Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu barnaklámsmynda

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu barnarklámsmynda. Myndirnar fundust í tveimur tölvum í eigu mannsins eftir að lögregla hafði gert húsleit hjá honum í september í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður af ákæru um frelsissviptingu

Hæstiréttur sýknaði í dag karlmann af ákæru um frelsissviptingu og sneri þannig við dómi héraðsdóms sem dæmt hafði manninn í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa haldið starfsmanni Orkuveitu Reykjavíkur nauðugum í um hálfa klukkustund á skrifstofu fyrirtækis hans í Kópavogi.

Innlent
Fréttamynd

Eins árs fangelsi fyrir kynferðisbrot

Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í eins árs fangelsi fyrir kynferðisbort gegn konu á veitingastað fyrir þremur árum. Hann var ákærður fyrir að hafa haft og reynt að hafa mök við konuna gegn vilja hennar með því að klippa göt á buxur hennar og sokkabuxur á meðan hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga eins og segir í dómnum.

Innlent
Fréttamynd

Fangelsuð fyrir að reyna að smygla fíkniefnum inn á Litla-Hraun

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag konu í tveggja mánaða fangelsi fyrir að reyna að smygla fíkniefnum inn á Litla-Hraun og fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna sama dag. Konan reyndi í haust að smygla hassi í leggöngum sínum inn í fangelsið en fíkniefnahundur varð efnanna var

Innlent
Fréttamynd

Flugnema dæmdar bætur vegna flugslyss

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag flugkennara og flugskóla til þess að greiða flugnema um 3,8 milljónir króna í skaðabætur vegna flugslyss sem hann lenti í í æfingaflugi árið 2003.

Innlent
Fréttamynd

Eins og hálfs árs fangelsi fyrir veskisþjófnað

Hæstiréttur staðfesti í dag eins og hálfs árs fangelsisdóm hérðasdóms yfir karlmanni sem sakfelldur var fyrir að hafa stolið veski úr verslun sem hann vann hjá og tekið út tíu þúsund krónur af debetkorti í veskinu. Með þessu rauf hann skilorð dóms þar sem hann hafði hlotið 18 mánaða fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Sakfelldir fyrir þjófnað á Laugarvatni

Tveir 15 og 16 ára unglingar hafa verið sakfelldir fyrir þjófnað í Héraðsdómi Suðurlands en dómurinn hefur ákveðið að fresta ákvörðun refsingar yfir þeim þannig að hún falli niður einu ári frá dómsuppsögu haldi þeir skilorð.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir þjófnað í starfi sem öryggisvörður

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið meðal annars peningum, tölvu og flatskjá í húsnæði Mjólkurbús Flóamanna á Selfossi þegar hann starfaði sem öryggisvörður Securitas.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir árás á fyrrverandi eiginkonu

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann á fertugsaldri í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna, og til að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni og barnsmóður 400 þúsund krónur í miskabætur vegna stórfelldrar líkamsárásar á hana í maí árið 2005.

Innlent
Fréttamynd

Sakfelldur fyrir ölvunarakstur á bílaplani

Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur til greiðslu 135 þúsund króna í sekt og var sviptur ökuskírteini í eitt ár fyrir að hafa ekið bíl undir áhrifum áfengis fyrir utan skemmtistað á Selfossi.

Innlent
Fréttamynd

Kveikt í flugeldum og tertum inni í bíl

Bifreið á Akureyri skemmdist mikið að innan í gær eftir að kveikt hafði verið í flugeldum og tertum inni í henni. Fram kemur í frétt frá lögreglunni á Akureyri að eigandi bílsins hafi skilið bílinn eftir fyrir utan húsnæði Bílaklúbbs Akureyrar við Frostagötu aðfaranótt sunnudags, en í aftursætinu voru nokkrar tertur og flugeldar.

Innlent
Fréttamynd

Dæmd fyrir fíkniefnasmygl í pósti og vörslu fíkniefna

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í eins og hálfs árs fangelsi og konu í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla inn bæði amfetamíni og kókaíni til landsins með póstsendingum og ýmis önnur brot.

Innlent
Fréttamynd

Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnasmygl

Litháískur ríkisborgari á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að reyna að smygla fíkniefnum til landsins í fyrra. Hann var gripinn við komu Norrænu til Seyðisfjarðar þann 31. ágúst eftir að tollverðir höfðu fundið nærri tvö og hálft kíló af amfetamíni í BMW-bifreið sem hann var skráður ökumaður fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Dómi vegna verka Kjarvals áfrýjað til Hæstaréttar

Ættingjar Jóhannesar S. Kjarvals listmálara hafa ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í dag til Hæstaréttar og dómstóla erlendis ef niðurstaðan þar verður sú sama. Þetta sagði Ingimundur Kjarval, barnabarn listmálarans, í samtali við fréttastofu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Úrskurður kveðinn upp í Kjarvalsmálinu í dag

Héraðsdómur kveður upp úrskurð í dag í Kjarvalsmálinu svokallaða. Afkomendur listmálarans vilja fá úr því skorið hvort fimm þúsund listaverk sem fóru úr vinnustofu listmálarans til borgarinnar hafi verið flutt þaðan með lögmætum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Fær ekki upplýsingar um símanúmer úr sendi í Eyjum

Hæstiréttur hefur fellt út gildi úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að símafyrirtækjunum Og fjarskiptum og Símanum verði gert skylt að upplýsa um öll símanúmer sem notuðu ákveðinn GSM-sendi í Vestmannaeyjum á tíu klukkustunda tímabili vegna rannsóknar á bruna í fiskimjölsverksmiðju Ísfélags Vestmannaeyja þann 16. desember síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Dómur kveðinn upp í stóru fíkniefnamáli fyrir hádegi

Dómur verður kveðinn upp laust fyrir hádegi í máli á hendur fimm mönnum í tengslum við eitt stærsta fíkniefnamál sem komið hefur upp hér á landi. Um er að ræða fjóra Íslendinga og einn Hollending sem ákærðir voru fyrir smygl á um 15 kílóum af amfetamíni og tíu kílóum af hassi í BMW-bifreið til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður af ákæru um nauðgun

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað stúlku í maí síðastliðnum. Fólkið mun hafa hist á skemmtun og farið saman af skemmtuninni og á maðurinn að hafa naugðað stúlkunni á víðavangi skammt þar frá.

Innlent
Fréttamynd

Tveggja mánaða dómur fyrir kannabisrækt

Karlmanns á fimmtugsaldri bíður tveggja mánaða fangelsi en hann var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakfelldur fyrir fíkniefnabrot með því að hafa í vörslu sinni 2,5 grömm af hassi og kannabisræktun.

Innlent
Fréttamynd

Ketkrókur dæmdur í hálfs árs fangelsi

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir búðarhnupl í sumar og haust. Manninum var gefið að sök að hafa stolið þremur lambalærum í einni verslun, einu læri í annarri verslun og lambakótilettum í þriðju versluninni.

Innlent