Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Viljaskot í Palestínu

Frá því að ég man eftir mér hafa fregnir af drápum Ísraelsmanna á Palestínumönnum reglulega skotið upp kollinum. Mistíðar reyndar, en alltaf aftur og aftur. Og svo allrar sanngirni sé gætt þá hafa einnig reglulega boristfregnir af drápum Palestínumanna á Ísraelsmönnum.

Bakþankar
Fréttamynd

Ekki meir, Eir

Daglega berast nýjar fréttir af vafasömum fjármálaákvörðunum hjá Hjúkrunarheimilinu Eir. Fyrir helgi komst Ríkisendurskoðun að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi framkvæmdastjóri Eirar, Sigurður Helgi Guðmundsson, hefði farið á svig við fjöldamörg lög og reglur þegar hann lét heimilið greiða utanlandsferð fyrir tengdason sinn og dóttur, sem endurgjald fyrir lögfræðistörf tengdasonarins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hin óverðugu

Sérhvert tímaskeið hefur sín sérstöku tækifæri til misskiptingar og ranglætis, sína hagsmunapotara, sitt baráttufólk fyrir réttlæti, sitt sérstaka svindilbrask og sín sérstöku úrræði til að jafna kjörin – sína sérstöku baráttu góðs og ills – en mannlegar dyggðir og mannlegir lestir hefja sig upp yfir stað og stund í mannlegu samfélagi; hófsemi-ágirnd, auðmýkt-hroki, meðlíðan-sjálfhverfa? allt fylgir þetta mönnunum alltaf. Hið fullkomna þjóðfélag er ekki til. Sól hins

Fastir pennar
Fréttamynd

Ég er eldri en Sighvatur

Ég hélt það væri ekkert mál að verða 40 ára en svo vaknaði ég upp við vondan draum. Mannsævin er rétt eins og árstíðirnar við Miðjarðarhafið, það er ekkert vor eða haust. Þú heldur að það sé sumar þegar þú allt í einu vaknar upp í vetrarhríð.

Bakþankar
Fréttamynd

Tækifæri og ógnanir

Fá lönd í heiminum hafa lítið fundið fyrir efnahagsþrenginum á heimsvísu sem fóru að gera vart við sig um mitt ár 2007 og hafa aukist, ekki síst í Suður-Evrópu, síðan. Nágranni Íslands, Noregur, er nú mitt inn í mesta uppgangstímabili sem einkennt hefur stöðu efnahagsmála í Noregi nokkru sinni. Þar kemur margt til en grunnurinn að uppgangstímanum er í raunhagkerfinu. Langsamlega þyngst vegur olíuiðnaður ýmis konar, ekki aðeins framleiðsla, boranir og sala, heldur ekki síður óbein þjónustustörf í iðnaði og tæknigreinum ekki síst.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skamma stund verður hönd höggi fegin

Áhugaleysi er það sem lesa má úr stöðunni eftir prófkjör Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi um síðustu helgi. Það rímar við þjóðaratkvæðagreiðsluna um stjórnarskrármálið þar sem hvorugum flokknum tókst að höfða til meirihluta kjósenda. Ríkisstjórnin hefur brugðist vonum kjósenda og stjórnarandstaðan hefur ekki náð að vekja nýjar vonir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sér fyrir enda skattahækkana?

Sveitarstjórnir um allt land liggja þessa dagana yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Það er klárlega ekki alltaf létt verk, enda bæði rekstrar- og skuldastaða margra sveitarfélaga erfið. Það vekur þó athygli að í það minnsta þrjú sveitarfélög, öll á suðvesturhorninu, stefna að því að lækka skatta á næsta ári.

Fastir pennar
Fréttamynd

Við lesbíurnar

Hvað er húmor? Um aldir alda hafa spakir menn spurt þessarar spurningar og sýnist sitt hverjum. Í mínum huga er húmor það sem gerir lífið þess virði að lifa, aromatið í tilverunni ef svo má að orði komast. Ég þyki gamansamur maður og hef í gegnum tíðina farið með gamanmál á mannamótum. Án þess að ég sé að hreykja mér hefur þetta mælst svo vel fyrir að ég hef smám saman verið að færa mig upp á skaftið og taka að mér stærri "gigg" eins og þeir kalla þetta í "bransanum".

Bakþankar
Fréttamynd

Geturðu talað við tölvuna þína?

Íslenzkan er sprelllifandi og mikið notað tungumál. Það má til dæmis má sjá af þeirri staðreynd að aldrei hafa verið fleiri titlar í Bókatíðindunum en í ár. Þar ræður meðal annars sú þróun að bækur séu gefnar út á fleiri en einu formi; á pappír, sem hljóðbók og rafbók. Þannig er líklegt að næstu árin muni æ fleiri lesa jólabækurnar í spjaldtölvu eða á lesbretti fremur en á pappír. Texti á íslenzku skilar sér þá í nýjum miðlum, sem er gott.

Fastir pennar
Fréttamynd

Átakalínur þjóðfélagsins

Dýrin í Hálsaskógi Thorbjörns Egner eru bráðskemmtilegt barnaleikrit. Þá er boðskapur þess – öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir – sem sniðinn handa markhópnum. Öllu verri er boðskapurinn þó sem einhvers konar leiðarstef í þjóðmálaumræðu eins og sumir virðast halda hér á landi. Stundum láta álitsgjafar nefnilega eins og það séu engar átakalínur í íslensku þjóðfélagi. Það er barnaleg skoðun, öllum ætti að vera ljóst að mannlífið hér á landi er fjölbreytt og hagsmunir ólíkra hópa mismunandi. Öllum.

Bakþankar
Fréttamynd

Mannkynið og kvenkynið

Það er bara ein mynd af konu á forsíðunni. Guð hjálpi okkur. Við verðum að finna fleiri.“ Upphrópanir eins og þessa er ekki óalgengt að heyra á ritstjórninni seinnipartinn á föstudögum. Helgarforsíða með tómum körlum væri nefnilega stórslys. Brot á fjölmiðlalögum og hvað veit ég. Hins vegar virðast þau lög einungis virka í aðra áttina því engar slíkar upphrópanir heyrast þegar konur einoka forsíðuna. Það er bara flott og æðislegt. Klapp á bakið móment: Vel gert hjá okkur. Við erum sko aldeilis að standa okkur.

Bakþankar
Fréttamynd

Meiri breidd og meiri sveigjanleiki

Allir stundi nám og vinnu við sitt hæfi, er heiti skýrslu með tillögum um samþættingu menntunar og atvinnu sem kynnt var nú í vikunni. Skýrslan er unnin af starfshópi sem skipaður var af forsætisráðuneytinu og titillinn vísar til skilaboða stjórnarskrárinnar um rétt borgaranna til menntunar og fræðslu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stórpólitík í Peking

Kínverjar eru að fá áhuga á pólitík. Sem er ekki lítið mál því síðustu áratugi hefur landstjórnin í þessu stærsta ríki heimsins beinlínis hvílt á þeirri forsendu að þetta myndi ekki gerast í bráð. Mesta lífskjarabylting mannkynssögunnar átti að vera nóg til að fólk færi ekki að þrasa um pólitík. Þannig var það líka þar til alveg nýverið. En þetta er ört að breytast. Afleiðingarnar gætu ratað í bækur um sögu mannkyns.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jafnrétti og annað röfl

Svona var þetta nú í gamla daga krakkar mínir,“ sagði kennarinn með áherslu og við, tíu ára, áttum ekki til orð. Við vorum í samfélagsfræðitíma og höfðum lesið það í bók að í "gamla daga“ hefðu karlar haft tvær krónur í dagslaun við að bera saltfisk. Konurnar eina krónu. Þó unnu þau hlið við hlið frá morgni til kvölds og gott ef í bókinni var ekki svarthvít ljósmynd af karli og konu að rogast með bretti af saltfiski á milli sín. Þá hélt ég auðvitað að svona vitleysa væri liðin tíð. Þegar ég yrði stór yrðu allir búnir að fatta að allir eru jafnir.

Bakþankar
Fréttamynd

Er fiskurinn að koma eða fara?

Makríldeila Íslands og Færeyja annars vegar og Evrópusambandsins og Noregs hins vegar snýst um mikla hagsmuni. Makrílveiðarnar hafa verið gríðarleg búbót fyrir íslenzkan sjávarútveg og Ísland stendur skiljanlega á rétti sínum að nytja stofn, sem hefur fært sig inn í lögsöguna, að því er menn telja vegna hlýnunar sjávar. Að sama skapi er skiljanlegt að útgerðar- og sjómenn í ESB-ríkjunum og Noregi séu súrir að missa spón úr sínum aski.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að týna árum ævi sinnar

Umfjöllun um streitu og vanlíðan hefur verið mjög mikil frá því við hlustuðum á ávarp Geirs H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, þar sem hann bað guð að blessa Ísland. Ég verð að viðurkenna að á þeim tíma þegar ég horfði á hann ljúka máli sínu með þessum orðum þá fann ég fyrir einhverri undarlegri tilfinningu sem er erfitt að lýsa en var sennilega sambland af ótta, óvissu og öryggisleysi. En ég fann jafnframt að ég fylltist einhverjum eldmóði og þjóðerniskennd. Þetta voru undarlegir tímar og flestir muna eflaust eftir því hvar þeir voru staddir á þeim tíma sem Geir talaði til þjóðarinnar svona svipað og þegar árásirnar voru gerðar á New York forðum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Línudans lobbýismans

Hagsmunasamtök heimilanna eru félagsskapur sem virðist tala fyrir hönd heimilanna í landinu, en þau virðast, samkvæmt samtökunum, hafa sameiginlega hagsmuni. Helsta baráttumál samtakanna er að afskrifa skuldir á íbúðarhúsnæði. Fyrir það eiga allir að greiða, líka þeir sem leigja húsnæði en eiga ekki. Sjónvarpsauglýsingar samtakanna eru hins vegar merki um það sem koma skal í íslenskum stjórnmálum.

Bakþankar
Fréttamynd

Óræktarlegt skattkerfi

Skattahækkanir voru óumflýjanlegar til að ná endum saman í ríkisrekstrinum eftir hrun, um það eru flestir sammála. Um hitt greinir menn á, hvort gengið hafi verið of langt í skattahækkunum og þá of skammt í lækkun kostnaðar hins opinbera. Sömuleiðis er deilt um hvort viðleitni til að ná fram jöfnuði í gegnum skattkerfið hafi skilað tilætluðum árangri eða hvort hún sé beinlínis farin að draga úr hvata fólks til að vinna og skapa verðmæti. Um eitt þarf hins vegar ekki að deila; breytingar á skattkerfinu eftir hrun hafa gert það flóknara, ógegnsærra og torskildara.

Fastir pennar
Fréttamynd

Strákarnir okkar

Strákar í að minnsta kosti þremur framhaldsskólum hafa nú með skömmu millibili álpast inn á jarðsprengjusvæði opinberrar umræðu með framgöngu sem fer út yfir öll mörk kvenfyrirlitningar, en var eflaust aldrei "þannig meint“, heldur bara "grín sem fór úr böndunum“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvað á barnið að heita?

Státinn strákur kom í heiminn 10. nóvember. Það var ekki beðið með skírn því strax daginn eftir var farið með hann í kirkju og hann var ausinn vatni. Og þá var hann orðinn borgari tíma og eilífðar, fæddur inn í heiminn en líka himininn. En nafnið? Marteinn. Var það nafn úr fjölskyldunni eða út í loftið? Enginn afi hét því nafni, það var ekki fjölskyldunafn og þó alls ekki út í loftið.

Bakþankar
Fréttamynd

Þeir tapa sem segja satt

Eftirspurn kjósenda beinist í ríkari mæli að myndum í björtum litum en dökkum. Af sjálfu leiðir að á markaðstorgi stjórnmálanna er jafnan meira framboð af slíkum myndum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nú skal segja

Ég átti áhugavert spjall á dögunum við tvo menn sem voru mjög virkir í verkalýðsbaráttu á áttunda áratugnum. Réttindi eins og sumarfrí voru þá ekki sjálfsögð heldur þurfti að berjast fyrir þeim, ásamt því að samningum væri fylgt og lög væru virt. "Fólk gerir sér ekki grein fyrir þessu í dag,“ sagði annar þeirra. "Það veit ekki hvað er á bak við réttinn til sumarleyfis og yfirvinnugreiðslu. Þetta er ekkert sjálfsagt og við þurfum alltaf að vera á verði.“

Bakþankar
Fréttamynd

Fossdsráðhirra

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór?“ spurði elskuleg búðarkona fjögurra ára viðskiptavin sem var að verzla með pabba sínum. "Fossdsráðhirra“, svaraði sú stutta. "Já þú ætlar að verða fóstra, elskan,“ sagði afgreiðslukonan. "Ég sagði foss-ædis-ráð-hirra!“ hvæsti hin á móti.

Fastir pennar
Fréttamynd

Góð stefna verði ekki vond kredda

Ríkjandi stefna menntamálayfirvalda um skóla án aðgreiningar er enn á ný í brennidepli, að þessu sinni vegna staðfestingar menntamálaráðuneytisins á ákvörðun skólastjórnenda í Klettaskóla í Reykjavík um að synja þroskahömluðum dreng úr Kópavogi um skólavist.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kaupin á Eirinni

Alveg er það makalaust hvað er hægt að þyrla upp miklu moldviðri í kringum eitt hjúkrunarheimili. Eir skuldar einhverjar krónur og samfélagið fer á hliðina. Það var svo sem ekki við öðru að búast en að fjölmiðlar, pólitíkusar og almenningur myndi nýta þetta leiðindamál til að fara í enn eina nornaveiðiferðina. Fátt lætur okkur Íslendingum betur en að kenna einhverjum um þegar hlutir fara aðeins úrskeiðis. Alltaf skal draga menn til ábyrgðar. Eins og það leysi eitthvað.

Bakþankar
Fréttamynd

„Þessi svokallaða sprengja“

Ég sit með fartölvuna úti í glugga og hvessi augun á óstýriláta Lundúnaunglinga sem hanga í portinu fyrir utan og leika sér með rakettur. Um alla borg ómar sprengjugnýr eins og slagverk undir stórborgarsinfóníunni. Ástæðan fyrir látunum er ekki snemmbúinn nýársfögnuður heldur fjögurra alda gamalt sprengjutilræði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bragðlaukar barna

Kennarar í Hafnarfirði eru ósáttir við að þurfa að gera sér að góðu sama mat og borinn er á borð fyrir nemendur þeirra. Ósætti kennaranna byggir á því að bæjarstarfsmönnum sé mismunað vegna þess að aðrir starfsmenn bæjarins fái annan og betri mat en kennararnir. Maturinn sem boðinn sé í skólunum sé hins vegar "eldaður með smekk og bragðlauka barna í huga“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Synd og skömm

Ofbeldi getur tekið á sig alls konar myndir. Við heyrum sögur á hverjum degi; þær eru okkur oftast óviðkomandi og fátt hægt að gera annað en að fordæma verknaðinn í hljóðlátri reiði. Stundum er öllum samt svo ofboðið að þeir geta ekki orða bundist, enda er þá verknaðurinn með slíkum ólíkindum að fagfólk er ráðið til að rannsaka málið í smáatriðum og senda frá sér skýrslur. Ein slík var birt á dögunum og hver sá sem kynnir sér efni hennar hlýtur að velta fyrir sér hversu langt er hægt að ganga í að meiða aðra og komast upp með það. Meiða börn.

Bakþankar
Fréttamynd

Stelpur og strákar fá raflost

Í vikunni fékk ég að handleika óvenjulegan hlut sem löngu er hætt að nota: Blóðtökutæki. Inni í því voru átta litlir hnífar. Þegar losa átti fólk við illvíga sjúkdóma var tækið lagt á hold þess og þrýst á þannig að hnífarnir skáru og blóðið vall. Ég sagði við manninn sem átti tækið að það hefði nú ekki verið þægilegt að láta nota þetta á sig. Hann svaraði mér um hæl: "Sjúklingar voru nú ekki spurðir að því og síst af öllu á þessu sjúkrahúsi.“ Ég spurði hvaða sjúkrahús það hefði verið. "Það var Kleppur.“

Bakþankar
Fréttamynd

Skjólið á Höfðatorgi

Hluti af arfleifð góðærisins í aldarbyrjun er gler- og stálturnar hingað og þangað um höfuðborgina. Þetta eru misljót minnismerki um tímann þegar öll umsvif fóru út úr eðlilegum skala, hvort sem það voru heimsveldisbyggingar í viðskiptum, stíflu- eða húsbyggingar.

Fastir pennar