Allar verði að slá af sínum ítrustu kröfum
Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor, segir að ef forystukonur Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins slái af sínum ítrustu kröfum þá ættu þær að ná saman um myndun ríkisstjórnar. Það gæti meira að segja gerst nokkuð fljótt.