„Eins mikið og ég elska þessar stelpur gæti ég ekki viku í viðbót“ Fyrsta stiklan af annarri þáttaröð raunveruleikaþáttanna LXS hefur verið birt. Þar má sjá vinkonurnar og áhrifavaldana Birgittu Líf, Ástrós Trausta, Magneu Björg, Sunnevu Einars og Ínu Maríu ferðast, skála, gráta, hlægja og allt þar á milli. Bíó og sjónvarp 22. ágúst 2023 13:59
Á ferð með mömmu tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Kvikmyndin Á ferð með mömmu sem kom út í fyrra í leikstjórn Hilmars Oddssonar hefur verið tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2023. Bíó og sjónvarp 22. ágúst 2023 11:24
„Við erum ekkert stödd á voðalega góðum stað“ Guðríður Torfadóttir, eða Gurrý, er á leiðinni í loftið með þættina Gerum betur á Stöð 2 þar sem venjulegu fólki er kennt hvernig á að komast í form á heilbrigðan hátt. Lífið 22. ágúst 2023 10:31
Painkiller: Netflix-níðvísa um Oxy Netflix hóf nýverið sýningar á þáttaröðinni Painkiller, sem byggð er á sögum í kringum ópíóðafaraldurinn sem dunið hefur á Bandaríkjunum. Meginfókusinn er á Oxycontin-lyfið, framleiðendur, neytendur og svo fólk sem reyndi að láta lyfjafyrirtækið Purdue Pharma svara fyrir starfshætti sína. Lífið 20. ágúst 2023 09:48
Game of Thrones-leikarinn Darren Kent látinn 36 ára að aldri Leikarinn Darren Kent, þekktastur fyrir leik sinn í Game of Thrones, er látinn 36 ára að aldri. Ekki kemur fram hvernig hann lést en hann hafði glímt við sjaldgæfan húðsjúkdóm, beinþynningu og liðagigt í mörg ár. Lífið 16. ágúst 2023 09:59
Frumsýning á Vísi: Bráðfyndin stikla úr Heimaleiknum Ný íslensk bíómynd, Heimaleikurinn, verður frumsýnd í Bíó Paradís 16. september næstkomandi. Vísir frumsýnir bráðfyndna stiklu úr myndinni. Bíó og sjónvarp 15. ágúst 2023 11:00
Svörtu sandar fengu lofsamlega dóma í Wall Street Journal Glæpaserían Svörtu sandar fékk nýlega lofsamlega dóma í bandaríska stórblaðinu Wall Street Journal en serían er sýnd á Viaplay, Alibi, SBS og Disney+. Lífið samstarf 14. ágúst 2023 11:17
Enn hækkar Disney verð Heimili Mikka Mús og Marvel hyggst hækka verð á streymisveitunni Disney+ í annað sinn á innan við ári. Þjónustan heldur áfram að skila tapi fyrir afþreyingarstórveldið. Viðskipti erlent 10. ágúst 2023 17:12
Yrsa gaf Sigurjóni og Erlingi nýjan Kulda Yrsa Sigurðardóttir afhenti Sigurjóni Sighvatssyni og leikstjóranum Erlingi Óttari Thoroddsen fyrstu eintökin af nýrri útgáfu af spennusögunni Kulda. Samnefnd bíómynd þeirra félaga, byggð á bókinni, kemur í bíó 1. september. Bíó og sjónvarp 10. ágúst 2023 15:47
Stjórnendur Love Island hafi meinað sér að tala Mitch Taylor, einn af keppendum í tíundu seríunni af Love Island, segir að sér hafi verið meinað að tjá sig af stjórnendum þáttanna í sérstökum endurfundaþætti sem sýndur var síðastliðinn mánudag. Lífið 10. ágúst 2023 15:17
Gulli lenti í kulnun: „Allt sem var skemmtilegt var orðið leiðinlegt“ Fjölmiðlamaðurinn Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli Helga, áttaði sig á því að hann hafði lent í kulnun þegar hann stóð sig að því að finnast allt leiðinlegt, allt erfitt og allir í kringum hann vitlausir. Í Íslandi í dag spjallaði Sindri við Gulla sem er hættur í Bítinu eftir tíu ár og vinnur nú bæði í sér en einnig í nýjum þætti af Gulla sem byggir. Lífið 10. ágúst 2023 07:49
Vodafone Sport í loftið Ný línuleg sjónvarpsrás Sýnar sem er hluti af samningum við Viaplay hefur fengið nafnið Vodafone Sport. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 9. ágúst 2023 16:22
Life of Pi á risaskjá í Laugardalslaug Stærsti sundbíóviðburður RIFF hingað til verður haldinn 25. ágúst næstkomandi. Myndin Life of Pi verður sýnd á 100 fermetra skjá sem er sá stærsti sem settur hefur verið upp utandyra á Íslandi. Lífið 9. ágúst 2023 13:39
„Sugar Man“ er fallinn frá Hinn dularfulli bandaríski tónlistarmaður, Sixto Diaz Rodriguez, einnig þekktur sem Sugar Man, er látinn, 81 árs að aldri. Lífið 9. ágúst 2023 11:56
Óskarsverðlaunaleikstjóri látinn Leikstjórinn William Friedkin, sem þekktastur er fyrir að hafa leikstýrt Óskarsverðlaunamyndinni The French Connection og bíómyndinni The Exorcist, er látinn, 87 ára að aldri. Lífið 7. ágúst 2023 18:05
The Horror Of Dolores Roach: Súpa með öllu Hlaðvörp og morð er hjónaband sem nýtur mikillar velgengni þessi misserin. Það hefur ekki farið fram hjá Hollywood og skömmu eftir frumsýningu Peacock-þátta með hlaðvarpstengingu, Based on a True Story, frumsýndi Prime Video The Horror of Dolores. Þar er hlaðvarpstengingin eingöngu til málamynda, en morðin þeim mun suddalegri. Gagnrýni 5. ágúst 2023 09:31
Breaking Bad stjarna látin Bandaríski leikarinn Mark Margolis er látinn, 83 ára að aldri. Margolis er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Hector Salamanca í sjónvarpsþáttaröðunum Breaking Bad og Better Call Saul. Lífið 4. ágúst 2023 17:03
„Ég dó næstum því á Íslandi“ Bandaríski leikarinn Bowen Yang segist næstum hafa látið lífið hér á landi er hann var á hestbaki. Yang var staddur á Íslandi og var á hestbaki fyrir tökur á sjónvarpsþætti. Lífið 4. ágúst 2023 13:24
Umtöluð mynd um barnarán sýnd í Sambíóunum Umdeilda bandaríska spennumyndin Sound of Freedom verður sýnd í Sambíóunum í ágústmánuði. Bíó og sjónvarp 3. ágúst 2023 16:25
Sound of Freedom: Óvæntur smellur byggir á umdeildum grunni Bandaríska kvikmyndin Sound of Freedom hefur aflað meiri tekna en stórmyndir eins og Mission Impossible – Dead Reckoning Part One og The Flash. Kvikmyndin var frumsýnd þann 4. júlí en síðan þá hefur hún halað inn nærri því 150 milljónum dala. Framleiðsla hennar er sögð hafa kostað einungis tæpar fimmtán milljónir. Bíó og sjónvarp 3. ágúst 2023 14:03
Mála Dalvíkurbyggð bleika í anda Barbie-æðisins Barbie-æðið sem nýlega hefur gert hefur vart við sig um heim allan er svo sannarlega komið til Dalvíkurbyggðar. Íbúar og gestir hafa orðið varir við bleikt skraut og bleika gangstétt víða um Dalvík, Árskógssand og Hauganes. Lífið 2. ágúst 2023 10:38
Leikari úr þáttunum Euphoria látinn Angus Cloud, 25 ára bandarískur leikari, er látinn. Cloud var best þekktur fyrir að leika í sjónvarpsþáttaröðinni Euphoria. Erlent 31. júlí 2023 23:36
Paul Reubens sem lék Pee-wee Herman látinn Bandaríski leikarinn Paul Reubens lést í gær sjötugur að aldri. Hann var þekktastur fyrir að leika persónuna Pee-wee Herman á níunda áratugnum en féll um tíma úr náðinni eftir handtöku. Erlent 31. júlí 2023 17:56
Sögð hafa látið illa á Love Island settinu Keppendur í núverandi seríu af Love Island eru sagðir hafa látið afar illa á setti seríunnar í ár og meðal annars stolið áfengi. Lífið 31. júlí 2023 16:46
„Í lífinu er ekkert grand plan“ Sigurjón Sighvatsson er fluttur frá Hollywood og var nýlega verðlaunaður fyrir frumraun sína í leikstjórn. Hann er samt enn á fullu í kvikmyndaframleiðslu þó hann hafi tyllt sér aðeins í leikstjórastólinn. Í haust kemur hrollvekja eftir Yrsu í bíó og fleiri myndir eru handan við hornið. Lífið 30. júlí 2023 07:01
Hættu saman í laumi örfáum dögum eftir þáttinn Love Island stjörnur úr nýjustu þáttaröðinni af bresku veruleikaþáttunum vinsælu hættu saman einungis örfáum dögum eftir að hafa dottið úr leik. Lífið 27. júlí 2023 16:10
Frussuskemmtileg ræma um þekktasta dúkkumerki veraldar Kvikmyndarýnirinn, blaðamaðurinn og hlaðvarpsstjórnandinn Tómas Valgeirsson liggur sjaldnast á skoðunum sínum. Hann sér nær allar myndir sem rata á hvíta tjaldið og deilir skoðunum sínum með áhugasömum hlustendum og lesendum. Lífið 27. júlí 2023 10:47
Paul T. Goldman: Sá er talinn heimskur sem opnar sína sál Stöð 2 sýnir nú Peacock-framleiddu þáttaröðina Paul T. Goldman. Það er erfitt að henda reiður á hverslags þáttaröð þetta er, enda hef ég aldrei séð neitt henni líkt. Eru þetta heimildaþættir? Eru þetta leiknir þættir? Gagnrýni 26. júlí 2023 08:19
Dánarorsök Sands úrskurðuð óákvörðuð Dánarorsök breska leikarans Julian Sands hefur verið úrskurðuð óákvörðuð. Lík Sands fannst nærri toppi fjallsins Mount Baldy í Kaliforníu í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Þá hafði hans verið saknað í rúmlega fimm mánuði. Erlent 25. júlí 2023 00:11
Höddi Magg greip til epísks frasa úr eigin smiðju „Kalt er það Klara“ sagði Hörður Magnússon í lýsingu sinni á viðureign Þýskalands og Marokkó á HM kvenna í fótbolta. Um er að ræða frasa úr epískum þætti Steypustöðvarinnar á Stöð 2 fyrir fimm árum þar sem Hörður fór á kostum. Lífið 24. júlí 2023 12:40