Þjóðviljinn Hver er þjóðviljinn? Hvernig finnum við hann? Hver talar fyrir hann? Er hann einn eða síkvikur? Er hann summa þess sem öllum finnst? Er hann meirihluti fólks? Meirihluti þeirra sem taka afstöðu? Það er nú það. Fastir pennar 21. janúar 2013 10:30
Krónublinda Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og leiðtogi flokksins í Reykjavík Suður í komandi alþingiskosningum, birti nýverið pistil á heimasíðu sinni undir yfirskriftinni ?sláandi verðkönnun?. Þar segir hún frá samanburði konu á kassakvittun frá Bónus árið 2007 og annarri þar sem nákvæmlega sömu vörur voru keyptar í desember 2012. Niðurstaðan sýnir að Fastir pennar 21. janúar 2013 06:00
Hjarta og hugrekki Vilborg Arna Gissurardóttir fór alla leið á pólinn. Hún hefur grunngildi sín á hreinu og skráði þau á heimasíðu sína. Hún skrifaði þau innan á tjaldið sitt líka. Þau blöstu því við henni alla daga og minntu hana á hver hún væri og í krafti hvers: ?Með gildi mín: jákvæðni, áræðni og hugrekki ætla ég að ná markmiði mínu.? Stefnan var því skýr og í samræmi við innri afstöðu. Ofurkuldi, slæm færð, stórviðri, veikindi, svengd og kal brutu ekki niður, heldur urðu fremur verkefni Vilborgar til að vinna með. Bakþankar 21. janúar 2013 06:00
Kynþokkinn mun gera yður frjálsar Á fjörur mínar rak í vikunni tvö erlend stórtímarit, nýútkomin og brakandi fersk. Í forsíðuviðtölum voru heimsþekktar stórstjörnur og kynbombur og báðar tjáðu þær sig um stöðu kvenna, sína eigin og annarra. Bakþankar 19. janúar 2013 06:00
Skrímsli og menn Skrímsli. Þetta er stórt orð. Það er raunar svo stórt að það getur inniborið nokkurn veginn allt sem ímyndunaraflið leyfir. Við þekkjum ýmis skrímsli, íslensk og erlend; Lagarfljótsorminn, varúlfa, skoffín, Godzilla, dreka, sköpunarverk Frankensteins og Þorgeirsbola – en getum líka búið til okkar eigin að vild og fellt undir mengið. Bakþankar 18. janúar 2013 06:00
„Okkar“ Oft á þessum tíma árs má heyra nöldur fólks yfir þeirri staðreynd að hinn heilagi fréttatími RÚV sé styttri eða sé sýndur á öðrum tíma en alla jafna. Fastir pennar 18. janúar 2013 06:00
Sveiflur í kynlífi Spurning: Konan mín rak erlenda frétt framan í mig um að nær helmingur kvenna missti alla kynlöngun á einhverjum tímapunkti. Ég fékk áfall. Hún var sem sagt að réttlæta margra ára kynsvelti við mig! Þetta þykir mér vera dapurleg staðreynd og alls ekki góðar fréttir. Fastir pennar 18. janúar 2013 06:00
Innherjaveðmál Lífeyrissjóðir landsins luku við að gera upp svokallaða gjaldmiðlasamninga sína við föllnu bankana í síðustu viku. Samningarnir voru gerðir upp með rúmlega 70 milljarða króna tapi. Til að milda það högg fengu sjóðirnir að skuldajafna kröfur sem þeir áttu á bankana á móti. Lokaniðurstaðan er sú að tæplega 40 milljarðar króna fóru í súginn vegna þátttöku sjóðanna í þessum veðmálum. Fastir pennar 18. janúar 2013 06:00
Botnlausa tjaldið Ég horfði á endursýningu á áramótaskaupinu með 7 ára dóttur minni og þar sem við sátum í mestu makindum í sófanum lítur hún spyrjandi á mig; "Mamma, af hverju er maðurinn að kaupa tjald með engum botni?” Það stóð á svari frá mér enda finnst mér það óásættanlegt að ég þurfi að útskýra fyrir dóttur minni að menn beiti konur slíku skipulögðu ofbeldi. Hvers konar samfélag er það, þar sem ég þarf að útskýra fyrir henni að hún gæti mögulega lent í þessu einhvern tíma á lífsleiðinni? Í raun eru líkurnar miklar þar sem ein af hverjum fjórum konum verður fyrir kynbundnu ofbeldi á lífsleiðinni. Fastir pennar 17. janúar 2013 06:00
Þjóðhagslegt mikilvægi lítilla fyrirtækja Þótt ótrúlegt megi virðast samanstendur íslenskt atvinnulíf að stærstum hluta af litlum fyrirtækjum. Fastir pennar 17. janúar 2013 06:00
Umræða eykur meðvitund og ábyrgð Mál kynferðisbrotamannsins Karls Vignis Þorsteinssonar hefur komið við þjóðina. Fólk er slegið óhugnaði yfir því að maður skuli í skjóli meðvirkni og þagnar hafa komist upp með að níðast á börnum í marga áratugi. Fastir pennar 17. janúar 2013 06:00
Við Vilborg Arna Við erum misjafnlega dugleg. Sem betur fer. Til að þokkalegt jafnvægi haldist í samfélaginu þarf að vera einn latur á móti einum duglegum. Ef allir væru duglegir væri samfélagið á yfirsnúningi og ef allir væru latir gerðist ekki neitt. Mér sýnist að sumir séu alltaf duglegir og aðrir alltaf latir og þeir sem eftir standi flakki á milli flokka; séu stundum duglegir og stundum latir. Það er ágætt. Bakþankar 17. janúar 2013 06:00
Hetjur kastljóssins "Svo virðist sem starfstitli mínum hafi verið ruglað saman við eitthvað annað – það má segja að ég sé fórnarlamb fávisku.“ Skoðun 16. janúar 2013 06:00
Alls ekki illa meint Tja, var hann ekki bara að grínast,“ sagði ég aumingjalega og án allrar sannfæringar. Þetta var afspyrnu lélegt svar, ég vissi það strax en ég hafði bara ekkert annað tiltækt svona í fljótheitum. En jafnvel þó hefði fengið einhvern umhugsunarfrest er ég ekki viss um að ég hefði komið með neitt betra. Bakþankar 16. janúar 2013 06:00
Tímamót Samþykkt þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landsvæða markar tímamót. Með henni er í fyrsta sinn lögð fram stefna til framtíðar um flokkun landsvæða í orkunýtingarflokk, verndarflokk og svo biðflokk og byggir þingsályktunartillagan á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun sem samþykkt voru á Alþingi vorið 2011. Fastir pennar 16. janúar 2013 06:00
Hægagangurinn Samþykkt ríkisstjórnarinnar í gær, um að hægja á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið, er augljóslega tekin með hagsmuni Vinstri grænna í huga. Flokkurinn treystir sér ekki til að hefja viðræður um erfiðustu málin; landbúnað, sjávarútveg og tengd mál, í aðdraganda kosninga. Fastir pennar 15. janúar 2013 06:00
Vinkonur á ný Mér brá svolítið þegar ég gerði mér grein fyrir að það væru 24 ár síðan við kynntumst. Það var þegar mamma stoppaði hana úti á götu og sagði: "Þetta er Erla. Hún er nýflutt í bæinn. Má hún vera memm?“ Bakþankar 15. janúar 2013 06:00
Hæg breytileg átt Maður heyrir stundum í útvarpinu auglýsingar frá Mjólkursamsölunni um svonefndan ?góðost?. Þær eru athyglisverður vitnisburður um ríkjandi hugarfar. Þetta eru auglýsingar ættaðar úr landi hinnar fúlskeggjuðu heimsafneitunar í lopapeysu, ætlað að höfða til Bjarts í Sumarhúsum. Þar má til dæmis heyra einn af föstum veðurfréttalesurum Ríkisútvarpsins segja okkur að góðostur sé jafn íslenskur og hæg breytileg átt (minnir mig) og sannast þá loks texti Bógómíls Font: Fastir pennar 14. janúar 2013 06:00
Fake it till you become it Ég sá athyglisverðan fyrirlestur með Amy Cuddy á www.ted.com/talks um daginn, sem hún kallar Your body language shapes who you are. Bakþankar 14. janúar 2013 06:00
Breytt landslag Athyglisvert er að skoða kannanir Markaðs- og miðlarannsókna (MMR) á því hvaða stjórnmálaflokkum fólk treysti bezt til að fara með forystu í ákveðnum málaflokkum. Þær gefa fyllri mynd af pólitíska landslaginu en hreinar fylgiskannanir. Þessar kannanir hafa verið gerðar fimm sinnum frá hruni og Fréttablaðið hefur birt niðurstöður þeirra, síðast nú á laugardag. Fastir pennar 14. janúar 2013 06:00
Runk, runk uppi á fjöllum Stöku sinnum rekst ég á eldra fólk sem sýnir mér fram á það hversu mikill væskill ég get stundum verið. Einn þeirra varð á vegi mínum milli jóla og nýárs í spænska fjallaþorpinu Castríl. Bakþankar 12. janúar 2013 06:00
Umræðuþræðinum lokað Mér hefur verið boðið að hitta fulltrúa Feneyjanefndarinnar þegar þeir verða hér á landi til að kynna sér drög að nýrri stjórnarskrá. Fastir pennar 11. janúar 2013 06:00
Hringlað með höft Þegar samþykkt var að setja á gjaldeyrishöft á Íslandi í lok nóvember 2008 var því sýndur skilningur. Krónan hafði enda hrapað í verði samhliða bankahruninu. Fastir pennar 11. janúar 2013 06:00
Stuð í háloftunum Ég fæ alltaf fiðring í magann á Reykjanesbrautinni þegar ég er farinn að nálgast Leifsstöð. Það er skemmtilegt að ferðast og þá eimir enn þá örlítið eftir af þessari tilfinningu að maður sé að gera eitthvað merkilegt þótt flugferðir séu vitaskuld orðnar algengari en í gamla daga. Ég er að vísu aðeins flughræddur en það er svo sem ekkert stórmál. Ég legg í vana minn að fá mér tvo drykki á Panorama-bar fyrir flugtak og svo tek ég yfirleitt einn Tópas-pela með mér í vélina svo ég geti róað taugarnar ef eitthvað óvænt gerist. Stundum tekst mér líka að sökkva mér í lestur og þá gleymi ég alveg hræðslunni. Þess vegna kaupi ég jafnan nýjasta eintakið af Economist í bókabúðinni í Fríhöfninni eða jafnvel góðan reyfara. Bakþankar 11. janúar 2013 06:00
Rakettu fullnæging Vissulega getum við talað um stóra, tignarlega og litríka flugelda sem springa í allar áttir og það er engu líkara en hausinn á þeim fullnægða ætli að þjóta upp í loft með flugeldunum, svo magnaður er þessi hápunktur kynlífsins. Fastir pennar 10. janúar 2013 19:00
Á að selja allt? Spurningin sem eðlilegt er að fjárfestar spyrji sig, þegar kemur að hlutabréfamarkaðnum, er hvort það sé innistæða fyrir hækkunum sem hafa einkennt allar nýskráningarnar eftir hruni fyrir rúmum fjórum árum. Fastir pennar 10. janúar 2013 14:00
Glötuð tækifæri eða gripin? Lög um að í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn verði annað kynið að skipa hið minnsta 40 prósent sæta taka gildi í september á þessu ári. Eftir minna en átta mánuði. Íslenzk fyrirtæki fengu tveggja og hálfs árs aðlögunartíma að nýju lögunum, sem voru sett eftir að háleitar heitstrengingar forsvarsmanna fyrirtækja og samtaka þeirra um að jafna hlut kynjanna í stjórnum höfðu árum saman skilað nákvæmlega engum árangri. Árið áður en lögin voru sett fækkaði konum í stjórnum skráðra fyrirtækja á Íslandi. Fastir pennar 10. janúar 2013 06:00
Ráðandi stétt Heimsbyltingin átti að eyða kapítalismanum úr mannfélaginu. Í staðinn bylti kapítalisminn heiminum. Og nú er öreigum loksins farið að fækka, nokkuð sem fáir þorðu að vona fyrir skemmstu. Millistéttir heimsins vaxa með slíkum hraða og svo víðtækum afleiðingum að í þeim vexti er að finna eina stærstu breytingu okkar umrótstíma. Vilji menn finna kraftana sem knýja margslungnar byltingar samtímans er ekki úr vegi að líta til stéttastjórnmála og alveg sérstaklega til þróunar millistétta heimsins. Hjá þeim tengja keimlíkir draumar strönd við strönd. Draumarnir snúast um neyslu og aukna menntun. Fastir pennar 10. janúar 2013 06:00
Nýtt ár – sama blekking Það endurtekur sig ár eftir ár. Fyrstu dagana í janúar er varla nokkur manneskja viðræðuhæf um annað en áramótaheitin og nýja lífsstílinn sem til stendur að taka upp. Nú skal tekið á því sem aldrei fyrr og öllu sem aflaga hefur farið kippt í liðinn með trukki. Það á að borða hollari mat, mæta daglega í ræktina, hætta að reykja, drekka minna, ganga á fjöll og hlaupa maraþon. Og vei þeim sem vogar sér að minna á að þessi heit hafi nú líka verið strengd í fyrra og spyr í sakleysi hvað orðið hafi um nýja lífsstílinn sem tekinn var upp þá. Þetta er allt annað mál, núna er þetta sko í alvöru. Bakþankar 10. janúar 2013 06:00
Glósur úr ferð til Brussel Ég fór á dögunum (16. til 18. desember) til Brussel, ásamt hópi íslenskra blaðamanna, og heimsótti stofnanir Evrópusambandsins, hitti fólk, og fylgdist með því þegar opnaðir voru nýir kaflar í aðildarviðræðum samninganefndar Íslands og ESB. Fastir pennar 9. janúar 2013 15:00