Sér fyrir enda skattahækkana? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 17. nóvember 2012 10:11 Sveitarstjórnir um allt land liggja þessa dagana yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Það er klárlega ekki alltaf létt verk, enda bæði rekstrar- og skuldastaða margra sveitarfélaga erfið. Það vekur þó athygli að í það minnsta þrjú sveitarfélög, öll á suðvesturhorninu, stefna að því að lækka skatta á næsta ári. Þannig hefur Seltjarnarnes samþykkt fjárhagsáætlun sem kveður á um að útsvar íbúanna lækki úr 14,18% í 13,66%. Í Grindavík á að lækka útsvarið úr 14,48%, sem er leyfilegt hámarksútsvar, í 14,38%. Í Kópavogi hefur meirihluti bæjarstjórnar tilkynnt áform um að lækka fasteignagjöld, vatnsskatt og sorphirðugjald. Í flestum tilvikum munar skattgreiðendur ekki stórkostlega um þessar gjaldalækkanir, en þær eru samt mikilvægt fagnaðarefni, vegna þess að þær eru til merkis um að nú sjái hugsanlega fyrir endann á þeirri skattahækkanahrinu ríkis og sveitarfélaga, sem hefur verið samfelld frá hruni. Þannig lagði Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, áherzlu á það í samtali við Fréttablaðið fyrr í vikunni að sleginn væri nýr tónn. Frekari skattalækkana væri að vænta á næstu árum. Seltjarnarnes og Grindavík standa vel miðað við mörg önnur sveitarfélög og skulda ekki mikið. Kópavogur skuldar á þessu ári nærri 2,5-faldar rekstrartekjurnar, en stefnir í að koma skuldunum í rúmlega 200% af tekjunum á næsta ári. Auðvelda leiðin í þeirri stöðu er að skrúfa skattana í botn og láta íbúana súpa seyðið af röngum ákvörðunum fyrri ára. Það er þess vegna virðingarvert að meirihluti bæjarstjórnarinnar skuli fremur kjósa aðhald í rekstrinum. Minnihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs segir það "sýndarlækkun" að lækka fasteignaskatta, af því að fasteignamat hafi hækkað og því fórni bærinn í raun ekki tekjum. Það er rétt eins langt og það nær, en þá ber líka að hafa í huga að mörg sveitarfélög, þar sem fasteignamat hefur hækkað, breyta ekki skattprósentunni og þiggja bara að fleiri krónur komi í kassann. Svo er það áhugaverð umræða hvort tekjur tapist með skattalækkunum. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði í Viðskiptablaðinu fyrr í vikunni frá því að hann nýtti skattalækkunaráformin til að reyna að fjölga íbúum í bænum. Hann gengi til dæmis á milli báta í höfninni og kynnti bæinn fyrir sjómönnum. Það hefði þegar borið þann árangur að nokkrir hefðu flutt heimili sitt til Grindavíkur. Í ljósi þess að sjómenn eru meira en meðalmenn í launum, er það heilmikil búbót fyrir lítið sveitarfélag. Heilbrigð skattasamkeppni á milli sveitarfélaga er af hinu góða. Vonandi leiðir þessi viðleitni þriggja sveitarfélaga til þess að önnur sjái sér líka hag í því að lækka skatta og vanda sig við reksturinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun
Sveitarstjórnir um allt land liggja þessa dagana yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Það er klárlega ekki alltaf létt verk, enda bæði rekstrar- og skuldastaða margra sveitarfélaga erfið. Það vekur þó athygli að í það minnsta þrjú sveitarfélög, öll á suðvesturhorninu, stefna að því að lækka skatta á næsta ári. Þannig hefur Seltjarnarnes samþykkt fjárhagsáætlun sem kveður á um að útsvar íbúanna lækki úr 14,18% í 13,66%. Í Grindavík á að lækka útsvarið úr 14,48%, sem er leyfilegt hámarksútsvar, í 14,38%. Í Kópavogi hefur meirihluti bæjarstjórnar tilkynnt áform um að lækka fasteignagjöld, vatnsskatt og sorphirðugjald. Í flestum tilvikum munar skattgreiðendur ekki stórkostlega um þessar gjaldalækkanir, en þær eru samt mikilvægt fagnaðarefni, vegna þess að þær eru til merkis um að nú sjái hugsanlega fyrir endann á þeirri skattahækkanahrinu ríkis og sveitarfélaga, sem hefur verið samfelld frá hruni. Þannig lagði Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, áherzlu á það í samtali við Fréttablaðið fyrr í vikunni að sleginn væri nýr tónn. Frekari skattalækkana væri að vænta á næstu árum. Seltjarnarnes og Grindavík standa vel miðað við mörg önnur sveitarfélög og skulda ekki mikið. Kópavogur skuldar á þessu ári nærri 2,5-faldar rekstrartekjurnar, en stefnir í að koma skuldunum í rúmlega 200% af tekjunum á næsta ári. Auðvelda leiðin í þeirri stöðu er að skrúfa skattana í botn og láta íbúana súpa seyðið af röngum ákvörðunum fyrri ára. Það er þess vegna virðingarvert að meirihluti bæjarstjórnarinnar skuli fremur kjósa aðhald í rekstrinum. Minnihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs segir það "sýndarlækkun" að lækka fasteignaskatta, af því að fasteignamat hafi hækkað og því fórni bærinn í raun ekki tekjum. Það er rétt eins langt og það nær, en þá ber líka að hafa í huga að mörg sveitarfélög, þar sem fasteignamat hefur hækkað, breyta ekki skattprósentunni og þiggja bara að fleiri krónur komi í kassann. Svo er það áhugaverð umræða hvort tekjur tapist með skattalækkunum. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði í Viðskiptablaðinu fyrr í vikunni frá því að hann nýtti skattalækkunaráformin til að reyna að fjölga íbúum í bænum. Hann gengi til dæmis á milli báta í höfninni og kynnti bæinn fyrir sjómönnum. Það hefði þegar borið þann árangur að nokkrir hefðu flutt heimili sitt til Grindavíkur. Í ljósi þess að sjómenn eru meira en meðalmenn í launum, er það heilmikil búbót fyrir lítið sveitarfélag. Heilbrigð skattasamkeppni á milli sveitarfélaga er af hinu góða. Vonandi leiðir þessi viðleitni þriggja sveitarfélaga til þess að önnur sjái sér líka hag í því að lækka skatta og vanda sig við reksturinn.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun