Stelpur og strákar fá raflost Í vikunni fékk ég að handleika óvenjulegan hlut sem löngu er hætt að nota: Blóðtökutæki. Inni í því voru átta litlir hnífar. Þegar losa átti fólk við illvíga sjúkdóma var tækið lagt á hold þess og þrýst á þannig að hnífarnir skáru og blóðið vall. Ég sagði við manninn sem átti tækið að það hefði nú ekki verið þægilegt að láta nota þetta á sig. Hann svaraði mér um hæl: "Sjúklingar voru nú ekki spurðir að því og síst af öllu á þessu sjúkrahúsi.“ Ég spurði hvaða sjúkrahús það hefði verið. "Það var Kleppur.“ Bakþankar 6. nóvember 2012 06:00
Hlutir sem skipta máli Ég heyrði byrjunina á uppgjöri vikunnar í útvarpsþætti nú fyrir helgi. Einn var spurður að því hvað honum hefði nú fundist eftirtektarverðast í nýliðinni viku og svaraði eitthvað á þessa leið: "Það var verið að taka upp tvo nýja kafla í aðildarviðræðum Íslendinga og Evrópusambandsins…" Smá þögn og maður sá fyrir sér furðu lostin andlit viðmælenda þar til hann losaði um spennuna á hárréttu augnabliki: "Djók!" Fór svo að tala um hluti sem skipta máli: landsleikinn og veðrið. Fastir pennar 5. nóvember 2012 06:00
Vöknuð, en heldur seint Skýrsla óháðrar rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar á Íslandi um viðbrögð hennar við ásökunum um kynferðisbrot og annað ofbeldi innan kirkjunnar er á köflum skelfileg lesning. Fastir pennar 5. nóvember 2012 06:00
Þegar lífið skemmir mýtuna Í síðasta mánuði streymdu Spánverjar út á stræti og torg stærstu borga þegar þjóðþingið kom saman. Mótmæltu þeir kröftuglega þeim ójöfnuði sem sú stofnun viðheldur meðan stjórnarliðar leggja lífsneista landsmanna að veði til að láta ljósið lifa í löngu framliðnum bankaræflum. Bakþankar 5. nóvember 2012 06:00
Er allt smjör gæðasmjör? Samkvæmt þeirri siðferðisreglu sem mótar lífsafstöðu þjóðlíf og löggjöf á Íslandi, þá er skylt annaðhvort að láta afskiftalaust ellegar hæla uppí hástert sérhverju verki sem unnið er lakar en í meðallagi. Sé unnið betur, er verið að brjóta grundvallarboðorð þjóðfélagsins um lýðræðislegt meðallag og þar með vakin upp lýðræðisleg öfund; og opinberir aðiljar verða að skerast í leikinn og úrskurða alt smjör gæðasmjör." Fastir pennar 3. nóvember 2012 08:00
Bannað en þó ekki Fréttablaðið sagði frá því fyrr í vikunni að áfengisauglýsingar frá íslenzkum áfengisframleiðendum og -birgjum færðust í vaxandi mæli inn á Facebook og aðra samfélagsmiðla. Ólíkt því sem tíðkast í blaða- og sjónvarpsauglýsingum fyrir léttöl frá sömu framleiðendum og innflytjendum er ekki endilega tekið fram í þessum auglýsingum að verið sé að auglýsa léttöl. Fastir pennar 3. nóvember 2012 08:00
Í stærri kjól fyrir jól? Nú nálgast jólin og fólk byrjað að huga að því að finna til uppáhaldssmákökuuppskriftirnar sínar, kafa eftir jólaskrautinu og velja jólagjafir handa nánustu vinum og aðstandendum. Bakþankar 3. nóvember 2012 08:00
Happdrættiseftirlit ríkisins Stundum eru nafngiftir opinberra stofnana þannig að halda mætti að einhver hefði lesið bókina 1984, séð þar nöfnin „Sannleiksráðuneyti" og „Friðarráðuneyti" og hugsað með sér: „Þetta er sniðugt. Gerum eins." Fastir pennar 2. nóvember 2012 08:00
Rok og rokk í Reykjavík og draumar miðaldra manns Þótt veðrið sé leiðinlegt er ekki sami gráminn yfir haustinu nú þegar Reykjavík hefur tekið við árlegu tímabundnu hlutverki sínu sem rokkhöfuðborg heimsins. Iceland Airwaves-hátíðin er hafin með öllum sínum mögnuðu viðburðum og fólk klæðir bara af sér rokið en er samt smart, þökk sé tískuhönnuðum. Bakþankar 2. nóvember 2012 08:00
Lítið skref, stór ákvörðun Fyrir ekki svo löngu, á tíma kalda stríðsins, voru varnar- og öryggismál bannorð á þingum Norðurlandaráðs. Þess vegna eru yfirlýsingar stjórnvalda í Svíþjóð og Finnlandi um að ríkin muni taka þátt í loftrýmisgæzlu Atlantshafsbandalagsins (NATO) við Ísland stórmerkileg tíðindi. Fastir pennar 2. nóvember 2012 08:00
Framtíðarrifrildi á kaffistofum Eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008 hefur einn geiri atvinnulífsins skipt sköpum fyrir íslenskan efnahag. Makríllinn kom syndandi inn í lögsöguna í kringum 2006, svo að segja, og síðan hafa veiðar á honum breyst í arðbærastu atvinnugrein landsins, held ég að sé óhætt að segja. Fastir pennar 1. nóvember 2012 10:17
Þjóðarsáttarskuld Skýrsla ráðgjafafyrirtækisins McKinsey&Company um leið Íslands til aukins hagvaxtar kemur á gríðarlega góðum tíma inn í íslenska þjóðfélagsumræðu. Menn geta endalaust deilt um gæði þeirra greininga sem fyrirtækið setur fram í skýrslunni en ekki um þann farveg sem höfundar hennar eru að reyna að beina íslenskum stjórnmálamönnum, aðilum vinnumarkaðarins og öðrum hagsmunaaðilum í. Skýrslan leggur nefnilega til nýja þjóðarsátt um hvernig íslenskt efnahagslíf eigi að skapa velsæld til framtíðar fyrir þá sem í því búa. Fastir pennar 1. nóvember 2012 08:00
Vetur sjálfsánægjunnar Þessi vetur lítur út fyrir að verða óvenju harður. Ekki endilega hvað veðurfar varðar heldur eru það kosningarnar í vor sem hörkunni valda. Frambjóðendur eru nú þegar, í upphafi nóvembermánaðar, komnir í skotgrafirnar fyrir prófkjörin. Flíka sínu eigin ágæti á kostnað annarra frambjóðenda og bombardera blásaklausa kjósendur með Facebook-síðum, vefsíðum, tilkynningum, fjölskyldumyndum og innihaldslausum viðtölum í fjölmiðlum. Hver og einn reynir að sannfæra okkur um yfirburði sína fram yfir aðra valkosti til að gegna þessu fyrirlitnasta starfi á landinu. Hnútukastið er hafið og hér eru menn þó að keppa við samherja sína. Hjálpi okkur allar vættir þegar prófkjörunum lýkur og menn fara að snúa sér að því að níða skóinn af pólitískum andstæðingum. Bakþankar 1. nóvember 2012 08:00
Æfingin skapar meistarann Ég er kona á fertugsaldri og langar mikið til þess að finna leiðir til þess að fá sterkari fullnægingu og á margvíslegan hátt. Fastir pennar 1. nóvember 2012 08:00
Lifi prentsmiðjudanskan! Á þessu ári eru liðin sextíu ár frá því að samþykkt var að setja Norðurlandaráð á laggirnar. Systurþjóðirnar í Skandinavíu eru vissulega margfalt stærri en við. Engu að síður er hver og ein Norðurlandaþjóð aðeins smáþjóð í alþjóðlegu samhengi. Þegar þjóðirnar leggja saman ná þær hins vegar meiri vigt. Það hefur sýnt sig í fjölmörgu alþjóðlegu samstarfi. Fastir pennar 31. október 2012 08:00
Hverjir eru bestir?! Ég var nýlega stödd á stað þar sem börn og unglingar æfa krefjandi íþrótt. Foreldrar og fylgdarlið getur fylgst með æfingunni gegnum gler og þar sátu nokkrir og horfðu. Það mátti þekkja þá úr sem voru heimavanir við glerið. Þeir höfðu með sér lesefni til að drepa tímann þar til æfingunni lyki meðan nýliðarnir sátu með nefin við rúðurnar og misstu ekki af einni einustu hreyfingu sinna í salnum. Ég var í nýliðahópnum en reyndi að fara bil beggja. Átti þó bágt með að halda mig frá rúðunni. Bakþankar 31. október 2012 08:00
Að gefast ekki upp Frá því ég man eftir mér hefur það verið hluti af minni tilveru að tjá skoðanir og berjast fyrir málstað. Það átti við um sjálfan mig og aðra í kringum mig. Starf í stjórnmálaflokkum kenndi rökræður við þá sem voru manni ósammála og starf í ýmsum félagasamtökum beindi kraftinum í að vinna málstaðnum gagn, vekja athygli á honum í mótmælum eða hvers konar aðgerðum. Bakþankar 30. október 2012 08:00
Forvarnir þarf að nota víðar Snarlega hefur dregið úr reykingum og áfengisdrykkju 10. bekkinga á hálfum öðrum áratug. Auk þess hefur þeim fækkað jafnt og þétt á sama tíma sem hafa prófað að reykja hass. Þessi þróun er afleiðing markvissra forvarna sem beinst hafa að börnum og er ætlað að koma í veg fyrir að þau byrji að reykja, drekka og reykja hass. Fastir pennar 30. október 2012 08:00
Hollusta eða bara plat? Nýlegar rannsóknir vísindamanna við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum velta því upp að lífræn ræktun sé ekki hollari en önnur ræktun ef undanskilið er að vera útsettur fyrir skordýraeitri sem víða er notað, en er minna tengt lífrænum afurðum. Þá er einnig bannað að nota sýklalyf, bætiefni eða hormóna við lífrænar afurðir ólíkt því sem getur gerst við venjubundna ræktun. Fastir pennar 30. október 2012 08:00
Engin ofurmenni Kaupréttir sex stjórnenda Eimskips settu hlutafjárútboð í félaginu í uppnám í síðustu viku. Samtals áttu þeir að fá 4,38 prósent af heildarhlutafé með tugprósenta afslætti. Heildarvirði þess hlutar miðað við útboðsgengi í Eimskip er um 1,8 milljarður króna. Fastir pennar 29. október 2012 06:00
Og allir komu þeir aftur … Auglýsingar eru leiðbeiningar. Þær eru vitnisburður um tíðaranda hverju sinni og fólkið sem semur auglýsingarnar og flytur okkur þær er í senn sporrekjendur og lóðsarnir okkar í lífinu. Það er í auglýsingunum sem við heyrum hvert stefnir og hvaðan vindurinn blæs – hvert hann blæs okkur – ekki hjá pistlahöfundunum eða á kjaftaklöppinni Facebook. Fastir pennar 29. október 2012 06:00
H2Og – fyrir lífið Hvað var í kringum þig þegar þú varst fóstur í móðurkviði? Það var vatn. Þú svamlaðir og fórst kollhnísa í legvökva. Hátíðnihljóðin, sem bárust eyrum þínum alla daga, voru frá hinu hraða rennsli blóðsins, vökvans, í æðum móður þinnar og í takti við slátt hjartans sem dældi. Svo þegar legvatnið fór var ekki lengur hægt að lifa inni í mömmu – þá fæddist þú. Þegar þú varst komin(n) í heiminn varstu þrifin(n) í vatni. Síðan varstu baðaður eða lauguð í vatni. Móðurmjólkin var að Bakþankar 29. október 2012 06:00
Þrællinn í næsta húsi Fréttablaðið hefur undanfarna daga fjallað um rannsókn lögreglu á grun um mansal tengt rekstri nuddstofa á höfuðborgarsvæðinu. Kínversk kona sem starfaði þar segist um fjögurra ára skeið hafa verið látin vinna í 12-14 klukkustundir á dag fyrir um 6.500 króna mánaðarlaun, meðal annars við blaðburð og viðhald fasteigna eigandans. Hún sakar eigandann sömuleiðis um að hafa tekið vegabréfið af öðrum útlendum starfsmanni, bannað honum að hafa samband við umheiminn og ekki greitt honum laun. Fastir pennar 27. október 2012 06:00
Svörin og þögnin opna tvær leiðir Viðbrögð þjóðarinnar við spurningum um stjórnarskrármálið liggja nú fyrir. Hvernig er réttast að halda á málinu í framhaldinu? Segja má að svör minnihlutans og þögn meirihlutans gefi tilefni til að velja milli tveggja meginleiða. Fastir pennar 27. október 2012 06:00
Þessir mættu Á fimmtudagskvöldið var sögulegur knattspyrnuleikur háður á Laugardalsvellinum. Aldrei fyrr hafa jafn margir mætt á völlinn til að hvetja kvennalandsliðið í knattspyrnu til dáða. Um sjö þúsund áhorfendur létu sig hafa það að sitja eða standa úti að kvöldlagi um haust, í kaldri rigningu/slyddu, til að sýna stolt, tiltrú og samstöðu með þessu frábæra fótboltaliði. Bakþankar 27. október 2012 06:00
Leið að einangrun Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, skrifaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hann lýsir efasemdum um virkni innstæðutryggingakerfis. Þar segir hann að "til framtíðar væri því rétt að festa í lög forgang sparifjáreigenda í þrotabú fallinna fjármálastofnana og leggja niður Tryggingarsjóð innstæðueigenda“. Fastir pennar 26. október 2012 06:00
Skjálfandi spádómar Sex ítalskir vísindamenn og fyrrverandi embættismaður voru í vikunni dæmdir í sex ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Sök þeirra var að hafa í aðdraganda jarðskjálftans við L'Aquila á Ítalíu í apríl 2009, sem varð 297 að bana, látið hafa eftir sér að stór jarðskjálfti væri ólíklegur til að eiga sér stað þrátt fyrir jarðhræringar á svæðinu. Bakþankar 26. október 2012 06:00
Bindandi bindandi Þegar Alþingi samþykkti, fyrir rúmum fimm mánuðum, að boða til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs ályktaði meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins með eftirfarandi hætti um framhald málsins: Fastir pennar 26. október 2012 06:00
Hvað er svona merkilegt við að vera frumkvöðull? Ég er frumkvöðull og byrjaði fyrst á minni vegferð fyrir tíu árum eða svo. Ég hef flutt inn skartgripi frá Kína, selt fasteignatækifæri í Dubai og stofnað auglýsingavörufyrirtæki. Á sama tíma hef ég stofnað til fjölskyldu, verið í fjarbúð, lokið háskólanámi og alið upp barn. Sum þessara verkefna hafa gengið vel, önnur verr. Mitt nýjasta verkefni er FAFU, þar sem við sköpum fjölnota leikefni fyrir leikskólabörn. Allt er þegar fernt er, ekki satt?! Fastir pennar 25. október 2012 23:54
Yfirgangurinn í Skálholti Þorláksbúð sem reist hefur verið á gamalli torftótt fáeinum metrum frá Skálholtsdómkirkju er blettur á ásýnd staðarins. Fastir pennar 25. október 2012 06:00
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun