Skyndihjálparmanneskja ársins 2024

Skyndihjálparmanneskjur ársins 2024 eru þau Guðrún Narfadóttir, Hinrik Þráinn Örnólfsson og Elín Ragnarsdóttir, sem veittu Hrafnkeli Reynissyni lífsbjörg þegar hann hneig niður á bílastæði í Álftamýrinni og fór í hjartastopp. Guðrún, sem átti leið fram hjá, hikaði ekki við að láta til sín taka: hún kallaði eftir aðstoð og hóf strax hjartahnoð. Hinrik og Elín, sem starfa í nærliggjandi húsi, heyrði köll hennar og hringdu umsvifalaust í 112. Neyðarvörðurinn Aðalheiður Sigrúnardóttir tók við símtalinu og með samstilltu átaki tókst Guðrúnu, Hinriki og Elínu að kaupa dýrmætan tíma þar til viðbragðsaðilar komu á staðinn og gáfu rafstuð. Hrafnkell er í dag við góða heilsu, meðal annars þökk sé þessum skjótvirku og fumlausu viðbrögðum.

233
02:51

Vinsælt í flokknum Fréttir