Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Neyt­endur eigi meira inni

Eldsneytisverð hefur lækkað hressilega eftir áramót en neytendur eiga frekari lækkun inni, segir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Rekstrarkostnaður bíla hækki hjá flestum og sérstaklega hjá þeim sem reka eyðslugranna bíla.

Neytendur

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Veki furðu að bíla­leigu­bílar séu ekki á nagla­dekkjum

Teitur Þorkelsson leiðsögumaður kom að bílveltu í gær, nýársmorgun, við Kambana á Hellisheiði og furðar sig á því að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum. Í bílnum voru ferðamenn sem voru fluttir til Hveragerðis til aðhlynningar og voru ekki alvarlega slasaðir að sögn Teits. Hann segir þau þó hafa verið í miklu áfalli.

Innlent
Fréttamynd

Þetta var mest skráða ein­staka bíl­tegundin 2025

Alls voru 14.556 nýir fólksbílar skráðir á nýliðnu ári sem jafngildir 42 prósenta aukningu milli ára. Aukningin var að stórum hluta drifin áfram af nýskráningum einstaklinga en auk þess jukust nýskráningar hjá ökutækjaleigum og öðrum fyrirtækjum milli ára eftir rólegt ár 2024. Kia var mest skráða einstaka bílategundin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Elds­neytis­verð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári

Forstjóri Orkunnar segir að dæluverð eldsneytis muni lækka strax um áramótin í kjölfar þess að frumvarp um kílómetragjald á ökutæki var samþykkt á Alþingi í gær. Neytendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að lagabreytingin verði nýtt til að auka álögur.

Neytendur
Fréttamynd

Frum­varp um kíló­metra­gjald sam­þykkt og þing­menn komnir í jóla­frí

Frumvarp um kílómetragjald er nú orðið að lögum en þingi var frestað í kvöld og eru þingmenn því komnir í jólafrí. Samkvæmt lögunum má nú leggja kílómetragjald á öll farartæki en hingað til hefur það aðeins verið lagt á raf- og tvinnbíla. Gjaldið er metið út frá heildarþyngd umrædds ökutækis og raunakstri samkvæmt mæli, en ökutæki undir 3500 kílóum greiða 6,95 krónur fyrir hvern kílómetra. Lögin hafa verið samþykkt en taka gildi 1. janúar.

Innlent
Fréttamynd

Þrettán nýir raf­knúnir strætis­vagnar teknir í notkun

Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar verða á næstunni teknir í notkun hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Almenningsvagnar Kynnisferða og Hagvagnar sjá um akstur vagnanna en samið var við félögin í fyrra. Í tilkynningu kemur fram að allur strætófloti fyrirtækjanna verður orðinn rafknúinn árið 2029.

Innlent
Fréttamynd

Meðal­bíla­leigu­bíllinn verði fyrir mestum á­hrifum

Nýskráningar bíla í nóvember voru tæplega þrefalt fleiri en í sama mánuði í fyrra. Mikla aukningu má líklegast rekja til hækkunar vörugjalda um áramótin að sögn framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Bílaleigur sem ekki kaupa rafbíla verði fyrir hvað mestum áhrifum.

Innlent
Fréttamynd

Skatturinn endur­greiði á­fram of­greiddan skatt

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það skrautlega framsetningu að segja að fólk sem ofgreiðir skatt eigi ekki eftir að geta fengið endurgreitt frá skattinum hafi það ofgreitt lága upphæð. Það sé verið að bæta réttarstöðu almennings. Daði Már var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Allir í limbói vegna fyrir­hugaðra breytinga á vöru­gjaldi

Forstjóri Brimborgar segir landsmenn í ákveðnu limbói vegna boðaðra breytinga á vörugjöldum bíla þar sem engin formleg niðurstaða liggi fyrir. Gríðarleg aukning var í nýskráðum bílum í nóvember og nýskráning rafbíla fjórfaldaðist. Hann telur að á næsta ári verði áttatíu prósent nýskráðra bíla rafbílar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ó­víst hvort fram­boð anni eftir­spurn

Töluvert minni eftirspurn er eftir raforku hér á landi en síðustu ár og orkuskiptin ganga mun hægar en vonast var til. Þetta kemur fram í nýrri Orkuspá fyrir næstu 25 ár. Sérfræðingur gerir ráð fyrir því að töluvert magn orku muni aldrei ná nýtast. 

Innlent
Fréttamynd

Mótorkrossiðkun barna sé í upp­námi vegna vöru­gjalda

Stjórnarformaður mótorhjólasambandsins Sniglanna og framkvæmdastjóri mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambands segja niðurfellingu á undanþágu vörugjalda á innflutningi mótorhjóla geta haft verulega slæm áhrif á mótor- og snjókross á Íslandi. Minni endurnýjun verði í íþróttinni þegar erfiðara verður að endurnýja hjól. Þeir segja það sömuleiðis áhyggjuefni að mótorhjólaflotinn eldist á landinu.

Innlent
Fréttamynd

Feta ein­stigi milli metnaðar og raun­sæis í lofts­lags­mark­miði

Markmið íslenskra stjórnvalda um samdrátt í losun er krefjandi en þau reyna að finna jafnvægi á milli raunsæis og metnaðar, að sögn loftslagsráðherra. Samningamenn Íslands á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna hafi farið að heiman með þau skilaboð að krefjast afgerandi samdráttar í losun.

Innlent
Fréttamynd

Öku­réttindi á bein­skiptan og sjálf­skiptan bíl

Við búum í síbreytilegum heimi tækniþróunar og þar eru bílar ekki undanskildir. Á undanförnum árum hefur þróun bíla tekið stakkaskiptum sem leitt hefur til þess að dregið hefur mjög úr sölu á beinskiptum bílum hér á landi.

Skoðun
Fréttamynd

Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta

Daglegi díseltrukkurinn minn er ekki beinlínis umhverfisvænn. Plássfrekur í stæði og ólipur innanbæjar en góður langferðabíll. Í hvert sinn sem dísel lítrarnir gusast inn á tankinn fæ ég hinsvegar umhversissóðasamviskubit. Ég veit að rafmagnið er framtíðin en það er bara þetta með drægnikvíðann. Þá sá ég að verið var að frumsýna Renault Rafale E-Tech hybrid SUV. Gæti hann verið eitthvað fyrir mig?

Samstarf
Fréttamynd

Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar

Notendur hraðhleðslustöðvari Orku náttúrunnar við Hellisheiðarvirkjun munu nú þurfa að bíða örlítið lengur noti þeir stöðina því henni á að breyta í hverfishleðslustöð. Breytingin kemur til vegna bilunar.

Innlent
Fréttamynd

Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra

Fjármálaráðherra leggur til að vörugjald á nýjum bílum sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku verði fellt niður á næsta ári. Niðurfellingin nær þá til raf-, metan- og vetnisbíla. Samhliða á að hækka vörugjald sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.

Innlent