Aftakaveður á landinu næstu daga
Aftakaveður er í kortunum á öllu landinu næstu daga og verulegar raskanir verða á flugsamgöngum. Gular viðvaranir taka gildi á vestanverðu landinu í kvöld en síðdegis á morgun verður farið að bera á appelsínugulum viðvörunum víðast hvar á landinu.