Fagnar nýrri stefnu stjórnvalda
Mikilvægt er að fá sérstakt úrræði fyrir konur í vímuefnavanda sem eru í ofbeldissambandi að mati framkvæmdastjóra Rótarinnar. Þá sé almennt þörf á miklum úrbótum í meðferðarkerfinu. Hún fagnar nýrri stefnu stjórnvalda í skaðaminnkun og bindur vonir við að úrræðið verði að veruleika.