna og yfirvofandi hættuástand auk rifrildis fagstétta um það hverjum beri að skrifa út pilluna eða ekki er það sem birtist okkur í fjölmiðlum.

Fastir pennar
Fréttamynd

230 lítrar af ógn

Ég get ekki beðið eftir að ganga í Evrópusambandið. Mér er alveg sama um myntsamstarf og álitaefni sem varða sjávarútveg og landbúnað – ég er bara svo spenntur að fylgjast með fólki rogast með sprengfull koffort af rauðvíni um flugvelli í útlöndum og heyra svo vodkaflöskurnar rúlla hverja á eftir annarri úr bakpokunum í handfarangursrýminu á leið yfir hafið.

Bakþankar
Fréttamynd

Fagurbókmenntir eða pabbaklám

Eftir að hafa unnið með fimmtán breskum rithöfundum í sex mánuði að verkum þeirra er mér orðin ljós öll sú flóra áhyggjuefna sem sækir á höfunda er þeir strengja saman orð í setningar. Um er að ræða áhyggjur á borð við:

Bakþankar
Fréttamynd

Íslenskur veruleiki

Þegar íslensku bankarnir hrundu voru gjaldþrotin á meðal þeirra stærstu sem átt höfðu sér stað í heiminum. Þrot Kaupþings var það fimmta stærsta í sögunni, Landsbankinn komst í níunda sætið og Glitnir í það tíunda. Kröfur í bú þeirra allra námu þúsundum milljarða króna og ljóst að margir höfðu tapað miklum peningum á íslenska ævintýrinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Helvíti á jörð

Þetta var einhvern tímann stuttu eftir að ég byrjaði nám í háskóla. Ég leigði litla kjallarakompu í vesturbænum ásamt vini. Eins og lög gera ráð fyrir var lítið sem ekkert lesið en því meira var lífsblómið vökvað. Kjallarakompan góða var oft lokapunkturinn á svallinu. Einn morguninn vaknaði ég svo við að ákveðið var knúið dyra og reyndist það vera nágranni minn að biðja mig um að ganga varlegar um gleðinnar dyr næst þegar ég fengi gesti. Þessu lofaði ég manninum, sem var hinn vinalegasti.

Bakþankar
Fréttamynd

Sendiboðaskyttirí

Það er vinsæl íþrótt að skjóta boðbera vondra tíðinda, fremur en að horfast í augu við fréttirnar sem þeir flytja. Ríkisendurskoðun tekur fullan þátt í þessum leik með viðbrögðum sínum við umfjöllun Kastljóss Ríkissjónvarpsins í fyrrakvöld.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hárfár

Ég stend á tímamótum. Ég er komin á þann stað í lífinu að dóttir mín er komin með svo sítt hár að það er eiginlega nauðsyn að setja í það teygjur á hverjum morgni. Þar sem ég hef sjálf aldrei verið með sítt hár er ég í smá vandræðum, en hef gert gott úr þessu og set yfirleitt í hana staðlað tagl.

Bakþankar
Fréttamynd

Stóra borgin með litla hjartað

Mörður Árnason alþingismaður skrifaði grein hér í blaðið í gær til að vekja athygli á þingsályktunartillögu sinni og fleiri þingmanna, um að ríkið og Reykjavíkurborg geri með sér samning þar sem fram komi skyldur og réttindi höfuðborgar Íslands.

Fastir pennar
Fréttamynd

Leiftursókn gegn fylginu

Repúblikanar virðast ekki ætla að ríða feitum hesti frá komandi kosningum í Bandaríkjunum en það hlýtur þó að vera þeim viss huggun að hafa náð nú öllum völdum í Sjálfstæðisflokknum á Íslandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Alþjóðlegur agi

Tilhneiging stjórnmálamanna til að lofa auknum útgjöldum upp í ermina á sér og taka bætt lífskjör að láni hjá framtíðarkynslóðum er alþjóðlegt vandamál. Sem slíkt kallar það á alþjóðlegar lausnir. Þau drög að ríkisfjármálasambandi Evrópusambandsins, með reglum sem eiga að koma í veg fyrir hallarekstur og skuldasöfnun aðildarríkjanna, eru raunveruleg viðleitni til að finna slíka lausn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hinir óhæfustu lifa

Sú var tíðin að ég taldi mig skilja kapítalismann. Taldi ég leikreglurnar vera á þann veg að þeir hæfustu kæmust af. Markaðurinn var það afl sem úrskurðaði hver væri hæfur og hver ekki. Eftir að markaðurinn úrskurðaði síðan marga af hinum helstu stórlöxum algjörlega óhæfa komst ég að því að þetta hefði verið hinn mesti misskilningur hjá mér.

Bakþankar
Fréttamynd

Rök en ekki svör

Skýrsla Seðlabankans um kosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum birtir býsna skýra hagfræðilega mynd af hindrunum og sóknarfærum ólíkra leiða í þeim efnum. Skýrslan er þannig vandað hjálpartæki fyrir málefnalega umræðu og við ákvarðanir á þessu sviði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Subbuleg sjálftaka

Fálki sem barst Náttúrustofu Vesturlands á dögunum drapst í búri sínu eftir nokkurra daga umönnun. Í ljós kom að skotið hefði verið á fuglinn og að hann hefði drepist af sárum sínum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ég er bara svo upptekin

"Vissir þú að stór hluti fólks á elliheimilum fær aldrei neinn í heimsókn til sín,“ sagði afi minn við mig í barnaafmæli í sumar. "Já, hugsaðu þér,“ svaraði ég hneyksluð á meðan ég hrósaði sjálfri mér í huganum fyrir að vera betri afkomandi en það.

Bakþankar
Fréttamynd

Einkavæðing banka, taka tvö

Ríkisstjórnin stefnir að því að selja hlut ríkisins í bönkum og sparisjóðum. Salan á einstökum hlutum hefur ekki verið tímasett, en gert er ráð fyrir að söluhagnaðurinn nemi 31 milljarði króna næstu fjögur árin. Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi öðru sinni frumvarp til laga, sem á að afla ríkinu heimildar til að selja hluti í fjármálastofnunum og setja ramma um söluna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Í þjónustu Nýdanskrar

Ert þú eitthvað fyrir skartgripi?“ spurði söngvarinn mig þar sem við sátum hlið við hlið í rútunni. Spurningin kom flatt upp á mig en ég svaraði henni auðvitað neitandi enda hafði ég aldrei nokkurn tíma borið skartgrip. "Ég hef alltaf verið glysgjarn,“ sagði hann þá og lyfti höndunum til að sýna mér hringum prýdda sex eða sjö fingur, til að staðfesta orð sín. Fjólublár hatturinn sagði líka sína sögu svo ekki sé nú talað um pelsinn sem hann klæddist.

Bakþankar
Fréttamynd

"Til þjóðarinnar með þetta“

Nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunarkerfisins. Óháð skoðun manna á kvótakerfinu er þetta dæmi um það sem gerst getur ef stjórnmálamenn fá þjóðaratkvæðagreiðsluvopnið í hendurnar: Þeir nota það til að firra sig ábyrgð og vinna eigin stefnumálum fylgi. Er til betri leið til að ýta málum af strandstað en sú að "spyrja þjóðina álits“?

Fastir pennar
Fréttamynd

Ástareldurinn kveiktur á ný

Mig vantar smá ráð hjá þér. Við kærastinn erum búin að vera saman í nokkur ár og eigum tvö yndisleg börn. Báðar meðgöngurnar voru mjög erfiðar og ég var mikið veik og kynlífið þar af leiðandi ekki neitt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vildi fá sér vænan mann

Þetta er bara svona: Konur vilja öryggi.“ Vinur minn dæsir makindalega og kemur sér betur fyrir í sófanum sannfærður um að þessi fleyga setning muni binda enda á reiðiraus mitt yfir því að nær allar bækur og bíómyndir sem beint er að konum skuli snúast um það eitt að ná sér í mann. Alveg sama hversu miklir töffarar kvenpersónur skáldskaparins eru, allar fá þær í hnén og kasta sér flötum um leið og einhver déskotans draumaprins birtist. Það er fullkomlega óhugsandi að kona öðlist hamingju öðruvísi en í gegnum samband við karlmann. "Þetta er bara svona.“

Bakþankar
Fréttamynd

Gegn fátækt

Fátækt er ranglát, einkum gagnvart bjargarvana börnum, sem ráða engu um afkomu sína. En fátækt fer minnkandi um allan heim. Baráttan gegn fátæktinni hefur borið árangur. Um þennan árangur má hafa margt til marks. Sárasta fátækt líða þeir, sem þurfa að draga fram lífið á 1,25 Bandaríkjadollurum á dag eða minna. Alþjóðabankinn hefur fylgzt með þessum hópi frá 1981. Fyrir 30 árum þurftu þrír af hverjum fjórum íbúum Austur-Asíu að gera sér að góðu 1,25 dollara á dag, en nú er hlutfallið komið niður í einn af hverjum sjö. Í Suður-Asíu þurftu sex af hverjum tíu að láta sér duga 1,25 dollara á dag 1981, en nú er hlutfallið komið niður í röskan þriðjung. Í Suður-Ameríku hefur allra fátækasta fólkinu fækkað úr 12% af mannfjöldanum 1981 niður í 6% 2008. Framsóknin hefur verið hægari í Afríku. Þar lifðu 52% mannfjöldans á 1,25 dollurum á dag eða minna fyrir 30 árum, en nú er hlutfallið 48%. Afríka hefur rétt úr kútnum síðustu ár. Sum þeirra landa, sem búa við mestan hagvöxt nú, eru í Afríku. Botsvana á heimsmet í hagvexti frá 1965.

Skoðun
Fréttamynd

Óverjandi skattur

Fréttablaðið sagði frá því í gær að íslenzk stjórnvöld væru búin að skuldbinda sig gagnvart Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) til að gera breytingar á stimpilgjöldum þannig að dregið verði úr kostnaði og hindrunum ef viðskiptavinir fjármálafyrirtækja vilja færa lánin sín á milli banka.

Fastir pennar
Fréttamynd

Villuljósin slökkt

Skýrsla Seðlabankans um kosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum er mikilvægt innlegg í umræðuna og til þess fallin að skýra línur og eyða ranghugmyndum. Þar er til að mynda nokkuð kerfisbundið slökkt á ýmsum villuljósum um möguleika á einhliða eða tvíhliða upptöku hinna ýmsu gjaldmiðla ríkja, sem Ísland á hlutfallslega lítil viðskipti við og hafa engan áhuga á að vera í myntbandalagi með Íslandi. Þetta ætti að stuðla að því að beina umræðunni frá patentlausnum og að aðalatriðum málsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mánudagur til mæðu

Hey! (hátt blístur) Pitsan þín er tilbúin!“ Ungi maðurinn með svuntuna veifaði mér og ýtti til mín kvöldmat fjölskyldunnar þetta mánudagskvöldið. Ég varð hálf hvumsa við hátt blístrið þar sem ég var eini gesturinn fyrir framan borðið hjá honum en stökk auðvitað til og þreif til mín pappakassann. Hér átti greinilega ekkert að hanga lengur en þörf var á. Unga manninum stökk ekki bros og mér sýndist hann hálf súr. Klukkan var orðin margt. Hann langaði greinilega að vera einhvers staðar annars staðar en í gluggalausu pitsueldhúsinu. Það var mánudagur í honum.

Bakþankar