Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Alexandra Sif í tökum með lagahöfundi Beyoncé

Alexandra Sif Tryggvadóttir vinnur hjá stórfyrirtækinu Spotify og er búsett í sólríku Los Angeles. Hún er að gera öfluga hluti vestanhafs í ýmsum verkefnum og öðlaðist það eftirsótta tækifæri að fá að sækja sérstakan fjölmiðla dag fyrir Óskarsverðlaunahátíðina. Blaðamaður hafði samband við Alexöndru og tók púlsinn á stemningunni svona rétt fyrir Óskarinn. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Wheel of Fortune and Fantasy: Svik og framhjáhald Japana á Stockfish

Stockfish kvikmyndahátíðin er nú hafin og kennir þar ýmissa grasa. Fyrsta sýning opnunardagsins var hin japanska Wheel of Fortune and Fantasy eftir Ryûsuke Hamaguchi. Hún inniheldur þrjár stuttmyndir sem tengjast allar á þann máta að hafa kvenpersónur í forgrunni og fjalla um ástarsambönd og einhverskonar svik. 

Gagnrýni
Fréttamynd

Eitt elsta bíó landsins brátt fyrir bí

Sögu eins elsta kvikmyndahúss landsins lýkur þann 1. maí þegar Borgarbíó á Akureyri hættir starfsemi. Verktakafyrirtækið BB Byggingar hefur keypt húsnæðið og fyrirhuguð er uppbygging á íbúðar- og verslunarrými á reitnum og nærliggjandi svæði. Meðal hugmynda er að rífa húsið og byggja nýtt.

Menning
Fréttamynd

Tim Burton endurvekur Addams fjölskylduna

Tim Burton mun glæða Addams fjölskylduna lífi í nýrri þáttaseríu fyrir Netflix en þetta verður í fyrsta skipti sem hann leikstýrir seríu. Þættirnir bera heitir Wednesday og er það tilvitnun í dóttur Addams fjölskyldunnar sem Jenna Ortega mun leika. 

Lífið
Fréttamynd

Víðtækar lokanir í miðbæ Reykjavíkur vegna Netflix-myndar

Tökur á Netflix-myndinni Heart of Stone eru fram undan hér á landi og verður fjölmörgum götum í miðbæ Reykjavíkur lokað í fjóra daga frá laugardeginum 2. apríl. Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá TrueNorth, segir að kvikmyndin verði gríðarleg auglýsing fyrir Reykjavík og Íslands.

Lífið
Fréttamynd

„Allir þurfa á smá ást að halda núna“

„Tímasetningin er fullkomin, við þurfum eitthvað hlýtt í hjartað og það er fátt fallegra en fólk í leit að ástinni," segir Ása Ninna Pétursdóttir um nýja seríu Fyrsta bliksins en önnur sería stefnumótaþáttanna byrjar í sýningu á Stöð 2 í næstu viku. 

Lífið
Fréttamynd

Hádramatískur Bachelor lokaþáttur á Íslandi

Hádramatískur tvöfaldur lokaþáttur The Bachelor sem tekinn var upp á Íslandi skildi aðdáendur þáttanna eftir gapandi yfir öllu því sem fór fram. *Höskuldarviðvörun* Í þessari frétt verður talað um það sem gerðist í þættinum og hver hefur verið valin sem næsta Bachelorette.

Lífið
Fréttamynd

Skrifuðu undir samning um kaup á skemmu í Gufunesi

RVK Studios hafði betur í baráttu við True North um kaup á skemmu Áburðarverksmiðjunnar við Gufunesveg 21 sem staðið hefur ónýtt í lengri tíma. Baltasar Kormákur, leikstjóri og eigandi RVK Studios, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir samning þess efnis í Gufunesi í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Belfast: Vandvirki svæfingameistarinn Branagh

Kenneth Branagh leikstýrir og skrifar kvikmyndina Belfast, sem er sjálfsævisöguleg og segir frá hluta af æsku hans í Belfast undir lok sjöunda áratugarins. Hún er tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna, en Bíó Paradís sýnir hana þessa dagana. 

Gagnrýni
Fréttamynd

Fyrsta stikla Obi-Wan Kenobi

Disney birti í kvöld fyrstu stiklu þáttanna Obi-Wan Kenobi, sem fjalla einmitt um Jedi-rddarann fræga, Obi-Wan Kenobi. Þeir fjalla um sögu Old Ben á milli kvikmyndanna Revenge of the Sith og A New Hope.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Stað­festa að fram­leiðslu Ná­granna verður hætt í júní

Framleiðslu áströlsku sjónvarpsþáttanna Nágranna, eða Neighbours, verður hætt í júní næstkomandi. Þættirnir hafa verið í framleiðslu í heil 37 ár, en framleiðslufyrirtækinu Fremantle hefur ekki tekist að finna nýja breska sjónvarpsstöð til að fjármagna framleiðsluna eftir að Channel 5 tilkynnti að stöðin myndi draga sig úr framleiðslunni.

Lífið
Fréttamynd

Samdi tónlist fyrir Netflix seríuna Vikings: Valhalla: „Maður verður ótrúlega meyr að heyra tónlistina sína í svona mögnuðum þáttum“

Íslenska tónlistarkonan Karlotta Skagfield er með mörg járn í eldinum þessa dagana en hún á meðal annars nokkur lög í nýju Netflix seríunni Vikings: Valhalla. Karlotta segir bransann vera virkilega krefjandi heim, sérstaklega fyrir konur og það þurfi að hafa mikið fyrir því að koma sér á framfæri. Þó sé það, blessunarlega, hægt og rólega að breytast í rétta átt. Blaðamaður tók púlsinn á þessari kraftmiklu ungu konu og fékk að heyra frá tónlistar ævintýrum hennar.

Tónlist
Fréttamynd

Quo Vadis, Aida: Refurinn lýgur!

Kvikmyndin Quo Vadis, Aida (Hvert ertu að fara, Aida) er sýnd í Bíó Paradís þessi misserin. Hún gerist í miðju Bosníustríðinu og segir frá túlkinum Aidu (Jasna Djuricic), sem starfar fyrir Sameinuðu þjóðirnar á herstöð í námunda við heimabæ hennar Srebrenica. Myndin hlaut Evrópsku kvikmyndaverðlaunin árið 2021 og er ein þeirra mynda sem tilnefndar eru til Óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin, þetta árið. 

Gagnrýni
Fréttamynd

Mikki Mús veitir íslenskum miðlum harða samkeppni

43,1% íslenskra heimila er með áskrift að streymisveitunni Disney+ og hefur fjöldinn hátt í tvöfaldast á einu ári. Þetta sýna nýjar niðurstöður Maskínu sem rýndi í áhorfsvenjur Íslendinga. Í fyrra sögðu 24,0% svarenda að einhver á heimilinu væri með aðgang að Disney+.

Viðskipti innlent