Ísland í dag - Fjölskyldufaðir fram á sextugsaldur en heitir í dag Anna
Í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 verður rætt við Önnu Margréti Grétarsdóttur sem lifði sem fjölskyldufaðirinn Ágúst Már fram á sextugsaldur. Á yfirborðinu var líf Ágústs ekkert frábrugðið lífi venjulegs íslensks karlmanns.„Daglegt líf gekk sinn vanagang og maður reyndi að láta það ganga. Ég var svona tiltölulega ánægð með lífið og tilveruna, þannig lagað. Allavega út á við. Alltaf var hugurinn á yfirsnúningi útaf mínu sálarástandi.“