Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Ef ég myndi vilja gagn­rýna Sjálf­stæðis­flokkinn

Þá myndi ég fara um víðan völl því af nógu er að taka. Í sjálfstæðisflokkinn eða “flokkinn” einsog hann er nefndur í daglegu tali, velst margt vel meinandi og gott fólk sem vill láta gott af sér leiða og bæta samfélagið fyrir okkur öll. Ég þekki nokkra, toppfólk.

Skoðun
Fréttamynd

Er þing­mennska ævi­starf?

Þingkosningarnar seinast liðið haust voru nýliðum gæfuríkar, en tuttugu og fjórir þingmenn eru nú á sínu fyrsta starfsári. Mér hefur þó oft þótt einkennilegt hvað sumir þingmenn sitja lengi á þingi. Hafa jafnvel setið á þingi frá því áður en ég fór að fylgjast með fréttum af ráði.

Skoðun
Fréttamynd

„Al­gjört vald“ en engin á­byrgð?

„Ég get ekki séð annað, virðulegi forseti, en að ráðherrann hafi algjört vald á því hvernig hann fari með þessi mál,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson þegar frumvarp til laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum var til umræðu á Alþingi 20. desember 2012.

Skoðun
Fréttamynd

Kjarninn tók út frétt vegna yfir­gengi­legs ras­isma

Vefmiðlinn Kjarninn tók út frétt sem birtist á vefnum vegna persónuárása, rasisma og hatursorðræðu gegn Lenyu Rún Taha Karim, varaþingsmanns Pírata. Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans segir að sig hafi sett hljóðan við lestur ummælanna.

Innlent
Fréttamynd

„Fólki misbýður brask“

Varaformaður fjárlaganefndar Alþingis segir nefndina hafa óskað eftir svörum frá Bankasýslunni um hvaða aðferðafræði söluráðgjafar í útboðinu á Íslandsbanka hafi viðhaft. Myndin sem sé að teiknast upp eftir útboðið sé allt annað en falleg. Fólki misbjóði brask. Hann segist ekki muna eftir því að viðskiptaráðherra hafi komið áhyggjum sínum á framfæri um söluna við fjárlaganefnd.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar upp­lýsingar um banka­söluna stað­festi það sem óttast var

Þingmaður Samfylkingarinnar segir nýjar upplýsingar benda til að stór hluti fjárfesta hafi tekið þátt í útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka í þeim eina tilgangi að tryggja sér skjótfenginn gróða. Hún telur eðlilegt að fjármálaráðherra segi af sér vegna málsins og komið verði á fót óháðri rannsóknarnefnd.

Innlent
Fréttamynd

Fylgi hrynur af stjórnarflokkum eftir bankasölu og Búnaðarþing

Fylgi hefur hrunið af stjórnarflokkunum eftir að umræða um Búnaðarþingsmálið og söluna á Íslandsbanka komst í hámæli. Stjórnarflokkarnir hafa samanlagt tapað um átta prósentustiga fylgi á örfáum dögum. Á sama tíma hefur fylgi Pírata og Samfylkingar stóraukist.

Innlent
Fréttamynd

Telur alvarlega krísu á stjórnarheimilinu

Fjármálaeftirlitið hefur tekið söluna á Íslandsbanka til skoðunnar. Viðskiptaráðherra segir óeiningu hafa verið í ríkisstjórn um framkvæmdina en það var hvergi fært til bókar að sögn forsætisráðherra. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir krísuástand í ríkistjórn.

Innlent
Fréttamynd

Munu biðja Sigurð Inga um að skýra hver um­mælin voru

Nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis segir að ef miðað er við lýsingar Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, hafi Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra gerst brotlegur við siðareglur þingsins með ummælum sínum í hennar garð. Það eigi þó eftir að koma í ljós.

Innlent
Fréttamynd

Lilja af­ruglar VG og bendir á Bjarna Ben

Salan á eign þjóðarinnar í Íslandsbanka tekur á sig undarlegri mynd með hverjum deginum. Nú stígur Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, fram og segist hafa verið andvíg því fyrirkomulagi sem viðhaft var við söluna.

Skoðun
Fréttamynd

Við­skipta­ráð­herra segist hafa gagn­rýnt á­form í nefnd með for­sætis- og fjár­mála­ráð­herrum

Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta.

Innlent
Fréttamynd

Út­úr­snúningar pírata af­þakkaðir

Það er ánægjulegt þegar skrifin manns ná til lesenda og mér virðist takast reglulega að fanga athygli píratans Hauks Viðars Alfreðssonar. Nú síðast birtir hann grein í tilefni þess að ég skrifaði um umkvartanir atvinnurekenda við mig varðandi flótta starfsfólks frá einkageiranum og yfir til hins opinbera. Ég varaði af því tilefni við almennri þróun í þá átt að launahækkanir hjá hinu opinbera fari fram úr hækkunum á almenna markaðnum.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta eru gríðarleg vonbrigði“

Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingar kvaddi sér hljóðs í Um fundarstjórn forseta og tilkynnti að stjórnarliðar hafi ekki fallist á tillögu stjórnarandstöðunnar um að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Innlent