Á bak við borðin - Agzilla
"Tónlist er þerapían mín. Hún getur snert mig á alls konar vegu. Slegið á strengi innra með mér. Ég hef samið lag og áður en ég veit eru tárin farin að trítla. Þá verður einhver galdur til," segir Agnar Agnarsson, einnig þekktur sem Agzilla í skemmtilegu viðtali. Agzilla var innsti koppur í búri þegar danstónlistin ruddi sér braut hérlendis og erlendis á níunda áratugnum og er meðal annars góðvinur Goldie.
Í þáttunum Á bak við borðin heimsækja tónlistarmennirnir Intro Beats og Guðni Impulze tónlistarmenn í stúdíóin þeirra og grennslast fyrir um vinnuferli þeirra og hvernig þeir búa til tónlist.