Steindi gat ekki tekið 80 kg. í bekk og tapaði veðmáli við Loga Bergmann

Logi Bergmann var gestastjórnandi í útvarpsþættinum FM95BLÖ á föstudaginn og þá barst talið að því hvað Steindi Jr. gæti tekið í bekk. Sjálfur vildi hann meina að hann myndi þruma upp 80 kg. en Logi var honum ósammála. Þeir félagar ákváðu því að henda í veðmál en tilraunin fór fram í Sporthúsinu í dag. Þegar henni lauk var Steindi bjórkassa fátækari.

15179
06:10

Vinsælt í flokknum Lífið