Liverpoolmessa haldin í Seljakirkju
Fullt var út úr dyrum í sérstakri Liverpoolmessu í Seljakirkju í dag þar sem harðir stuðningsmenn liðsins báðu til æðri máttarvalda fyrir lokaumferð ensku úrvaldsdeildarinnar í fótbolta. Sóknarpresturinn, sem er búin að bíða eftir sigri Liverpool síðan hann var níu ára, segir að guð skori ekki mörkin en boðskapurinn sé að Liverpoolmenn séu aldrei einir á ferð.