George Clooney á Íslandi í nýrri stiklu Bandaríski leikarinn og hjartaknúsarinn George Clooney fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Midnight Sky sem frumsýnd verður 23. desember á Netflix. Nú rétt í þessu birtist glæný stikla úr kvikmyndinni sem er að stórum hluta tekin upp hér á landi. Bíó og sjónvarp 27. október 2020 14:31
Ingó vildi sjálfur syngja ástarlagið Dreymir Í síðasta þætti af Í kvöld er gigg brá Ingó út af vananum og söng sjálfur nokkur lög með dyggri aðstoð gesta sinna. Lífið 25. október 2020 21:58
MeToo gjörbreytti Hollywood: Stappaði niður fætinum þegar hún var beðin um að gera aðra hluti en að leika Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. Lífið 25. október 2020 10:00
Enn sópar Hildur að sér verðlaunum fyrir Joker Hildur Guðnadóttir, tónskáld og Óskarsverðlaunahafi, vann í gær til enn einna verðlaunanna fyrir tónlist sína fyrir kvikmyndina Joker Bíó og sjónvarp 25. október 2020 09:52
Schwarzenegger segist brattur eftir hjartaaðgerð Austurrísk-bandaríski hasarmyndaleikarinn og fyrrverandi ríkisstjórinn Arnold Schwarzenegger segir að sér líði „frábærlega“ eftir að hann gekkst undir hjartaaðgerð í gær. Erlent 24. október 2020 09:05
Sjáðu Birgittu Haukdal syngja hugljúfa útgáfu af Skítamóralslaginu Ennþá Þrjár af skærustu poppstjörnum Íslands voru gestir Ingó Veðurguðs í nýjasta þætti Í kvöld er gigg. Hreimur úr Landi og sonum, Birgitta Haukdal úr Írafár og Gunnar Óla úr Skítamóral heiðruðu Ingó með nærveru sinni. Lífið 23. október 2020 21:03
Ótrúlegur hæfileiki Matta Matt: Talar og syngur aftur á bak „Þetta er í alvörunni! Hann getur talað aftur á bak“ sagði Ingó Veðurguð um söngvarann Matta Matt síðasta föstudagskvöld.Í kjölfarið þuldi Ingó upp setningar sem Matti flutti svo aftur á bak án þess að taka sér tíma í að hugsa. Lífið 23. október 2020 17:32
Hryllingsmyndaveisla í streymi hjá RIFF um helgina RIFF kynnir fimm nýjar hryllingsmyndir sem sýndar verða fram á miðnætti sunnudag á vefnum riff.is. Bíó og sjónvarp 23. október 2020 13:00
Innblásin af ímynduðu matarboði með Björgvini og Eddu Tónlistarkonan Una Stefánsdóttir sendi frá sér lagið Með þér í dag ásamt Babies flokknum. Lagið er þemalag þáttanna Ísbíltúr með mömmu en fyrsti þáttur mæðginanna Eddu Björgvins og Björgvin Franz Gíslasonar fer í loftið í kvöld. Tónlist 21. október 2020 15:31
Nýjasta Star Trek serían hefst á brotlendingu á Hverfjalli Ísland leikur lykilhlutverk í fyrsta þætti nýjustu þáttaraðar Star Trek: Discovery þáttanna. Bíó og sjónvarp 20. október 2020 13:30
Beraði sig fyrir vinnufélögum á fjarfundi Bandaríska blaðið New Yorker hefur vikið Jeffrey Toobin, rithöfundi og greinahöfundi, frá störfum eftir að hann beraði sig fyrir framan vinnufélaga á fjarfundi í síðustu viku. Erlent 20. október 2020 13:01
„Lína“ úr Emil í Kattholti er látin Leikkonan Maud Hansson Fissoun, sem er hvað þekktust hér á landi fyrir að leika vinnukonuna Línu í myndunum um Emil í Kattholti er látin. Lífið 19. október 2020 20:21
Ingó lyftir Jóni Viðari upp í faraldrinum Jón Viðar Jónsson sem oft hefur verið kallaður gagnrýnandi Íslands fór fögrum orðum um þáttinn Í kvöld er gigg á Facebook síðu sinni um helgina. Lífið 19. október 2020 20:00
Séra Brown og „fullur aðskilnaður ríkis og kirkju“ Aðdáendur bresks sjónvarpsefnis láta þættina um smábæjarklerkinn séra Brown ekki framhjá sér fara. Skoðun 19. október 2020 09:31
„Þess vegna er ég búinn að halda svona lengi í konuna mína“ „Ég ætla að fara í guilty pleasure, ég veit að þetta virkar ekki á balli en það er ótrúlega gaman að syngja þetta lag.“ segir Matti Matt þegar hann er beðinn um að velja eitt af sínum uppáhalds lögum til að syngja. Lífið 18. október 2020 22:08
„Hættulegast að rúlla niður fjall og falla niður stiga“ Bardagakapparnir Jón Viðar Arnþórsson og Gunnar Nelson koma fram í þáttunum Star Trek Discovery sem komu út á streymisveitunni Netflix nýverið. Lífið 18. október 2020 21:26
„Andi pabba sveif svo sannarlega þarna yfir vötnum“ Mæðginin Edda Björgvins og Björgvin Franz eru að byrja með nýja þætti á Stöð 2 en tökum á þeim lauk daginn sem Gísli Rúnar, fyrrverandi eiginmaður Eddu og faðir Björgvins, lést. Þættirnir eru því tileinkaðir Gísla Rúnari. Lífið 17. október 2020 20:01
Kvikmyndin Þorsti vinnur tvenn verðlaun á Screamfest í Bandaríkjunum Íslenska kvikmyndin Þorsti, sem lýst var sem gay vampírumynd, vann til tvennra verðlauna á bandarísku hryllingsmyndahátíðinni Screamfest, þeirri stærstu þar í landi. Bíó og sjónvarp 17. október 2020 14:30
„Þori ekki að telja klukkutímana á ári sem fara í að horfa á þetta fólk kyssast, rífast og gráta“ Aðdáendahópur Bachelor þáttanna er mjög stór hér á landi og hafa vinsældir stefnumótaþáttanna sjaldan verið meiri. Tvö ný íslensk hlaðvörp tengd þáttunum eru komin í loftið Lífið 17. október 2020 09:31
Sjáðu magnaðan flutning Magna á laginu Heroes Það var var glatt á hjalla og mikil stemmning þetta föstudagskvöldið í þættinum Í kvöld er gigg. Gestir þáttarins að þessu sinni voru engir aðrir en stórsöngvararnir og gleðitríóið þeir Matti Matt, Magni Ásgeirs og Jónsi í svörtum fötum. Lífið 16. október 2020 23:05
Draumaprins Röggu Gísla Síðasta föstudagskvöld heillaði Ragga Gísla landann upp úr skónum með einstökum sjarma sínum í þættinum Í kvöld er gigg. Lífið 15. október 2020 20:25
Nýjar myndir til sýnis á heimasíðu RIFF um helgina Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík býður landsmönnum í bíó heima í stofu næstu daga, til sunnudagskvöldins 18. október. Bíó og sjónvarp 15. október 2020 17:30
„Það er bara einn sem kemur upp í hugann minn, það er Ómar Ragnarsson“ Sjáðu Röggu Gísla og Ingó Veðurguð flytja lag Ómars Ragnarssonar Hann er þekktur fyrir sín þrumuskot. Lífið 14. október 2020 20:06
Stjarna úr Two and a Half Men er látin Bandaríska leikkonan Conchata Ferrell, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Two and a Half Men, er látin, 77 ára að aldri. Lífið 14. október 2020 07:43
Sjáðu óvænt blásturseinvígi Bjössa sax og Röggu Gísla Elífðar töffarinn og þjóðargersemin Ragga Gísla var gestur Ingó Veðurguðs í fjórða þættinum af Í kvöld er gigg. Henni til halds og trausts var dóttir hennar og söngkonan Dísa Jakobs. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 síðasta föstudagskvöld. Lífið 13. október 2020 20:51
Díana prinsessa og Margaret Thatcher í glænýrri stiklu úr The Crown Fjórða serían af The Crown fer í loftið 15. október og það á Neflix. Lífið 13. október 2020 15:31
Ari Eldjárn stal senunni Í síðasta þætti af Kviss mættust KR og KA í 16-liða úrslitunum. Lífið 13. október 2020 12:31
Disney leggur meiri áherslu á streymisveitur Forsvarsmenn Walt Disney tilkynntu í gær að fyrirtækið myndi leikja meiri áherslu á Disney+ og aðrar streymisveitur í framtíðinni. Breytingar verði gerðar á rekstri fyrirtækisins með breyttar áherslur í huga. Viðskipti erlent 13. október 2020 09:34
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Reykjavík 2022 í stað 2020 Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2020 sem halda átti í Reykjavík í desember verður haldin rafrænt og án áhorfenda í Berlín þann 12. desember næstkomandi. Menning 13. október 2020 08:59